Jólahugvekja um aðbúnað svína Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 19. desember 2023 12:31 Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Lög um velferð dýra segja til um að dýr eiga að hafa tækifæri til að upplifa sitt náttúrulega atferli. Þetta er ein af lágmarkskröfum til að halda dýr. Iðnaðarframleiðsla á svínakjöti, sem ekki getur talist búskapur, uppfyllir engan veginn þetta skilyrði. Gyltum er haldið föngum í þröngum gotstíum. Afkastageta þeirra til að skila af sér sem flestum grísum er hámörkuð. Gyltur eru frá náttúrunnar hendi afar ljúfar og umhyggjusamar mæður en búa við aðstæður þar sem þær geta á engan hátt sinnt grísunum sínum. Flest erum við dýravinir. Við viljum að dýrum líði vel og njóti góðs lífs. Við gerum kröfu um, treystum og jafnvel trúum að kjöt sem framleitt er á Íslandi uppfylli slík skilyrði. Framleiðsla á svínakjöti gerir það ekki. Fæst okkar þekkja til framleiðslunnar enda er það hagur framleiðenda að halda upplýsingum um hana leyndum. Svín er greind, leikglöð og ljúf en þeim er búið hræðilegt líf í svínabúum landsins. Með kaupum á vörum frá slíkum búum eru neytendur að samþykkja og styðja við illa meðferð dýra. Samþykki og stuðning veitum við í skjóli sjálfsblekkingar eða vanþekkingar um starfsemina. Tilgangur þessarar greinar er að hvetja fólk til að leiða hugann að því hvað gera þarf til að koma hamborgarhryggnum á diskinn okkar. Svínum er aldrei hleypt út og geta því aldrei andað að sér fersku lofti. Þau fá ekki að leika sér við eðlilegar aðstæður eða róta í moldinni með trýni sínu. Gylturnar gjóta allt að þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Þær geta einungis staðið upp og lagst niður. Þær geta ekki hnusað af grísum sínum sem sjúga spena í gegnum rimla. Tennur og halar grísa eru klippt án deyfingar af starfsfólki verksmiðjubúa. Það er í trássi við lög og reglur. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þessi hreinlátu dýr eru svo látin dúsa í þröngum stíum í úrgangi sínum. Lokaskref framleiðslunnar fer fram í gasklefa við hræðilegar aðstæður. Hópur svína er þá rekinn í klefa og opnað er fyrir kæfigas. Í gasklefum má kæfa hóp svína til meðvitundarleysis en það getur tekið 60 kvalarfullar sekúndur. Gasið er mjög ertandi og veldur sviða í slímhúðum og mikilli andnauð. Matvælaöryggisstofnun Evrópu metur notkun gasklefa við slátrun svína alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Svín eru eins og við. Þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Þau geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum jólamatinn. Fólk getur minnkað þjáningarspor sitt til muna með því að hafna svínaafurðum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Fylgist með á instagram og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Darri Gunnarsson, verkfræðingurRósa Líf Darradóttir, læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Lög um velferð dýra segja til um að dýr eiga að hafa tækifæri til að upplifa sitt náttúrulega atferli. Þetta er ein af lágmarkskröfum til að halda dýr. Iðnaðarframleiðsla á svínakjöti, sem ekki getur talist búskapur, uppfyllir engan veginn þetta skilyrði. Gyltum er haldið föngum í þröngum gotstíum. Afkastageta þeirra til að skila af sér sem flestum grísum er hámörkuð. Gyltur eru frá náttúrunnar hendi afar ljúfar og umhyggjusamar mæður en búa við aðstæður þar sem þær geta á engan hátt sinnt grísunum sínum. Flest erum við dýravinir. Við viljum að dýrum líði vel og njóti góðs lífs. Við gerum kröfu um, treystum og jafnvel trúum að kjöt sem framleitt er á Íslandi uppfylli slík skilyrði. Framleiðsla á svínakjöti gerir það ekki. Fæst okkar þekkja til framleiðslunnar enda er það hagur framleiðenda að halda upplýsingum um hana leyndum. Svín er greind, leikglöð og ljúf en þeim er búið hræðilegt líf í svínabúum landsins. Með kaupum á vörum frá slíkum búum eru neytendur að samþykkja og styðja við illa meðferð dýra. Samþykki og stuðning veitum við í skjóli sjálfsblekkingar eða vanþekkingar um starfsemina. Tilgangur þessarar greinar er að hvetja fólk til að leiða hugann að því hvað gera þarf til að koma hamborgarhryggnum á diskinn okkar. Svínum er aldrei hleypt út og geta því aldrei andað að sér fersku lofti. Þau fá ekki að leika sér við eðlilegar aðstæður eða róta í moldinni með trýni sínu. Gylturnar gjóta allt að þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Þær geta einungis staðið upp og lagst niður. Þær geta ekki hnusað af grísum sínum sem sjúga spena í gegnum rimla. Tennur og halar grísa eru klippt án deyfingar af starfsfólki verksmiðjubúa. Það er í trássi við lög og reglur. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þessi hreinlátu dýr eru svo látin dúsa í þröngum stíum í úrgangi sínum. Lokaskref framleiðslunnar fer fram í gasklefa við hræðilegar aðstæður. Hópur svína er þá rekinn í klefa og opnað er fyrir kæfigas. Í gasklefum má kæfa hóp svína til meðvitundarleysis en það getur tekið 60 kvalarfullar sekúndur. Gasið er mjög ertandi og veldur sviða í slímhúðum og mikilli andnauð. Matvælaöryggisstofnun Evrópu metur notkun gasklefa við slátrun svína alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Svín eru eins og við. Þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Þau geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum jólamatinn. Fólk getur minnkað þjáningarspor sitt til muna með því að hafna svínaafurðum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Fylgist með á instagram og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Darri Gunnarsson, verkfræðingurRósa Líf Darradóttir, læknir
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun