Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2023 20:30 Kokkarnir í kokkalandsliðinu, sem munu keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart í Þýskalandi í byrjun febrúar 2024. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. Það er meira en nóg að gera hjá landsliðinu að æfa sig fyrir Ólympíuleikana en allar æfingarnar fara fram fyrir utan hefðbundinn vinnutíma hjá kokkunum á þeirra vinnustöðum. Í gærkvöldi var hópi fólks boðið í mat í húsi Fagfélaganna í Reykjavík þar sem Olympíuréttirnir voru prófaðir og fór engin svikin heim eftir þá máltíð. 12 kokkar skipa landsliðið. „Já, þetta er alltaf rosalega spennandi og gaman að sjá þessa frábæru ungu matreiðslumenn vera að gera þessa frábæru hluti, sem við sjáum hér í dag. Það er sérstaklega gaman að sjá stuttu fyrir mót hvað þau eru klár í mótið,” segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og bætir við. „Við stefnum á pall, það er ekkert annað sem kemur til greina.” Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem er mjög spenntur fyrir gengi liðsins á Ólympíuleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landsliðið er að sjálfsögðu með sinn eigin landsliðsþjálfara, sem heitir Snædís Jónsdóttir. „Það er mikil pressa á okkur og við erum mjög spennt að mæta og keppa. Við verðum með þorsk í forrétt, aðalréttur verður lamb og í eftirrétt verðum við með hindber.” Segir Snædís. Og ætlið þið bara ekki að rústa þessa? „Það er allavega stefnan,” segir hún og skellihlær. Snædís Jónsdóttir, sem er þjálfari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Ólöf Ólafsdóttir, sem eru í landsliðinu segja það ótrúlega skemmtilegt en mikla vinnu. Og landsliðið er með sérstakan uppvaskara, sem er mjög mikilvægt hlutverk enda þarf allt að vera hreint og fínt í eldhúsinu, sem eldað er í. En hvernig verður maður góður uppvaskari? Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að vera snöggur, að hafa allt hreint og vera alltaf tilbúin að hlaupa til,” segir Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins. Sex aðstoðarmenn aðstoða landsliðið við ýmis verk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kokkalandsliðið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Það er meira en nóg að gera hjá landsliðinu að æfa sig fyrir Ólympíuleikana en allar æfingarnar fara fram fyrir utan hefðbundinn vinnutíma hjá kokkunum á þeirra vinnustöðum. Í gærkvöldi var hópi fólks boðið í mat í húsi Fagfélaganna í Reykjavík þar sem Olympíuréttirnir voru prófaðir og fór engin svikin heim eftir þá máltíð. 12 kokkar skipa landsliðið. „Já, þetta er alltaf rosalega spennandi og gaman að sjá þessa frábæru ungu matreiðslumenn vera að gera þessa frábæru hluti, sem við sjáum hér í dag. Það er sérstaklega gaman að sjá stuttu fyrir mót hvað þau eru klár í mótið,” segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og bætir við. „Við stefnum á pall, það er ekkert annað sem kemur til greina.” Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem er mjög spenntur fyrir gengi liðsins á Ólympíuleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landsliðið er að sjálfsögðu með sinn eigin landsliðsþjálfara, sem heitir Snædís Jónsdóttir. „Það er mikil pressa á okkur og við erum mjög spennt að mæta og keppa. Við verðum með þorsk í forrétt, aðalréttur verður lamb og í eftirrétt verðum við með hindber.” Segir Snædís. Og ætlið þið bara ekki að rústa þessa? „Það er allavega stefnan,” segir hún og skellihlær. Snædís Jónsdóttir, sem er þjálfari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Ólöf Ólafsdóttir, sem eru í landsliðinu segja það ótrúlega skemmtilegt en mikla vinnu. Og landsliðið er með sérstakan uppvaskara, sem er mjög mikilvægt hlutverk enda þarf allt að vera hreint og fínt í eldhúsinu, sem eldað er í. En hvernig verður maður góður uppvaskari? Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að vera snöggur, að hafa allt hreint og vera alltaf tilbúin að hlaupa til,” segir Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins. Sex aðstoðarmenn aðstoða landsliðið við ýmis verk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kokkalandsliðið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira