Blönk í bænum með uppblásið sófasett í stofunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2023 10:18 Birgitta Haukdal hefur komið víða við á löngum ferli. Vísir/Vilhelm Birgitta Haukdal, söngkona, rithöfundur og sjónvarpsstjarna, segist ekki hafa átt krónu þegar hún flutti átján ára gömul til Reykjavíkur til þess að elta drauminn um að verða söngkona. Hún átti engin húsgögn og lét uppblásið sófasett duga til að byrja með. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Birgitta í viðtali vikunnar og ræddi æskuna, upphaf ferilsins, rithöfundaferilinn og Idol. Áhuginn kviknaði yfir Eurovision „Ég hef nú bara alltaf verið eitthvað raulandi og syngjandi og alltaf að gera bróður minn brjálaðan,“ segir Birgitta. Hún rifjar upp þegar hún fylgdist sjö ára gömul með hinni belgísku Söndru Kim sigra Eurovision söngvakeppnina, fyrsta árið sem Ísland tók þátt. „Ég var sex ára eða sjö og mér fannst hún bara vera jafngömul og ég, þannig að ég sá bara mig fyrir mér á sviðinu. Það var kannski svona mómentið þar sem áhuginn kviknaði af alvöru, það var að sjá hana í Eurovision.“ Birgitta segist hafa verið staðráðin í því að fara í Eurovision, sem hún svo og gerði árið 2003. Hún hafi farið beint inn í herbergið að Eurovision loknu árið 1986 að æfa sig. Þrjár sýningar á viku og tími til að flytja „Ég flyt hingað suður átján. Þá var það til þess að prófa að verða söngkona. Þá var ég komin með gigg á Broadway í Abba showi. Var búin að vera að fljúga á milli og svo voru sýningarnar farnar að vera þrjár í viku og þá prófaði ég bara að flytja í borgina og athuga hvort ég gæti unnið við þetta.“ Var það mikið stökk? „Já, ég átti náttúrulega ekki krónu. Bara símtal til mömmu og pabba daglega hvort þau ættu pening svo ég ætti bensín á bílinn. Þannig að það voru mikil viðbrigði en það tókst.“ Birgitta segist hafa leigt íbúð af konu sem hún þekkti og hafði flutt tímabundið út á land. Þar hafi verið rúm en ekkert annað húsgagn. „Ég átti engan pening en ég fann á 5000 krónur uppblásið sófasett, það var auglýsing í Mogganum,“ segir Birgitta hlæjandi. „Þannig að ég pantaði það í smáauglýsingunum og fékk svona blátt uppblásið sófasett í stofuna.“ Birgitta segir að sér hafi fundist það geggjað. Hún vildi óska þess að hún ætti það ennþá. „Ég átti ekki heldur pening til þess að taka myndir, þannig að ég á ekki einu sinni mynd af því. En það sprakk ábyggilega á endanum, ég man það ekki.“ Hófst allt fyrir alvöru með Írafár Hvenær kom tímapunkturinn þar sem þú nærð að gera þetta að atvinnu? „Ég hélt mér alveg á floti í Abba sýningunum en það var kannski þegar að Írafár fer af stað. Það fer af stað í kjölfarið og þá erum við svo dugleg að spila út um allt. Sumstaðar þar sem enginn kom og þá fékk maður engin laun en annars staðar komu margir og maður fékk ágæt laun. Þá fór þetta bara smám saman að rúlla rólega.“ Birgitta segir strákana í Írafár hafa heyrt af sér á söngleiknum á Broadway. Þeir hafi verið að leita sér að söngkonu. Þeir hafi mætt og séð Birgittu á sýningunni og haft samband við hana í kjölfarið. „Ég kíkti upp í æfingarhúsnæði og við prófuðum að syngja og spila saman. Þetta var eiginlega aldrei rætt eftir það, þetta small bara.“ Algjör gaur Birgitta segir tímabilið í kringum aldamót hafa verið sannkallaða rússíbanareið. Það hafi líka tekið á enda hafi mikið verið spilað. „Þetta var rosa gaman. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég var algjör gaur. Var bara í rútu með fimm til tíu strákum að ferðast út um allt landið og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt og mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa fengið að upplifa það,“ segir Birgitta. „En í leiðinni algjör rússíbani og tók alveg á líka. Mér fannst ég vera raddlaus bara í þrjú ár. Ég söng svo mikið og það endaði bara með því að það var bara engin rödd og engin hvíld og það tók á.“ Tónlist Bítið Norðurþing Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Birgitta í viðtali vikunnar og ræddi æskuna, upphaf ferilsins, rithöfundaferilinn og Idol. Áhuginn kviknaði yfir Eurovision „Ég hef nú bara alltaf verið eitthvað raulandi og syngjandi og alltaf að gera bróður minn brjálaðan,“ segir Birgitta. Hún rifjar upp þegar hún fylgdist sjö ára gömul með hinni belgísku Söndru Kim sigra Eurovision söngvakeppnina, fyrsta árið sem Ísland tók þátt. „Ég var sex ára eða sjö og mér fannst hún bara vera jafngömul og ég, þannig að ég sá bara mig fyrir mér á sviðinu. Það var kannski svona mómentið þar sem áhuginn kviknaði af alvöru, það var að sjá hana í Eurovision.“ Birgitta segist hafa verið staðráðin í því að fara í Eurovision, sem hún svo og gerði árið 2003. Hún hafi farið beint inn í herbergið að Eurovision loknu árið 1986 að æfa sig. Þrjár sýningar á viku og tími til að flytja „Ég flyt hingað suður átján. Þá var það til þess að prófa að verða söngkona. Þá var ég komin með gigg á Broadway í Abba showi. Var búin að vera að fljúga á milli og svo voru sýningarnar farnar að vera þrjár í viku og þá prófaði ég bara að flytja í borgina og athuga hvort ég gæti unnið við þetta.“ Var það mikið stökk? „Já, ég átti náttúrulega ekki krónu. Bara símtal til mömmu og pabba daglega hvort þau ættu pening svo ég ætti bensín á bílinn. Þannig að það voru mikil viðbrigði en það tókst.“ Birgitta segist hafa leigt íbúð af konu sem hún þekkti og hafði flutt tímabundið út á land. Þar hafi verið rúm en ekkert annað húsgagn. „Ég átti engan pening en ég fann á 5000 krónur uppblásið sófasett, það var auglýsing í Mogganum,“ segir Birgitta hlæjandi. „Þannig að ég pantaði það í smáauglýsingunum og fékk svona blátt uppblásið sófasett í stofuna.“ Birgitta segir að sér hafi fundist það geggjað. Hún vildi óska þess að hún ætti það ennþá. „Ég átti ekki heldur pening til þess að taka myndir, þannig að ég á ekki einu sinni mynd af því. En það sprakk ábyggilega á endanum, ég man það ekki.“ Hófst allt fyrir alvöru með Írafár Hvenær kom tímapunkturinn þar sem þú nærð að gera þetta að atvinnu? „Ég hélt mér alveg á floti í Abba sýningunum en það var kannski þegar að Írafár fer af stað. Það fer af stað í kjölfarið og þá erum við svo dugleg að spila út um allt. Sumstaðar þar sem enginn kom og þá fékk maður engin laun en annars staðar komu margir og maður fékk ágæt laun. Þá fór þetta bara smám saman að rúlla rólega.“ Birgitta segir strákana í Írafár hafa heyrt af sér á söngleiknum á Broadway. Þeir hafi verið að leita sér að söngkonu. Þeir hafi mætt og séð Birgittu á sýningunni og haft samband við hana í kjölfarið. „Ég kíkti upp í æfingarhúsnæði og við prófuðum að syngja og spila saman. Þetta var eiginlega aldrei rætt eftir það, þetta small bara.“ Algjör gaur Birgitta segir tímabilið í kringum aldamót hafa verið sannkallaða rússíbanareið. Það hafi líka tekið á enda hafi mikið verið spilað. „Þetta var rosa gaman. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég var algjör gaur. Var bara í rútu með fimm til tíu strákum að ferðast út um allt landið og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt og mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa fengið að upplifa það,“ segir Birgitta. „En í leiðinni algjör rússíbani og tók alveg á líka. Mér fannst ég vera raddlaus bara í þrjú ár. Ég söng svo mikið og það endaði bara með því að það var bara engin rödd og engin hvíld og það tók á.“
Tónlist Bítið Norðurþing Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira