Sigurgeir Jónsson: Ágætis kaflar en mistök og klúður gerðu okkur erfitt fyrir Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2023 22:23 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Stjarnan mátti þola enn eitt tapið í Olís deild kvenna þegar liðið heimsótti Fram í Úlfarsárdalinn. Eftir góða byrjun misstu þær algjörlega tökin á leiknum í seinni hálfleik og töpuðu að endingu með ellefu mörkum, 33-22. „Ekki gott, bara allt annað en við ætluðum okkur. Misstum þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks, ágætis kaflar í fyrri hálfleik en samt ýmislegt sem við ætluðum að laga. Tæknileg mistök og klúður í dauðafærum, vörnin lekur í seinni, gerðum okkur erfitt fyrir og hleyptum þeim fram úr“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, um leikinn í viðtali við blaðamann eftir að lokaflautið gall. Stjarnan hélt vel í heimakonur lengst af í fyrri hálfleiknum og þær sýndu snilldartakta inn á milli, en gerðust margsinnis sekar um klaufaleg mistök og slakan varnarleik. „Við þurfum að reyna að slípa okkur betur saman, auka samskipti og talanda. Missum utanvert inn á milli og þessar línusendingar voru alltof auðveldar hjá þeim, þurftum að láta þær frekar skjóta á blokkina hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í í pásunni og mæta grimmar til leiks í janúar. “ Nú tekur langt landsleikjahlé við vegna Heimsmeistaramótsins. Næsta umferð fer ekki fram fyrr en í ársbyrjun 2024. Sigurgeir sagði liðið ætla að nýta tímann vel til æfinga og snúa gengi sínu við í seinni hluta mótsins. „Það þarf bara að nýta tímann vel, tökum smá frí núna en svo æfum við á fullu og æfum vel. Það eru alls konar smá hlutir sem við getum lagað og þurfum að vinna í.“ Stjarnan er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, Afturelding er einu stigi og sæti ofar, Þór/KA er svo tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Hefurðu enn fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Alveg fulla trú, það er ágætt þannig séð að fá þessa pásu núna. Svo koma leikir sem við þurfum að klára á móti þessum liðum í kringum okkur. Við eigum fyrsta leik við Þór/KA, sem er bara 'do or die' leikur strax. Reynum að nýta þessa pásu, fáum tíma til að endurstilla okkur og mæta með fullt sjálfstraust“ sagði Sigurgeir vongóður að lokum. Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
„Ekki gott, bara allt annað en við ætluðum okkur. Misstum þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks, ágætis kaflar í fyrri hálfleik en samt ýmislegt sem við ætluðum að laga. Tæknileg mistök og klúður í dauðafærum, vörnin lekur í seinni, gerðum okkur erfitt fyrir og hleyptum þeim fram úr“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, um leikinn í viðtali við blaðamann eftir að lokaflautið gall. Stjarnan hélt vel í heimakonur lengst af í fyrri hálfleiknum og þær sýndu snilldartakta inn á milli, en gerðust margsinnis sekar um klaufaleg mistök og slakan varnarleik. „Við þurfum að reyna að slípa okkur betur saman, auka samskipti og talanda. Missum utanvert inn á milli og þessar línusendingar voru alltof auðveldar hjá þeim, þurftum að láta þær frekar skjóta á blokkina hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í í pásunni og mæta grimmar til leiks í janúar. “ Nú tekur langt landsleikjahlé við vegna Heimsmeistaramótsins. Næsta umferð fer ekki fram fyrr en í ársbyrjun 2024. Sigurgeir sagði liðið ætla að nýta tímann vel til æfinga og snúa gengi sínu við í seinni hluta mótsins. „Það þarf bara að nýta tímann vel, tökum smá frí núna en svo æfum við á fullu og æfum vel. Það eru alls konar smá hlutir sem við getum lagað og þurfum að vinna í.“ Stjarnan er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, Afturelding er einu stigi og sæti ofar, Þór/KA er svo tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Hefurðu enn fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Alveg fulla trú, það er ágætt þannig séð að fá þessa pásu núna. Svo koma leikir sem við þurfum að klára á móti þessum liðum í kringum okkur. Við eigum fyrsta leik við Þór/KA, sem er bara 'do or die' leikur strax. Reynum að nýta þessa pásu, fáum tíma til að endurstilla okkur og mæta með fullt sjálfstraust“ sagði Sigurgeir vongóður að lokum.
Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00