Ísland stendur sig verr í að laða að hæfileikafólk Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 11:54 Ísland er í fimmtánda sæti á listanum en fram kemur að frammistaða Íslands, Lúxemborgar og Bretlands hafi hrakað umtalsvert á undanförnum áratug. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Vilhelm Sviss trónir efst á lista yfir þau ríki sem standa sig best í því að laða til sín hæfileikafólk og hlúa að því. Singapúr er í öðru sæti og Bandaríkin í því þriðja. Þetta kemur fram í niðurstöðum Global Talent Competitiveness Index (GTCI) fyrir árið 2023 en listinn er unnin af franska viðskiptaháskólanum INSEAD. Euronews greinir frá. Sviss hefur verið í efsta sæti á listanum undanfarin áratug en þar spila inn í rífleg laun, pólitískur stöðugleiki og sterk félagshagfræðileg staða landsins. Sviss þykir skara fram úr þegar kemur að því að laða til sín hæfileikafólk og hlúa að því.Vísir Singapúr skorar hátt þegar kemur skipulegri menntun, atvinnutækifærum og nýsköpunarhagkerfi. Þá standa Bandaríkin sig vel þegar kemur að framboði að háskólamenntun á heimsmælikvarða og stuðningi hvað varðar símenntun. Rannsóknin nær yfir 134 lönd víðsvegar um heiminn. Fyrir utan fyrrnefndu ríkin þrjú verma Danmörk, Holland, Finnland, Noregur, Ástralía, Svíþjóð og Bretland tíu efstu sætin á listanum. Ísland er í fimmtánda sæti á listanum en fram kemur að frammistaða Íslands, Lúxemborgar og Bretlands hafi hrakað umtalsvert á undanförnum áratug. Frammistaða Ástralíu og Noregs hefur hins vegar batnað til muna. Á heimsvísu hafa Albanía, Indónesía og Azerbajdzhan náð mestum framförum í að laða að sér hæfileikafólk undafarin tíu ár. Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að á næstu tíu árum muni samkeppnin um hæfileikafólk harðna verulega, samhliða því að starfsumhverfið mun halda áfram að þróast. Framfarir í tækni á borð við gervigreind, vaxandi hagkerfi og auknar lífsgæðakröfur yngri kynslóða hafa þar veruleg áhrif. Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum Global Talent Competitiveness Index (GTCI) fyrir árið 2023 en listinn er unnin af franska viðskiptaháskólanum INSEAD. Euronews greinir frá. Sviss hefur verið í efsta sæti á listanum undanfarin áratug en þar spila inn í rífleg laun, pólitískur stöðugleiki og sterk félagshagfræðileg staða landsins. Sviss þykir skara fram úr þegar kemur að því að laða til sín hæfileikafólk og hlúa að því.Vísir Singapúr skorar hátt þegar kemur skipulegri menntun, atvinnutækifærum og nýsköpunarhagkerfi. Þá standa Bandaríkin sig vel þegar kemur að framboði að háskólamenntun á heimsmælikvarða og stuðningi hvað varðar símenntun. Rannsóknin nær yfir 134 lönd víðsvegar um heiminn. Fyrir utan fyrrnefndu ríkin þrjú verma Danmörk, Holland, Finnland, Noregur, Ástralía, Svíþjóð og Bretland tíu efstu sætin á listanum. Ísland er í fimmtánda sæti á listanum en fram kemur að frammistaða Íslands, Lúxemborgar og Bretlands hafi hrakað umtalsvert á undanförnum áratug. Frammistaða Ástralíu og Noregs hefur hins vegar batnað til muna. Á heimsvísu hafa Albanía, Indónesía og Azerbajdzhan náð mestum framförum í að laða að sér hæfileikafólk undafarin tíu ár. Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að á næstu tíu árum muni samkeppnin um hæfileikafólk harðna verulega, samhliða því að starfsumhverfið mun halda áfram að þróast. Framfarir í tækni á borð við gervigreind, vaxandi hagkerfi og auknar lífsgæðakröfur yngri kynslóða hafa þar veruleg áhrif.
Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira