Ungmennaþing á Hvolsvelli – hlustað á börn og unglinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2023 14:31 Oddur Helgi Ólafsson, formaður ungmennaráðs Rangárþings eystram sem er allt í öllu í sambandi við ungmennaþingið á Hvolsvelli í dag. Aðsend Það var mikið um að vera á Hvolsvelli í dag því þá fór fram ungmennaþing þar sem unga fólkið ræddi skólamál, félagslíf, menningu og fræðslumál. Tillögum þingsins verður síðan komið til sveitarstjórnar með von um úrbætur um það sem betur mætti fara. Ungmennaþing Rangárþings eystra hófst klukkan hálf ellefu í morgun í Hvolsskóla þar sem nemendur í 1. til 6. bekk sátu þingið fram til hádegis og eftir hádegi voru það nemendur í 7. bekk og eldri sem sátu þingið. Oddur Helgi Ólafsson er formaður ungmennaráðs og veit allt um ungmennaþing dagsins. „Þetta er þriðja árið í röð, sem við gerum þetta og við höldum þing, sem þetta bara til að heyra raddir unga fólksins. Við erum orðið barnvænt samfélag og okkur finnst mjög mikilvægt og stjórnsýslunni þykir það líka mjög mikilvægt að heyra hvað börn og unglingar hafa að segja um málefni sveitarfélagsins,“ segir Oddur Helgi. Ungmennaþingið fer fram í dag í Hvolsskóla á Hvolsvelli.Aðsend Þetta er mjög vel gert hjá ykkur og flott framtak. „Já þakka þér fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það eru allir mjög stoltir af þessu. Ég vil bara segja að sveitarstjórnin hefur verið mjög samvinnuþýð í þessu og það eru allir bara mjög jákvæðir fyrir ungmennaráðinu.“ Oddur Helgi segir mörg mál vera á dagskrá í dag, meðal annars um félagslíf unga fólksins og menningarmál. „Og svo eru sumir göngustígar illa upplýstir og þetta eru auðvitað það sem börnin taka eftir því þau eru ekki að keyra, þau eru að ganga göngustígana, sem þarf greinilega að lýsa upp betur,“ segir Oddur Helgi og bætir við. „Við tökum svo saman niðurstöðurnar og sendum á sveitarstjórn og þau vinna úr þessum málum, skoða hvað börnin og unglingarnir hafa að segja og vinna úr þessum og framkvæma sem þau geta framkvæmt". Mikil ánægja er hjá íbúum Rangárþings eystra með ungmennaþingið og að börn og unglingar fá að hafa áhrif í sveitarfélaginu með þingi sem þessu.Aðsend Rangárþing eystra Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Ungmennaþing Rangárþings eystra hófst klukkan hálf ellefu í morgun í Hvolsskóla þar sem nemendur í 1. til 6. bekk sátu þingið fram til hádegis og eftir hádegi voru það nemendur í 7. bekk og eldri sem sátu þingið. Oddur Helgi Ólafsson er formaður ungmennaráðs og veit allt um ungmennaþing dagsins. „Þetta er þriðja árið í röð, sem við gerum þetta og við höldum þing, sem þetta bara til að heyra raddir unga fólksins. Við erum orðið barnvænt samfélag og okkur finnst mjög mikilvægt og stjórnsýslunni þykir það líka mjög mikilvægt að heyra hvað börn og unglingar hafa að segja um málefni sveitarfélagsins,“ segir Oddur Helgi. Ungmennaþingið fer fram í dag í Hvolsskóla á Hvolsvelli.Aðsend Þetta er mjög vel gert hjá ykkur og flott framtak. „Já þakka þér fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það eru allir mjög stoltir af þessu. Ég vil bara segja að sveitarstjórnin hefur verið mjög samvinnuþýð í þessu og það eru allir bara mjög jákvæðir fyrir ungmennaráðinu.“ Oddur Helgi segir mörg mál vera á dagskrá í dag, meðal annars um félagslíf unga fólksins og menningarmál. „Og svo eru sumir göngustígar illa upplýstir og þetta eru auðvitað það sem börnin taka eftir því þau eru ekki að keyra, þau eru að ganga göngustígana, sem þarf greinilega að lýsa upp betur,“ segir Oddur Helgi og bætir við. „Við tökum svo saman niðurstöðurnar og sendum á sveitarstjórn og þau vinna úr þessum málum, skoða hvað börnin og unglingarnir hafa að segja og vinna úr þessum og framkvæma sem þau geta framkvæmt". Mikil ánægja er hjá íbúum Rangárþings eystra með ungmennaþingið og að börn og unglingar fá að hafa áhrif í sveitarfélaginu með þingi sem þessu.Aðsend
Rangárþing eystra Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira