Royal&Ancient Golf klúbburinn frá St. Andrews hefur unnið að hugmyndinni, í sameiningu við Golfsamband Bandaríkjanna. Hugmyndin sem þeir hallast að er að hverfa aftur í tímann og banna langfleygu boltanna sem spilað er með í dag.
N-írski kylfingurinn Rory Mcllroy sneri til samfélagsmiðlanna í dag og lýsti yfir stuðningi við hugmyndina.
I don’t understand the anger about the golf ball roll back. It will make no difference whatsoever to the average golfer and puts golf back on a path of sustainability. It will also help bring back certain skills in the pro game that have been eradicated over the past 2 decades.…
— Rory McIlroy (@McIlroyRory) December 3, 2023
Hann sagðist skilja ósættið en heldur því fram að meðalspilarinn muni ekki fyrir neinni breytingu og heilt yfir muni þetta verða heillaskref fyrir íþróttina.
'Bifurcation' hugmyndin sem Mcllroy talar um var sú að aðskilja atvinnumanna-bolta og áhugamannabolta. Mótshaldarar mættu þannig setja hömlur á keppendur og takmarka boltaúrvalið. Boltarnir sem yrðu notaðir í staðinn væru ekki færir um að ferðast jafn langt og aðrir.
Hugmyndin fékk ekki góðan hljómgrunn en Mcllroy telur peningavöld stjórna þeirri ákvörðun frekar en að hún sé tekin með heilindi leiksins í huga.