Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson skrifar 2. janúar 2024 08:31 Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Frá árinu 2017 hefur undirritaður unnið með embætti landlæknis við að vinna með ytri aðilum í nýskapandi verkefnum. Frá árinu 2020 hafa síðan bæði Landspítali og Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu gengið til liðs við verkefnið Lausnarmót Heilsutækniklasans. Verkefni sem hefur það meginmarkmið að auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Mikill ávinningur hefur verið af Lausnamótinu. Þá hafa tveir kandídatar frá Landspítalanum tekið þátt í heilsuhakkaþoni sem Nordic Innovation, embætti Landlæknis og fleiri stóðu að. Án þess að vera með nokkra forritunarþekkingu unnu læknarnir hakkaþonið og skiluðu á 48 klst virkri frumgerð að kerfinu Niðurtröppun er í notkun meðal lækna í dag. Hakkaþonið varð kveikjan að því að þessir læknar Kjartan Þórsson og Árni Johnsen stofnuðu fyrirtæki, sem í dag gengur undir nafninu Prescriby , sem hefur 6 manns á launaskrá og vinnur að því að koma lausn sinni á markað í Kanada. Á síðasta ári bárust okkur 20 umsóknir í Lausnamótið og hlutu 6 verkefni framgang sem tóku á 13 ólíkum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Teymin unnu í nánu samstarfi við sérfræðinga innan hverrar stofnunar fyrir sig og hafa fjögur verkefni nú raungerst með sínum samstarfsaðila með einum eða öðrum hætti. Tvö af þessum verkefnum Proency og DataLab fengu úthlutaðan Fléttustyrk í ár, sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni innan kerfisins. Fimm af þeim tólf aðilum sem fengu úthlutað úr Fléttunni í ár hafa tekið þátt í Lausnarmóti Heilsutækniklasans í ár eða á síðasta ári. Við sjáum því skýrt að með því að opna á tækifæri til samstarfs frumkvöðla og heilbrigðisstofnanna, að lausnir sem skila árangri verða til og þeim er fundið stað í kerfinu. Reglulega heyrist gagnrýni á stofnanir ríkisins fyrir að kunna eða geta ekki unnið með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Margt og mikið er til í því. Það verður þó að hafa í huga að það getur tekið stofnanir og heilt heilbrigðiskerfi tíma að læra að vinna með ytri aðilum, hvað þá í nýsköpun enda í eðli sínu mjög varfærin og íhaldsöm kerfi. Einmitt þess vegna eru frumkvæði eins og Lausnamót og Hakkaþon mikilvæg. Þau skapa ný tækifæri til samstarfs og samtals milli stjórnvalda og frumkvöðla. Þau byggja nauðsynlega brú á milli þessara tveggja ólíku heima. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og getur opnað á samtalið og hafist handa. Opið er fyrir umsóknir í Lausnarmótið 2024 til 1. febrúar og fyrir heilsuhakkaþon Heilsutækniklasans til 25. janúar. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýsköpun á Íslandi er í blóma. Fjöldi fyrirtækja hafa bæði fengið inn erlenda fjárfestingu og verið seld með manni og mús til erlendra fjárfesta. Hröð nýsköpun og þróun í heilbrigðismálum á síðustu árum hér á landi eru að veita ný tækifæri sem stofnanir ríkisins geta gripið þegar unnið er með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Frá árinu 2017 hefur undirritaður unnið með embætti landlæknis við að vinna með ytri aðilum í nýskapandi verkefnum. Frá árinu 2020 hafa síðan bæði Landspítali og Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu gengið til liðs við verkefnið Lausnarmót Heilsutækniklasans. Verkefni sem hefur það meginmarkmið að auka nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Mikill ávinningur hefur verið af Lausnamótinu. Þá hafa tveir kandídatar frá Landspítalanum tekið þátt í heilsuhakkaþoni sem Nordic Innovation, embætti Landlæknis og fleiri stóðu að. Án þess að vera með nokkra forritunarþekkingu unnu læknarnir hakkaþonið og skiluðu á 48 klst virkri frumgerð að kerfinu Niðurtröppun er í notkun meðal lækna í dag. Hakkaþonið varð kveikjan að því að þessir læknar Kjartan Þórsson og Árni Johnsen stofnuðu fyrirtæki, sem í dag gengur undir nafninu Prescriby , sem hefur 6 manns á launaskrá og vinnur að því að koma lausn sinni á markað í Kanada. Á síðasta ári bárust okkur 20 umsóknir í Lausnamótið og hlutu 6 verkefni framgang sem tóku á 13 ólíkum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Teymin unnu í nánu samstarfi við sérfræðinga innan hverrar stofnunar fyrir sig og hafa fjögur verkefni nú raungerst með sínum samstarfsaðila með einum eða öðrum hætti. Tvö af þessum verkefnum Proency og DataLab fengu úthlutaðan Fléttustyrk í ár, sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni innan kerfisins. Fimm af þeim tólf aðilum sem fengu úthlutað úr Fléttunni í ár hafa tekið þátt í Lausnarmóti Heilsutækniklasans í ár eða á síðasta ári. Við sjáum því skýrt að með því að opna á tækifæri til samstarfs frumkvöðla og heilbrigðisstofnanna, að lausnir sem skila árangri verða til og þeim er fundið stað í kerfinu. Reglulega heyrist gagnrýni á stofnanir ríkisins fyrir að kunna eða geta ekki unnið með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Margt og mikið er til í því. Það verður þó að hafa í huga að það getur tekið stofnanir og heilt heilbrigðiskerfi tíma að læra að vinna með ytri aðilum, hvað þá í nýsköpun enda í eðli sínu mjög varfærin og íhaldsöm kerfi. Einmitt þess vegna eru frumkvæði eins og Lausnamót og Hakkaþon mikilvæg. Þau skapa ný tækifæri til samstarfs og samtals milli stjórnvalda og frumkvöðla. Þau byggja nauðsynlega brú á milli þessara tveggja ólíku heima. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og getur opnað á samtalið og hafist handa. Opið er fyrir umsóknir í Lausnarmótið 2024 til 1. febrúar og fyrir heilsuhakkaþon Heilsutækniklasans til 25. janúar. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun