Sex ára dreng flogið á vitlausan áfangastað Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. desember 2023 11:19 Drengurinn ætlaði að heimsækja ömmu sína í borginni Fort Myers í Flórída. EPA Sex ára bandarískum dreng, sem ferðast átti frá Pennsylvania-ríki til Fort Myers í Flórída með flugfélaginu Spirit Airlines í gær, var komið fyrir í flugvél til Orlandó borgar af fylgdarmanni flugfélagsins. CBS hefur eftir talsmanni Spirit að drengnum hafi verið ranglega komið fyrir um borð í flugvél sem flaug honum til borgarinnar Orlandó, en ekki Fort Myers, þar sem hann átti að lenda. Rúmlega 250 kílómetrar eru milli borganna. Þá segir talsmaðurinn málið vera í rannsókn. Drengurinn hafi allan tímann verið undir eftirliti fylgdarmanns frá flugfélaginu. Og um leið og upp komst að hann væri í vitlausri flugferð hefði félagið haft samband við foreldra hans. Sagði engin börn í flugvélinni Drengurinn er sagður sex ára gamall og að flugferðin hefði verið hans fyrsta. Tilgangur ferðarinnar hafi verið heimsókn til ömmu hans. Fréttaveitan WINK TV hefur eftir Mariu Ramos, ömmu drengsins, að atvikið sé eitt það óhugnanlegasta sem hún hefur lent í. „Þau sögðu: Nei, hann er ekki í þessu flugi. Hann missti af fluginu. Ég sagði: nei, hann gæti ekki hafa misst af fluginu vegna þess að ég er með innritunarmiðann hans,“ sagði hún við miðilinn. „Ég hljóp inn í flugvélina til flugfreyjunnar og spurði hana: Hvar er barnabarnið mitt? Hann kom til ykkar í Philadelphia. Hún sagði: nei, það voru engin börn í flugferðinni.“ Síðan þá hefur flugfélagið beðið fjölskyldu drengsins afsökunar og er eins og áður segir með málið í rannsókn. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
CBS hefur eftir talsmanni Spirit að drengnum hafi verið ranglega komið fyrir um borð í flugvél sem flaug honum til borgarinnar Orlandó, en ekki Fort Myers, þar sem hann átti að lenda. Rúmlega 250 kílómetrar eru milli borganna. Þá segir talsmaðurinn málið vera í rannsókn. Drengurinn hafi allan tímann verið undir eftirliti fylgdarmanns frá flugfélaginu. Og um leið og upp komst að hann væri í vitlausri flugferð hefði félagið haft samband við foreldra hans. Sagði engin börn í flugvélinni Drengurinn er sagður sex ára gamall og að flugferðin hefði verið hans fyrsta. Tilgangur ferðarinnar hafi verið heimsókn til ömmu hans. Fréttaveitan WINK TV hefur eftir Mariu Ramos, ömmu drengsins, að atvikið sé eitt það óhugnanlegasta sem hún hefur lent í. „Þau sögðu: Nei, hann er ekki í þessu flugi. Hann missti af fluginu. Ég sagði: nei, hann gæti ekki hafa misst af fluginu vegna þess að ég er með innritunarmiðann hans,“ sagði hún við miðilinn. „Ég hljóp inn í flugvélina til flugfreyjunnar og spurði hana: Hvar er barnabarnið mitt? Hann kom til ykkar í Philadelphia. Hún sagði: nei, það voru engin börn í flugferðinni.“ Síðan þá hefur flugfélagið beðið fjölskyldu drengsins afsökunar og er eins og áður segir með málið í rannsókn.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira