Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:10 Leikmenn Íslands fagna með markverðinum unga, Fanneyju Ingu Birkisdóttur. EPA-EFE/Johnny Pedersen „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. Ísland vann öflugan sigur í Viborg sem gerði það að verkum að Danmörk tókst ekki að vinna riðilinn en fyrir var ljóst að Ísland myndi enda í 3. sæti og væri á leið í umspil um að halda sæti sínu í A-deild. Það er mikilvægt fyrir undankeppni næsta Evrópumóts. Dregið verður á mánudag en Ísland getur mætt Ungverjalandi, Króatíu, Serbíu eða Bosníu. Fanney Inga var hreint út sagt frábær í kvöld og sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að þrátt fyrir að það stæði 18 ára í vegabréfinu þá væri hún um það bil þrítug í anda. „Ég hef heyrt það nokkuð oft sem er smá fyndið því foreldrar mínir eru nýorðin þrítug, eða svona, þau eru 37 ára,“ sagði Fanney Inga og hló. Fanney Inga lét alkulið í Viborg ekki fá á sig og var mjög yfirveguð í öllum sínum aðgerðum. Að öðrum ólöstuðum var hún besti leikmaður Íslands og vallarins í kvöld. „Mér leið mjög vel. Er með frábæra leikmenn fyrir framan mig, þegar maður er með svona góða leikmenn með sér í liði þarf maður ekkert að vera stressaður.“ „Ég held þetta setjist ekkert inn fyrr en ég kem heim til Íslands. Ég er enn að jafna mig eftir þjóðsönginn, það var geggjuð stund og frábært að spila þennan leik,“ sagði Fanney Inga að endingu. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Ísland vann öflugan sigur í Viborg sem gerði það að verkum að Danmörk tókst ekki að vinna riðilinn en fyrir var ljóst að Ísland myndi enda í 3. sæti og væri á leið í umspil um að halda sæti sínu í A-deild. Það er mikilvægt fyrir undankeppni næsta Evrópumóts. Dregið verður á mánudag en Ísland getur mætt Ungverjalandi, Króatíu, Serbíu eða Bosníu. Fanney Inga var hreint út sagt frábær í kvöld og sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að þrátt fyrir að það stæði 18 ára í vegabréfinu þá væri hún um það bil þrítug í anda. „Ég hef heyrt það nokkuð oft sem er smá fyndið því foreldrar mínir eru nýorðin þrítug, eða svona, þau eru 37 ára,“ sagði Fanney Inga og hló. Fanney Inga lét alkulið í Viborg ekki fá á sig og var mjög yfirveguð í öllum sínum aðgerðum. Að öðrum ólöstuðum var hún besti leikmaður Íslands og vallarins í kvöld. „Mér leið mjög vel. Er með frábæra leikmenn fyrir framan mig, þegar maður er með svona góða leikmenn með sér í liði þarf maður ekkert að vera stressaður.“ „Ég held þetta setjist ekkert inn fyrr en ég kem heim til Íslands. Ég er enn að jafna mig eftir þjóðsönginn, það var geggjuð stund og frábært að spila þennan leik,“ sagði Fanney Inga að endingu.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira