Hinn fjórtán ára Charlie Woods hjálpaði nefnilega liði menntaskólans síns að vinna liðamót í Flórída. Hann var með fjórða besta árangurinn í sínu liði en hann lék á 78 og 76 höggum.
Tiger fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna mótið. Hann var þó ekki kylfuberi fyrir hann eins og hann var á unglingamóti í síðustu viku.
Tiger vann aldrei liðamót í menntaskóla því ekki voru haldin slík mót í Kaliforníu á þeim tíma.
Ekki liggur hvenær hinn 47 ára Tiger snýr aftur á golfvöllinn en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla.
Tiger stefnir á að keppa í nýrri liðadeild sem þeir Rory McIlroy stofnuðu. Hún nefnist TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni.
Charlie Woods fæddist 8. febrúar 2009. Hann er annað barn Tigers og Elinar Nordegren, fyrrverandi eiginkonu hans. Þau eiga einnig dótturina Sam.