Segir Argentínumönnum að búa sig undir lostmeðferð Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2023 06:14 Javier Milei ávarpaði þjóð sína af svölum forsetahallarinnar í Buenos Aires. AP Javier Milei sagði Argentínumönnum að búa sig undir „lostmeðferð“ þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að hafa svarið embættiseið sem nýr forseti Argentínu í gær. Milei, sem er hægri popúlisti, varaði landsmenn við því að „peningarnir væru uppurnir“ og boðaði jafnframt strangar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Hinn 53 ára Milei vann óvæntan sigur í forsetakosningunum í landinu í nóvember síðastliðinn þar sem hann boðaði stórfelldar breytingar, en ástand efnahagsmála í landinu hefur verið mjög bágborið síðustu árin. Breska ríkisútvarpið segir frá því að ræða hins nýja forseta í gær hafi tekið af allan vafa um varðandi það að Argentínumenn eru í þann mund að verða vitni að stefnu í efnahagsmálum sem sé gjörólík þeirri sem fyrri forsetar hafa framfylgt. Hann sagðist munu þurfa að ráðast í stórfelldan niðurskurð sem ætlað væri að draga úr afleitri skuldastöðu ríkisins og draga úr verðbólgu sem mælist nú 140 prósent. „Aðalmálið er að það er ekkert annað en aðhaldsaðgerðir í boði og það er ekkert annað en lostmeðferð í boði,“ sagði Milei. „Við vitum að til skamms tíma þá mun ástandið versna en við munum njóta ávaxta erfiðisins. Milei boðaði kosningabaráttunni að hann myndi herða reglur um þungunarrof, slaka á vopnalöggjöf og þá segist hann vera mikill efasemdamaður þegar kæmi að loftslagsmálum. Milei ávarpaði þjóð sína við forsetahöllina, en við hlið hans var systir hans, Karina, sem búist er við að verði mikil áhrifamanneskja á bak við tjöldin í stjórn Milei. Argentína Tengdar fréttir „Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35 Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Milei, sem er hægri popúlisti, varaði landsmenn við því að „peningarnir væru uppurnir“ og boðaði jafnframt strangar aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum. Hinn 53 ára Milei vann óvæntan sigur í forsetakosningunum í landinu í nóvember síðastliðinn þar sem hann boðaði stórfelldar breytingar, en ástand efnahagsmála í landinu hefur verið mjög bágborið síðustu árin. Breska ríkisútvarpið segir frá því að ræða hins nýja forseta í gær hafi tekið af allan vafa um varðandi það að Argentínumenn eru í þann mund að verða vitni að stefnu í efnahagsmálum sem sé gjörólík þeirri sem fyrri forsetar hafa framfylgt. Hann sagðist munu þurfa að ráðast í stórfelldan niðurskurð sem ætlað væri að draga úr afleitri skuldastöðu ríkisins og draga úr verðbólgu sem mælist nú 140 prósent. „Aðalmálið er að það er ekkert annað en aðhaldsaðgerðir í boði og það er ekkert annað en lostmeðferð í boði,“ sagði Milei. „Við vitum að til skamms tíma þá mun ástandið versna en við munum njóta ávaxta erfiðisins. Milei boðaði kosningabaráttunni að hann myndi herða reglur um þungunarrof, slaka á vopnalöggjöf og þá segist hann vera mikill efasemdamaður þegar kæmi að loftslagsmálum. Milei ávarpaði þjóð sína við forsetahöllina, en við hlið hans var systir hans, Karina, sem búist er við að verði mikil áhrifamanneskja á bak við tjöldin í stjórn Milei.
Argentína Tengdar fréttir „Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35 Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
„Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. 20. nóvember 2023 13:35
Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15