Myndir af Friðriki með Genovevu á Spáni vekja athygli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2023 11:23 Friðrik hefur ekki tjáð sig um málið. EPA-EFE/IDA MARIE ODGAARD Erlendir slúðurmiðlar hafa birt myndir þar sem fullyrt er að megi sjá Friðrik krónprins af Danmörku ganga götur Madríd borgar í för með mexíkönsku athafnakonunni Genovevu Casanova. Þá virðist hann einnig sjást yfirgefa hús hennar eftir fataskipti. Bæði hafa þvertekið fyrir að nokkuð hafi átt sér stað á milli þeirra. Slúðurblöð á Spáni hafa hins vegar ekki hætt að fjalla um málið og hafa nú birt myndir af þeim Friðriki og Genovevu saman. Eins og fram hefur komið hafa spænskir miðlar haldið því fram að Friðrik og Genoveva hafi farið saman á listasafn í Madríd. Þau hafi þar eytt nótt saman. Á sama tíma hafa danskir miðlar greint frá því að María krónprinsessa hafi á sama tíma verið í New York. Þetta hafi verið í lok október fyrir mánuði síðan. Ferð Maríu hafi verið formleg og tilkynnt sem slík en ekki ferðalag Friðriks. Spænska slúðurblaðið Lecturas hefur fullyrt að þau Friðrik og Genoveva hafi hvort um sig mætt í íbúðarhúsnæði þar sem hún býr í sitthvoru lagi um kvöldmatarleyti. Þau hafi síðan yfirgefið húsið saman og hafi þá verið búin að skipta um föt. Nú hafa birst myndir af prinsinum þar sem má sjá hann á gangi í bláum jakka og brúnum buxum. Fullyrða spænsku blöðin að þar sé prinsinn á ferðinni, á leið heim til Genovevu. Á annarri mynd má sjá hann með Genovevu í öðrum fötum og segja spænsku blöðin þetta vera sama kvöldið. Genoveva hefur sjálf sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hún hafnar staðhæfingum um að hún eigi í sambandi við Friðrik. Þá gagnrýnir hún fréttaflutning spænskra slúðurmiðla og segir hann skaðlegan, auk þess sem hann brengli raunveruleikann. Friðrik og María hafa verið gift í nítján ár. Þau kynntust í heimalandi Maríu í Ástralíu árið 2000 og vakti ráðahagurinn heimsathygli á sínum tíma. Pictures that rocked Danish royalty: Crown Prince Frederik of Denmark and Mexican socialite Genoveva Casanova's night out in Madrid without his wife Princess Mary https://t.co/hfwMbl4oVt pic.twitter.com/3lxw6VBQ3u— Daily Mail Online (@MailOnline) November 14, 2023 Kóngafólk Danmörk Spánn Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Bæði hafa þvertekið fyrir að nokkuð hafi átt sér stað á milli þeirra. Slúðurblöð á Spáni hafa hins vegar ekki hætt að fjalla um málið og hafa nú birt myndir af þeim Friðriki og Genovevu saman. Eins og fram hefur komið hafa spænskir miðlar haldið því fram að Friðrik og Genoveva hafi farið saman á listasafn í Madríd. Þau hafi þar eytt nótt saman. Á sama tíma hafa danskir miðlar greint frá því að María krónprinsessa hafi á sama tíma verið í New York. Þetta hafi verið í lok október fyrir mánuði síðan. Ferð Maríu hafi verið formleg og tilkynnt sem slík en ekki ferðalag Friðriks. Spænska slúðurblaðið Lecturas hefur fullyrt að þau Friðrik og Genoveva hafi hvort um sig mætt í íbúðarhúsnæði þar sem hún býr í sitthvoru lagi um kvöldmatarleyti. Þau hafi síðan yfirgefið húsið saman og hafi þá verið búin að skipta um föt. Nú hafa birst myndir af prinsinum þar sem má sjá hann á gangi í bláum jakka og brúnum buxum. Fullyrða spænsku blöðin að þar sé prinsinn á ferðinni, á leið heim til Genovevu. Á annarri mynd má sjá hann með Genovevu í öðrum fötum og segja spænsku blöðin þetta vera sama kvöldið. Genoveva hefur sjálf sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hún hafnar staðhæfingum um að hún eigi í sambandi við Friðrik. Þá gagnrýnir hún fréttaflutning spænskra slúðurmiðla og segir hann skaðlegan, auk þess sem hann brengli raunveruleikann. Friðrik og María hafa verið gift í nítján ár. Þau kynntust í heimalandi Maríu í Ástralíu árið 2000 og vakti ráðahagurinn heimsathygli á sínum tíma. Pictures that rocked Danish royalty: Crown Prince Frederik of Denmark and Mexican socialite Genoveva Casanova's night out in Madrid without his wife Princess Mary https://t.co/hfwMbl4oVt pic.twitter.com/3lxw6VBQ3u— Daily Mail Online (@MailOnline) November 14, 2023
Kóngafólk Danmörk Spánn Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira