Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, stillti upp varaliði í leiknum þar sem Evrópumeistararnir voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum.
Spænski stjórinn ákvað að gefa nokkrum ungum leikmönnum dýrmætt tækifæri með aðalliðinu og tveir þeirra komust á blað.
Hamilton fékk tækifæri í byrjunarliðinu og spilaði sinn fyrsta leik. Það tók hann aðeins nítján mínútur að komast á blað.
City vann leikinn á móti Rauði Stjörnunni 3-2 og vann þar með alla sex leiki sína í riðlakeppninni. Norðmaðurinn Oscar Bobb var annar ungur strákur sem skoraði fyrir City.
Menn voru líka fljótir að grafa það upp þegar Hamilton var boltastrákur í leik hjá Manchester City.
Það var fyrir sex árum síðan, þegar hann var þrettán ára, og myndir náðust af því þegar Hamilton fékk orð í eyra frá Guardiola.
Hvaða ráð strákurinn fékk frá knattspyrnustjóranum er ekki vitað en það er gaman að sjá hann byrja svona vel með aðalliði félagsins.