Í B-riðli vann Kamerún þriggja marka sigur á Paragvæ, 26-23, og endar í 3. sæti riðilsins. Paola Cyrielle Ebanga Baboga var markahæst í liði Kamerún með 9 mörk. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Ungverjaland eða Svartfjallaland vinni riðilinn.
Í F-riðli vann Japan ótrúlegan 32 marka sigur á Íran, lokatölur 42-10, en bæði lið voru án stiga fyrir leik dagsins. Hinata Fujiwara, Wakana Hokaguchi og Ayame Okada voru markahæstar í liði Japan með 5 mörk hver. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Þýskaland og Pólland vinni riðilinn.
Í H-riðli vann Argentína vann fimm marka sigur á Kongó, 31-26. Micaela Joana Casasola var markahæst í liði Argentínu með 7 mörk. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Holland eða Tékkland vinni riðilinn.