Enn einn Skarsgårdinn á skjánum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 14:57 Gustaf, Bill og Alexander Skarsgård hressir á góðri stundu. Albert L. Ortega/Getty Images Ossian Skarsgård, fjórtán ára sonur sænska stórleikarans Stellan Skarsgård fer með hlutverk í jóladagatali sænska ríkisútvarpsins í ár. Hann segir leiklistina heilla. Í umfjöllun Aftonbladet er haft eftir Ossian, sem er næstyngsti sonur hins 72 ára gamla stórleikara, að þrátt fyrir að leiklistin heilli sé hann ekki algjörlega búinn að ákveða hvað hann ætli að gera að ævistarfi. Ossian fer með hlutverk tröllsins Love í jóladagatalinu sem í ár ber heitið Tröllatíðindi - goðsögnin um bergtröllið. „Ég vil alveg klárlega prófa að leika meira. En ég er ekki alveg viss hvað ég vil gera svo,“ segir Ossian. Hann segir þó alveg klárt að hann vilji gera eitthvað sem tengist kvikmyndum. „Ég gæti meira að segja viljað prófa að leikstýra. Ég er frekar viss um að það ég vilji vinna við kvikmyndagerð.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ossian þegar verið viðriðinn nokkrar kvikmyndir, líkt og kvikmyndina The Wife og Burn all my letters. Hann á ekki langt að sækja leiklistargáfuna enda eru bræður hans nánast allir að starfa á því sviði. Hinn fjórtán ára gamli Ossian á ekki langt að sækja hæfileikana.TV4 Þeir Alexander Skarsgård, Gustaf Skarsgård, Bill Skarsgård og Valter Skarsgård hafa allir leikið í hinum ýmsu þekktu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Alexander lék meðal annars í True Blood þáttunum og fór með aðalhlutverkið í Northman. Gustaf leikur Loka í The Vikings þáttunum á meðan Bill hefur meðal annars leikið trúðinn Pennywise í It hryllingsmyndunum og illmennið í John Wick 4 svo fátt eitt sé nefnt. Valter vakti svo athygli í sjónvarpsþáttaröðinni Kötlu úr smiðju Baltasars Kormáks sem frumsýnd var á Netflix streymisveitunni í fyrra. Það er eitthvað í genunum hjá Stellan Skarsgård.Jeff Kravitz/Getty Bíó og sjónvarp Svíþjóð Hollywood Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Í umfjöllun Aftonbladet er haft eftir Ossian, sem er næstyngsti sonur hins 72 ára gamla stórleikara, að þrátt fyrir að leiklistin heilli sé hann ekki algjörlega búinn að ákveða hvað hann ætli að gera að ævistarfi. Ossian fer með hlutverk tröllsins Love í jóladagatalinu sem í ár ber heitið Tröllatíðindi - goðsögnin um bergtröllið. „Ég vil alveg klárlega prófa að leika meira. En ég er ekki alveg viss hvað ég vil gera svo,“ segir Ossian. Hann segir þó alveg klárt að hann vilji gera eitthvað sem tengist kvikmyndum. „Ég gæti meira að segja viljað prófa að leikstýra. Ég er frekar viss um að það ég vilji vinna við kvikmyndagerð.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ossian þegar verið viðriðinn nokkrar kvikmyndir, líkt og kvikmyndina The Wife og Burn all my letters. Hann á ekki langt að sækja leiklistargáfuna enda eru bræður hans nánast allir að starfa á því sviði. Hinn fjórtán ára gamli Ossian á ekki langt að sækja hæfileikana.TV4 Þeir Alexander Skarsgård, Gustaf Skarsgård, Bill Skarsgård og Valter Skarsgård hafa allir leikið í hinum ýmsu þekktu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Alexander lék meðal annars í True Blood þáttunum og fór með aðalhlutverkið í Northman. Gustaf leikur Loka í The Vikings þáttunum á meðan Bill hefur meðal annars leikið trúðinn Pennywise í It hryllingsmyndunum og illmennið í John Wick 4 svo fátt eitt sé nefnt. Valter vakti svo athygli í sjónvarpsþáttaröðinni Kötlu úr smiðju Baltasars Kormáks sem frumsýnd var á Netflix streymisveitunni í fyrra. Það er eitthvað í genunum hjá Stellan Skarsgård.Jeff Kravitz/Getty
Bíó og sjónvarp Svíþjóð Hollywood Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira