Með árunum hafa jólatónleikar orðið hluti af jólahaldi Íslendinga.
„Við höfum ekki haldið jólatónleika saman í þessi þrettán ár, bara tekið þátt í öðrum jólatónleikum í sitthvoru lagi,“ segir Margrét Eir í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
„Núna erum við að láta gamlan draum rætast og fara í öll Frostrósarlögin,“ segir Hera Björg en tónleikarnir þeirra verða í Eldborgarsalnum í Hörpunni þann 8. desember.
Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins þar sem rætt er við þær báðar en hægt er að sjá innslagið í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur.