Ofbeldi á aldrei rétt á sér Kristín Snorradóttir skrifar 30. nóvember 2023 13:31 Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi. Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur. Það er því samfélagslega hagkvæmt að mæta þolendum ofbeldis og vímuefnaneytendum. Á síðustu árum má sjá hvernig ofbeldi hefur stigmagnast og hefur leitt til manndráps í einhverjum tilfellum. Glögglega má sjá á fréttaflutningi vegna þannig mála að svo sé og einnig má nefna að vopnaburður hefur aukist. Er þörf fyrir úrræði eins og Bjarmahlíð á Akureyri? Já, svo sannarlega er þörf fyrir skilvirk úrræði fyrir þolendur ofbeldis af hvaða tagi sem er og hjá Bjarmahlíð hefur þeim fjölgað sem leita þangað eftir hjálp. Það ber að fagna því að fólk leitar sér aðstoðar og að öllum er gert kleift að fá hjálp þeim að kostnaðarlausu. Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf, aðstoð og upplýsingar fyrir fólk sem beitt hefur verið ofbeldi. Bjarmahlíð er staðsett á Akureyri og þjónustar allt Norður-og Austurland, auk þess sem Bjarmahlíð hefur lagt suðvesturhorninu lið vegna mikilla biðlista þar. Í Bjarmahlíð eru allir þolendur velkomnir og fá þjónustu við hæfi, byrjað er á því að greina hvað hver einstaklingur þarfnast og lögð áhersla á að beina þolendum í þá þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Bjarmahlíð vinnur með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Þjónustan er einstaklingsmiðuð þar sem virðing er borin fyrir reynslu hvers og eins enda er hún margsskonar. Sem dæmi er ekki óalgengt að þolandi ofbeldis leiti í sjálfsásökun, skömm og niðurrif. Því er það hluti af ráðgjöfinni í Bjarmahlíð að vera valdeflandi og benda á að ofbeldi á aldrei rétt á sér. Mikilvægt að við getum farið í öflugt fræðslu og forvarnarstarf. Bjarmahlíð veitir svokallaða lágþröskuldaþjónustu sem miðar að því að grípa þolandann, valdefla og að vísa í viðeigandi úrræði sem Bjarmahlíð er í samstarfi við eða benda fólki á utanaðkomandi úrræði. Með öðrum orðum að þolandinn þarf ekki að rekast á veggi kerfisins heldur fær leiðsögn sem greiðir leiðina. Lögð er áhersla á teymisvinnu þeirra stofnana og samtaka sem koma að þjónustu við þolendur ofbeldis. Gott samstarf er við velferðarþjónustu sveitafélaganna, heilsugæslu, lögreglu, kvennaráðgjöfina og mannréttindastofu. Auk þess vinnur Bjarmahlíð mjög náið með Aflinu sem veitir áfallamiðaða ráðgjöf til þolenda þeim að kostnaðalausu sem og Kvennaathvarfinu og Píetasamtökunum. Teymisvinna þessara aðila verður til þess að fólk fær skjótari þjónustu og fær þann stuðning sem það þarfnast í áfalli. Þolendum er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi á þeirra forsendum og þeim að kostnaðarlausu. Þetta er áfallamiðuð þjónusta sem er sérsniðin að þeim sem verða fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Markmið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið. Fyrirhuguð er forvarnar-og fræðsluherferð þar sem vonast er til að ná til sem flestra 16 ára og eldri, en það er sá hópur sem fær þjónustu Bjarmahlíðar. Eins og algengt er með grasrótarstarf er Bjarmahlíð rekin að mestu leiti á styrkjum frá velferðakerfinu sem og fyrirtækjum og öðrum stofnunum. Brýnt er að samfélagið horfist í augu við vandann sem við er að etja og leggi starfinu lið með því að úrræði eins og Bjarmahlíð fái stöðugt fjármagn af fjárlögum til þess að starfið geti eflst og þróast. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að byggja upp sterka einstaklinga. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi. Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur. Það er því samfélagslega hagkvæmt að mæta þolendum ofbeldis og vímuefnaneytendum. Á síðustu árum má sjá hvernig ofbeldi hefur stigmagnast og hefur leitt til manndráps í einhverjum tilfellum. Glögglega má sjá á fréttaflutningi vegna þannig mála að svo sé og einnig má nefna að vopnaburður hefur aukist. Er þörf fyrir úrræði eins og Bjarmahlíð á Akureyri? Já, svo sannarlega er þörf fyrir skilvirk úrræði fyrir þolendur ofbeldis af hvaða tagi sem er og hjá Bjarmahlíð hefur þeim fjölgað sem leita þangað eftir hjálp. Það ber að fagna því að fólk leitar sér aðstoðar og að öllum er gert kleift að fá hjálp þeim að kostnaðarlausu. Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf, aðstoð og upplýsingar fyrir fólk sem beitt hefur verið ofbeldi. Bjarmahlíð er staðsett á Akureyri og þjónustar allt Norður-og Austurland, auk þess sem Bjarmahlíð hefur lagt suðvesturhorninu lið vegna mikilla biðlista þar. Í Bjarmahlíð eru allir þolendur velkomnir og fá þjónustu við hæfi, byrjað er á því að greina hvað hver einstaklingur þarfnast og lögð áhersla á að beina þolendum í þá þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Bjarmahlíð vinnur með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Þjónustan er einstaklingsmiðuð þar sem virðing er borin fyrir reynslu hvers og eins enda er hún margsskonar. Sem dæmi er ekki óalgengt að þolandi ofbeldis leiti í sjálfsásökun, skömm og niðurrif. Því er það hluti af ráðgjöfinni í Bjarmahlíð að vera valdeflandi og benda á að ofbeldi á aldrei rétt á sér. Mikilvægt að við getum farið í öflugt fræðslu og forvarnarstarf. Bjarmahlíð veitir svokallaða lágþröskuldaþjónustu sem miðar að því að grípa þolandann, valdefla og að vísa í viðeigandi úrræði sem Bjarmahlíð er í samstarfi við eða benda fólki á utanaðkomandi úrræði. Með öðrum orðum að þolandinn þarf ekki að rekast á veggi kerfisins heldur fær leiðsögn sem greiðir leiðina. Lögð er áhersla á teymisvinnu þeirra stofnana og samtaka sem koma að þjónustu við þolendur ofbeldis. Gott samstarf er við velferðarþjónustu sveitafélaganna, heilsugæslu, lögreglu, kvennaráðgjöfina og mannréttindastofu. Auk þess vinnur Bjarmahlíð mjög náið með Aflinu sem veitir áfallamiðaða ráðgjöf til þolenda þeim að kostnaðalausu sem og Kvennaathvarfinu og Píetasamtökunum. Teymisvinna þessara aðila verður til þess að fólk fær skjótari þjónustu og fær þann stuðning sem það þarfnast í áfalli. Þolendum er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi á þeirra forsendum og þeim að kostnaðarlausu. Þetta er áfallamiðuð þjónusta sem er sérsniðin að þeim sem verða fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Markmið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið. Fyrirhuguð er forvarnar-og fræðsluherferð þar sem vonast er til að ná til sem flestra 16 ára og eldri, en það er sá hópur sem fær þjónustu Bjarmahlíðar. Eins og algengt er með grasrótarstarf er Bjarmahlíð rekin að mestu leiti á styrkjum frá velferðakerfinu sem og fyrirtækjum og öðrum stofnunum. Brýnt er að samfélagið horfist í augu við vandann sem við er að etja og leggi starfinu lið með því að úrræði eins og Bjarmahlíð fái stöðugt fjármagn af fjárlögum til þess að starfið geti eflst og þróast. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að byggja upp sterka einstaklinga. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar.
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun