Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, segir þvílíka stemningu hafa verið á Heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík í vikunni. Upplifunin hafi stundum verið eins og það væru rokkstjörnur á sviðinu og margt ótrúlega áhugavert og eftirminnilegt sem þar hafi komið fram. Vísir/Vilhelm „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. „Meðal annarra komu á sviðið fyrrum forsetar Finnlands, Litháen og Sviss og fjölda margar konur sem eru ráðherrar og þingmenn í sínum heimalöndum og svo auðvitað ein kvikmyndastjarna þar sem Ashley Judd var með frábært og mjög áhrifamikið erindi. Þvílíkur hópur!“ Þar sem ríflega 500 konur frá 80 löndum komu saman. Tanya segir stemminguna hafa verið mikla og mörg erindin áhugaverð. Innblásturinn sem konur sæki sér á svona viðburðum sé gífurlega mikill og góður. Vissulega sé staðan góð á ýmsum sviðum á Íslandi. Við séum heppin hér, þótt enn sé sitthvað óunnið enn. Nýlega var ég til dæmis á námskeiði á Spáni sem var fyrir stjórnendur á Executive level, eða þessu æðsta stjórnendastigi. Við vorum svona fimm konur en fjörutíu karlar. Og ég hugsaði bara með mér: Ertu ekki að djóka í mér?! Hvaða ár er eiginlega?“ Í tilefni Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík 2023 fjallar Atvinnulífið um jafnréttismálin í gær og í dag. Hugarfarið: Þetta er ekkert vesen Það er ekkert nýtt að heyra af því að Tanya Zharov styðji við framgöngu kvenna í viðskiptalífinu. Í röðum kvenna er þetta löngu þekkt staðreynd hjá mörgum. Tanya er lögfræðingur að mennt og hefur sinnt ýmsum stjórnendastöðum síðustu árin. Í dag hjá Alvotech, áður sem aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hún var stofnandi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital á sínum tíma og er fyrrverandi meðeigandi og skattaráðgjafi hjá PWC. Hún hefur líka verið í mörgum stjórnum nýsköpunarfyrirtækja, til dæmis Orf líftækni, CRI og fleiri félaga. „Ég lít eiginlega á þetta þannig að markmið hjá mér sé að opna einhverja hurð í mínum störfum fyrir fleiri konur,“ svarar Tanya aðspurð um það hvað drífi hana áfram sem helsta hvatningin fyrir því að vinna jafnt og þétt að jafnrétti kvenna í atvinnulífinu. „Ég er sannfærð um það að það aðjafna hlutdeild kynja og einnig almennt að auka fjölbreytileika er jákvætt fyrir samfélagið allt, en til þess að ná því þurfum við að ná fram meiri breytingum. Það sem tók mig kannski mörg ár að skilja að þegar ég er komin í ákveðið strarf og hlutverkget ég mögulega hjálpað öðrum konum með til dæmis að deila reynslu og þannig að stytta þeim leið svo að fleiri tækifæri opnist fyrir fólk sem ekki er einsleitt.“ Tanya segir jákvæðni samt svo mikilvæga í umræðunni. „Að taka þátt í jafnréttisbaráttunni með jákvæðu hugarfari skilar svo mörgu. Enda er jafnrétti jákvæð breyting fyrir samfélagið. Við þurfum samt að vanda okkur við að vera jákvæð því þannig lærum við best hvaða aðferðir, tæki og tól nýtast okkur best til að gera betur. Á Heimsþinginu voru til dæmis kennd alls kyns leiðir til að ná árangri ræddar og kynntar, því það er ekki nóg að tala, það þarf einnig að framkvæma breytingar. Mér finnst að ef við deilum jákvæðum reynslusögumeru miklu meiri líkur á að við nýtum okkur þessi verkfæri sem að okkur er rétt og skila árangri.“ Þetta jákvæða hugarfar einkennir reyndar allt tal Tönyu og ekki laust við að blik sjáist í augunum, svo skemmtileg finnst henni umræðan. „Dagur borgarstjóri var til dæmis meðal gesta og hann var einmitt að segja frá því að það hefði verið Ingibjörg Sólrún sem hvatti hann á sínum tíma til að fara í pólitík. Þetta er dæmi um karlmann sem nær langt, í kjölfar þess að það er sterk kona sem hvetur hann til dáða,“ nefnir Tanya sem dæmi. Þá segir hún svo margt í sögunni, oft hafa sýnt hversu megnugar konur geta verið. „Mér fannst til dæmis svo áhugavert að lesa í ævisögu Eleanor Roosevelt að sá tími í hennar lífi sem hún og fleiri vinkonur hennar nefndu sem árangursríkan var fyrri heimstyrjöldin. Því þá fóru allir karlarnir í burtu í stríð, en eftir stóðu konurnar sem tóku þá við keflinu að stýra öllu á meðan og gátu það alveg. Síðan var þetta bara aftur tekið af þeim þegar karlarnir sneru aftur.“ Í nútímasamfélagi séum við samt sem betur fer komin lengra og þar búi Ísland yfir góðu forskoti. Því það teljist forskot að nýta mannauð kvenna og karla til jafns. Þótt sitthvað þurfi að gera til að breyta og knýja fram breytingarnar, skipti alltaf höfuðmáli að viðhorfið okkar sé jákvætt. „Við hjá mínu fyrirtæki störfum í alþjóðlegu umhverfi og við erum með alþjóðlegan hóp starfsmanna með höfuðsstöðvar á Íslandi. Samkvæmt íslenskum lögum fylgjum við reglum um jafnlaunavottunina hér á landi. Ég hef til dæmis oft verið spurð af því hvort þessi Jafnlaunavottun sé ekki algjört vesen. Því í Alvotech gerðum við þetta þannig að við innleiddum hana á öllum starfstöðvunum okkar, ekki bara á Íslandi,“ segir Tanya og bætir við: En þá svara ég bara: Nei, auðvitað er þetta ekkert vesen. Þetta er bara breyting sem við erum að innleiða. Alveg eins og einu sinni vorum við að innleiða að rautt þýðir stopp í umferðinni og grænt þýðir áfram. Jafnlaunavottunin er bara dæmi um stjórntæki til að knýja fram breytingar og það er bara ekkert meira vesen að innleiða hana eins og hvað annað.“ Tanya segir það alls ekkert meira vesen en margt annað að innleiða breytingar í þágu jafnréttisTil dæmis hafi Alvotech innleitt sams konar breytingar á sínum starfstöðvum erlendis og innleiddar hafa verið á Íslandi. Um eitt þúsund manns starfa hjá Alvotech og segir Tanya jafnrétti mjög óvanalegt í alþjóðlega lyfjageiranum.Vísir/Vilhelm Staðreyndir: Grænmeti eða nammi? Tanya segir líka að jafnrétti sé ákvörðun sem þurfi að fylgja eftir; alltaf og alls staðar. Ekki bara að tala um jafnrétti á góðviðrisdögum. „Því það er eins og þegar að við segjumst ætla að borða miklu meira grænmeti en förum þess í stað út í búð og kaupum okkur fullt af nammi,“ segir Tanya og hlær. Hjá Alvotech starfa um eitt þúsund manns og þar er kynjahlutfall jafnt. „Þetta var bara ákvörðun sem við tókum. Um að svona viljum við vera: Fyrirtæki þar sem jafnrétti ríkir. Auðvitað tók þetta tíma, en það er líka allt í lagi. Á endanum næst markmiðið og árangurinn skilar sér alltaf,“ segir Tanya og vísar þar til þess að fjölbreytileikinn skili sér alltaf í meiri ávinningi fyrir fyrirtækið á endanum. „Og ég get alveg sagt þér það að jafnt hlutfall kynja í lyfjageiranum úti í heimi telst mjög óvanalegt. Og því langt frá því að hafa verið sjálfgefið að ná því markmiði. En við hnikuðum bara ekki frá þeirri ákvörðun um að svona erum við og svona viljum við vera.“ Tanya hefur tekið þátt í viðburðum víða um heim sem snúast um að auka hlutdeild kvenna í atvinnulífinu. Hún segir Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík einstaklega vel heppnaðan viðburð því þar snúist samkoman ekki um að dreypa á freyðivíni og mingla, heldur að miðla upplýsingum og reynslu til að auka líkurnar á því að jafnrétti náist. „Á Heimsþinginu er maður að heyra og sjá mjög mikið af upplýsingum og staðreyndum. Sem er svo sterkt að miðla. Því með staðreyndum verðum við betri í allri orðræðu um jafnrétti. Eigum auðveldara með að vísa í staðreyndir og gögn þegar talið berst að þessum málum.