Segir almennan lesskilning duga til að sjá að dómarinn sé ekki vanhæfur Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2023 21:17 Sveinn Andri vill meina að nú sé hryðjuverkamálið tafið enn frekar vegna „algjörar þvælu“. Vísir/Hulda Margrét Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu svokallaða, er hjartanlega ósammála niðurstöðu Landsréttar um að Daði Kristjánsson dómari sé vanhæfur. Dómaranum hefur verið gert að víkja frá málinu. „Ég vill meina að við höfum fært góð rök fyrir því að dómarinn sé alls ekki vanhæfur. Enda er verið teygja úr hans orðum með því að túlka þau sem svo að hann sé með einhverjum hætti að tjá sig efnislega um málið,“ segir Sveinn og heldur því fram að það þurfi einungis „almennan lesskilning“ til að átta sig á því. „En Landsréttur hefur ákveðið að láta saksóknara njóta vafans. Vegna lítils háttar blæbrigða í einhverjum skilningi á orðum dómarans mætti mögulega og hugsanlega túlka þau sem einhvers konar skoðun hans á málinu.“ Sveinn segist hafa mótmælt meintu vanhæfi þar sem hann treysti umræddum dómara og að hann teldi hann hæfan. Aðspurður um hvaða áhrif ákvörðun Landsréttar muni hafa á málið segir Sveinn Andri það ekki gott að segja. Líklega muni hún þó tefja málið enn frekar. „Nú er málið allt saman í uppnámi varðandi tímafaktorinn. Það eru ákveðin álitaefni sem á enn eftir að leysa úr áður en aðalmeðferðin getur hafist. Þannig það er enn verið að tefja málið út af algjörri þvælu, sem átti aldrei að bera á borð,“ segir hann og bætir við að ákvörðunin bæti óvissu í málið sem sé ekki góð fyrir sakborningana. Dómari í utandeild en saksóknari í ensku Þá vill Sveinn Andri meina að Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, hafi sýnt fram á vanhæfi sitt í málinu. Hann bendir á að í íslenskum sakamálum þurfi bæði dómari og saksóknari að vera hlutlausir í sinni vinnu. Hann telur Karl ekki hafa verið það. Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt vinnubrögð hins opinbera í hryðjuverkamálinu, en hann hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að rannsókn lögreglunnar í málinu. Um Karl Inga segir Sveinn: „Það ætti að vera búið að henda honum úr málinu tuttugu sinnum út af brotum hans á hlutleysisreglum. Ef dómari málsins er leikmaður í íslensku utandeildarliði þegar kemur að vanhæfi, þá er saksóknari úrvalsdeildinni ensku. Hann ber höfuð og herðar yfir dómarann þegar kemur að vanhæfi og hlutdrægni.“ Sveinn Andri segir koma til skoðunar að krefjast þess að saksóknari víki sæti. Hann er á þeirri skoðun að sakamálið sem höfðað sé gegn sakborningunum tveimur sé „mission í því að bjarga andliti ríkislögreglustjóra“ sem Sveinn telur að hafi farið með offorsi í málinu. Fréttastofa náði tali af Karli Inga fyrr í kvöld og spurði hvort hann væri ánægður með úrskurð Landsréttar. „Ég er ekkert sérstaklega ánægður, frekar en óánægður. Við erum bara að fara eftir ákveðnum leikreglum. Svona er ferill málsins.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
„Ég vill meina að við höfum fært góð rök fyrir því að dómarinn sé alls ekki vanhæfur. Enda er verið teygja úr hans orðum með því að túlka þau sem svo að hann sé með einhverjum hætti að tjá sig efnislega um málið,“ segir Sveinn og heldur því fram að það þurfi einungis „almennan lesskilning“ til að átta sig á því. „En Landsréttur hefur ákveðið að láta saksóknara njóta vafans. Vegna lítils háttar blæbrigða í einhverjum skilningi á orðum dómarans mætti mögulega og hugsanlega túlka þau sem einhvers konar skoðun hans á málinu.“ Sveinn segist hafa mótmælt meintu vanhæfi þar sem hann treysti umræddum dómara og að hann teldi hann hæfan. Aðspurður um hvaða áhrif ákvörðun Landsréttar muni hafa á málið segir Sveinn Andri það ekki gott að segja. Líklega muni hún þó tefja málið enn frekar. „Nú er málið allt saman í uppnámi varðandi tímafaktorinn. Það eru ákveðin álitaefni sem á enn eftir að leysa úr áður en aðalmeðferðin getur hafist. Þannig það er enn verið að tefja málið út af algjörri þvælu, sem átti aldrei að bera á borð,“ segir hann og bætir við að ákvörðunin bæti óvissu í málið sem sé ekki góð fyrir sakborningana. Dómari í utandeild en saksóknari í ensku Þá vill Sveinn Andri meina að Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, hafi sýnt fram á vanhæfi sitt í málinu. Hann bendir á að í íslenskum sakamálum þurfi bæði dómari og saksóknari að vera hlutlausir í sinni vinnu. Hann telur Karl ekki hafa verið það. Sveinn Andri hefur áður gagnrýnt vinnubrögð hins opinbera í hryðjuverkamálinu, en hann hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að rannsókn lögreglunnar í málinu. Um Karl Inga segir Sveinn: „Það ætti að vera búið að henda honum úr málinu tuttugu sinnum út af brotum hans á hlutleysisreglum. Ef dómari málsins er leikmaður í íslensku utandeildarliði þegar kemur að vanhæfi, þá er saksóknari úrvalsdeildinni ensku. Hann ber höfuð og herðar yfir dómarann þegar kemur að vanhæfi og hlutdrægni.“ Sveinn Andri segir koma til skoðunar að krefjast þess að saksóknari víki sæti. Hann er á þeirri skoðun að sakamálið sem höfðað sé gegn sakborningunum tveimur sé „mission í því að bjarga andliti ríkislögreglustjóra“ sem Sveinn telur að hafi farið með offorsi í málinu. Fréttastofa náði tali af Karli Inga fyrr í kvöld og spurði hvort hann væri ánægður með úrskurð Landsréttar. „Ég er ekkert sérstaklega ánægður, frekar en óánægður. Við erum bara að fara eftir ákveðnum leikreglum. Svona er ferill málsins.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. 16. júní 2023 07:00