“ En er ekki ákveðinn galli að þetta eru fyrst og fremst alltaf konur að tala við konur um jafnrétti? „Jú vissulega. En veistu hvað: Einhver þarf að halda þessu á lofti og það voru jú konur sem voru að halda uppi jafnréttisorðræðunni hér á árum áður og án þeirra værum við ekki hér. Gaman var að sjá að ein verðlaunin á þinginu voru afhent til þeirra sem skipulögðu kvennafrídaginn 1975, sem hefur skilið eftir svo sterk spor í okkar íslensku jafnréttissögu. Ef við værum ekki að því þá væri enginn að tala um þetta,“ svarar Tanya strax og staðfestir enn og aftur hvernig hægt er að líta með jákvæðum augum á allar hliðar málsins um jafnréttismálin. „Síðan er það svo jákvætt að sjá hversu mikil og jákvæð þróun hefur verið á Íslandi. Því hér höfum við það umfram margar þjóðir að hafa fengið sterkar fyrirmyndir snemma. Frú Vigdís Finnbogadóttir kannski sú allra stærsta en við skulum samt ekki gleyma því að það mátti litlu muna að hún næði forsetakjörinu á sínum tíma,“ segir Tanya og bætir við: „Með sterka fyrirmynd höfum við náð þessu forskoti. Mér finnst til dæmis mjög jákvætt að sjá hvernig „Succession Planning, “ sem á íslensku kallast arftakaáætlun, er að verða skipulagðari og mögulega að sýna árangur hjá íslenskum fyrirtækjum. Þar sem stjórnendur framtíðarinnar eru að koma upp innan frá. Ég nefni sem dæmi Margréti í Nova eða Ástu hjá Festi og gæti svo sem nefnt fleiri. Stjórnir og stjórnendur geta skipulagt sig til framtíðar til að ala upp framtíðarleitogam og horfti til sínna hæfustu stjórnenda sem eru nú þegar í fyrirtækjumog ein birtingarmyndin af því sem gerist þá er að fleiri konur ráðast til æðstu starfa.“ Tanya segir að auðvitað gildi það sama um konur og karla að ekki vilji allir verða forstjórar eða stjórar yfir höfuð. Fyrir atvinnulífið skipti það samt svo miklu máli að nýta mannauð og hæfni til hins ýtrasta. Það þurfa því allir að pressa á að jafnréttishugsunin sé til staðar. Fjárfestar þar á meðal. Og ég held að það sé að verða ákveðin vakning. Að fleiri konur séu að taka við keflinu fyrr en áður. Konur um og upp úr fertugu sem hafa áhuga á stjórnunarstöðum og eru farnar að stýra fyrirtækjum sem eru ekkert endilega skráð á markað í dag. En svo sannarlega geta orðið að fyrirtækjum sem verða það.“ Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Mannauðsmál Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. 14. nóvember 2023 20:10 Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 10. nóvember 2023 14:08 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Meðal annarra komu á sviðið fyrrum forsetar Finnlands, Litháen og Sviss og fjölda margar konur sem eru ráðherrar og þingmenn í sínum heimalöndum og svo auðvitað ein kvikmyndastjarna þar sem Ashley Judd var með frábært og mjög áhrifamikið erindi. Þvílíkur hópur!“ Þar sem ríflega 500 konur frá 80 löndum komu saman. Tanya segir stemminguna hafa verið mikla og mörg erindin áhugaverð. Innblásturinn sem konur sæki sér á svona viðburðum sé gífurlega mikill og góður. Vissulega sé staðan góð á ýmsum sviðum á Íslandi. Við séum heppin hér, þótt enn sé sitthvað óunnið enn. Nýlega var ég til dæmis á námskeiði á Spáni sem var fyrir stjórnendur á Executive level, eða þessu æðsta stjórnendastigi. Við vorum svona fimm konur en fjörutíu karlar. Og ég hugsaði bara með mér: Ertu ekki að djóka í mér?! Hvaða ár er eiginlega?“ Í tilefni Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík 2023 fjallar Atvinnulífið um jafnréttismálin í gær og í dag. Hugarfarið: Þetta er ekkert vesen Það er ekkert nýtt að heyra af því að Tanya Zharov styðji við framgöngu kvenna í viðskiptalífinu. Í röðum kvenna er þetta löngu þekkt staðreynd hjá mörgum. Tanya er lögfræðingur að mennt og hefur sinnt ýmsum stjórnendastöðum síðustu árin. Í dag hjá Alvotech, áður sem aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hún var stofnandi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital á sínum tíma og er fyrrverandi meðeigandi og skattaráðgjafi hjá PWC. Hún hefur líka verið í mörgum stjórnum nýsköpunarfyrirtækja, til dæmis Orf líftækni, CRI og fleiri félaga. „Ég lít eiginlega á þetta þannig að markmið hjá mér sé að opna einhverja hurð í mínum störfum fyrir fleiri konur,“ svarar Tanya aðspurð um það hvað drífi hana áfram sem helsta hvatningin fyrir því að vinna jafnt og þétt að jafnrétti kvenna í atvinnulífinu. „Ég er sannfærð um það að það aðjafna hlutdeild kynja og einnig almennt að auka fjölbreytileika er jákvætt fyrir samfélagið allt, en til þess að ná því þurfum við að ná fram meiri breytingum. Það sem tók mig kannski mörg ár að skilja að þegar ég er komin í ákveðið strarf og hlutverkget ég mögulega hjálpað öðrum konum með til dæmis að deila reynslu og þannig að stytta þeim leið svo að fleiri tækifæri opnist fyrir fólk sem ekki er einsleitt.“ Tanya segir jákvæðni samt svo mikilvæga í umræðunni. „Að taka þátt í jafnréttisbaráttunni með jákvæðu hugarfari skilar svo mörgu. Enda er jafnrétti jákvæð breyting fyrir samfélagið. Við þurfum samt að vanda okkur við að vera jákvæð því þannig lærum við best hvaða aðferðir, tæki og tól nýtast okkur best til að gera betur. Á Heimsþinginu voru til dæmis kennd alls kyns leiðir til að ná árangri ræddar og kynntar, því það er ekki nóg að tala, það þarf einnig að framkvæma breytingar. Mér finnst að ef við deilum jákvæðum reynslusögumeru miklu meiri líkur á að við nýtum okkur þessi verkfæri sem að okkur er rétt og skila árangri.“ Þetta jákvæða hugarfar einkennir reyndar allt tal Tönyu og ekki laust við að blik sjáist í augunum, svo skemmtileg finnst henni umræðan. „Dagur borgarstjóri var til dæmis meðal gesta og hann var einmitt að segja frá því að það hefði verið Ingibjörg Sólrún sem hvatti hann á sínum tíma til að fara í pólitík. Þetta er dæmi um karlmann sem nær langt, í kjölfar þess að það er sterk kona sem hvetur hann til dáða,“ nefnir Tanya sem dæmi. Þá segir hún svo margt í sögunni, oft hafa sýnt hversu megnugar konur geta verið. „Mér fannst til dæmis svo áhugavert að lesa í ævisögu Eleanor Roosevelt að sá tími í hennar lífi sem hún og fleiri vinkonur hennar nefndu sem árangursríkan var fyrri heimstyrjöldin. Því þá fóru allir karlarnir í burtu í stríð, en eftir stóðu konurnar sem tóku þá við keflinu að stýra öllu á meðan og gátu það alveg. Síðan var þetta bara aftur tekið af þeim þegar karlarnir sneru aftur.“ Í nútímasamfélagi séum við samt sem betur fer komin lengra og þar búi Ísland yfir góðu forskoti. Því það teljist forskot að nýta mannauð kvenna og karla til jafns. Þótt sitthvað þurfi að gera til að breyta og knýja fram breytingarnar, skipti alltaf höfuðmáli að viðhorfið okkar sé jákvætt. „Við hjá mínu fyrirtæki störfum í alþjóðlegu umhverfi og við erum með alþjóðlegan hóp starfsmanna með höfuðsstöðvar á Íslandi. Samkvæmt íslenskum lögum fylgjum við reglum um jafnlaunavottunina hér á landi. Ég hef til dæmis oft verið spurð af því hvort þessi Jafnlaunavottun sé ekki algjört vesen. Því í Alvotech gerðum við þetta þannig að við innleiddum hana á öllum starfstöðvunum okkar, ekki bara á Íslandi,“ segir Tanya og bætir við: En þá svara ég bara: Nei, auðvitað er þetta ekkert vesen. Þetta er bara breyting sem við erum að innleiða. Alveg eins og einu sinni vorum við að innleiða að rautt þýðir stopp í umferðinni og grænt þýðir áfram. Jafnlaunavottunin er bara dæmi um stjórntæki til að knýja fram breytingar og það er bara ekkert meira vesen að innleiða hana eins og hvað annað.“ Tanya segir það alls ekkert meira vesen en margt annað að innleiða breytingar í þágu jafnréttisTil dæmis hafi Alvotech innleitt sams konar breytingar á sínum starfstöðvum erlendis og innleiddar hafa verið á Íslandi. Um eitt þúsund manns starfa hjá Alvotech og segir Tanya jafnrétti mjög óvanalegt í alþjóðlega lyfjageiranum.Vísir/Vilhelm Staðreyndir: Grænmeti eða nammi? Tanya segir líka að jafnrétti sé ákvörðun sem þurfi að fylgja eftir; alltaf og alls staðar. Ekki bara að tala um jafnrétti á góðviðrisdögum. „Því það er eins og þegar að við segjumst ætla að borða miklu meira grænmeti en förum þess í stað út í búð og kaupum okkur fullt af nammi,“ segir Tanya og hlær. Hjá Alvotech starfa um eitt þúsund manns og þar er kynjahlutfall jafnt. „Þetta var bara ákvörðun sem við tókum. Um að svona viljum við vera: Fyrirtæki þar sem jafnrétti ríkir. Auðvitað tók þetta tíma, en það er líka allt í lagi. Á endanum næst markmiðið og árangurinn skilar sér alltaf,“ segir Tanya og vísar þar til þess að fjölbreytileikinn skili sér alltaf í meiri ávinningi fyrir fyrirtækið á endanum. „Og ég get alveg sagt þér það að jafnt hlutfall kynja í lyfjageiranum úti í heimi telst mjög óvanalegt. Og því langt frá því að hafa verið sjálfgefið að ná því markmiði. En við hnikuðum bara ekki frá þeirri ákvörðun um að svona erum við og svona viljum við vera.“ Tanya hefur tekið þátt í viðburðum víða um heim sem snúast um að auka hlutdeild kvenna í atvinnulífinu. Hún segir Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík einstaklega vel heppnaðan viðburð því þar snúist samkoman ekki um að dreypa á freyðivíni og mingla, heldur að miðla upplýsingum og reynslu til að auka líkurnar á því að jafnrétti náist. „Á Heimsþinginu er maður að heyra og sjá mjög mikið af upplýsingum og staðreyndum. Sem er svo sterkt að miðla. Því með staðreyndum verðum við betri í allri orðræðu um jafnrétti. Eigum auðveldara með að vísa í staðreyndir og gögn þegar talið berst að þessum málum.“ En er ekki ákveðinn galli að þetta eru fyrst og fremst alltaf konur að tala við konur um jafnrétti? „Jú vissulega. En veistu hvað: Einhver þarf að halda þessu á lofti og það voru jú konur sem voru að halda uppi jafnréttisorðræðunni hér á árum áður og án þeirra værum við ekki hér. Gaman var að sjá að ein verðlaunin á þinginu voru afhent til þeirra sem skipulögðu kvennafrídaginn 1975, sem hefur skilið eftir svo sterk spor í okkar íslensku jafnréttissögu. Ef við værum ekki að því þá væri enginn að tala um þetta,“ svarar Tanya strax og staðfestir enn og aftur hvernig hægt er að líta með jákvæðum augum á allar hliðar málsins um jafnréttismálin. „Síðan er það svo jákvætt að sjá hversu mikil og jákvæð þróun hefur verið á Íslandi. Því hér höfum við það umfram margar þjóðir að hafa fengið sterkar fyrirmyndir snemma. Frú Vigdís Finnbogadóttir kannski sú allra stærsta en við skulum samt ekki gleyma því að það mátti litlu muna að hún næði forsetakjörinu á sínum tíma,“ segir Tanya og bætir við: „Með sterka fyrirmynd höfum við náð þessu forskoti. Mér finnst til dæmis mjög jákvætt að sjá hvernig „Succession Planning, “ sem á íslensku kallast arftakaáætlun, er að verða skipulagðari og mögulega að sýna árangur hjá íslenskum fyrirtækjum. Þar sem stjórnendur framtíðarinnar eru að koma upp innan frá. Ég nefni sem dæmi Margréti í Nova eða Ástu hjá Festi og gæti svo sem nefnt fleiri. Stjórnir og stjórnendur geta skipulagt sig til framtíðar til að ala upp framtíðarleitogam og horfti til sínna hæfustu stjórnenda sem eru nú þegar í fyrirtækjumog ein birtingarmyndin af því sem gerist þá er að fleiri konur ráðast til æðstu starfa.“ Tanya segir að auðvitað gildi það sama um konur og karla að ekki vilji allir verða forstjórar eða stjórar yfir höfuð. Fyrir atvinnulífið skipti það samt svo miklu máli að nýta mannauð og hæfni til hins ýtrasta. Það þurfa því allir að pressa á að jafnréttishugsunin sé til staðar. Fjárfestar þar á meðal. Og ég held að það sé að verða ákveðin vakning. Að fleiri konur séu að taka við keflinu fyrr en áður. Konur um og upp úr fertugu sem hafa áhuga á stjórnunarstöðum og eru farnar að stýra fyrirtækjum sem eru ekkert endilega skráð á markað í dag. En svo sannarlega geta orðið að fyrirtækjum sem verða það.“
Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Stjórnun Mannauðsmál Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. 14. nóvember 2023 20:10 Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 10. nóvember 2023 14:08 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
„Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01
Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. 14. nóvember 2023 20:10
Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38
Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29
Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 10. nóvember 2023 14:08