„Er afar þakklát“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. janúar 2024 07:01 Dani Rodriguez er á sínu öðru tímabili með Grindavík. Vísir/Vilhelm Danielle Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik varð íslenskur ríkisborgari nú í desember. Hún segir það mikinn heiður að hafa verið veittur ríkisborgararéttur. Danielle Rodriguez kom fyrst til Íslands árið árið 2016. Hún er nú á sínu öðru tímabili með Grindavík. Í desember var hún ein þeirra sem Alþingi veitti íslenskan ríkisborgararétt og er Dani, eins og hún er oftast kölluð, því orðin Íslendingur og gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Ég er mjög þakklát og mér finnst þetta mjög mikill heiður. Þegar ég kom hingað fyrst árið 2016 þá var ég mjög hrifinn af landinu og fólkinu hérna. Ég er afar þakklát,“ segir Dani í samtali við Vísi. „Elska að búa hér og vera örugg“ Hún segist upphaflega hafa komið til Íslands því það var það eina sem henni hafði boðist. „Ég var að byrja minn feril sem atvinnumaður og þetta var eina tilboðið sem ég fékk, eini staðurinn sem ég gat spilað á. Ég kom með þau markmið að byrja af krafti, búa til ferilskrá og fara síðan eitthvað annað,“ en Dani lék í þrjú ár með Stjörnunni og eitt ár með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna vorið 2020 og varð hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla og kvenna hjá Stjörnunni. Ári seinna hélt Dani síðan til Bandaríkjanna þar sem hún fékk starf sem þjálfari hjá háskólaliði San Diego. „Ég fór í eitt ár því mér bauðst frábært tækifæri sem þjálfari. Þar fékk ég dýrmæta reynslu og gat gert meira hvað varðar körfuboltann. Ég kom aftur því ég á líf hér og fjölskyldu hérna núna.“ Dani ólst upp í Los Angeles og segir mikinn mun á samfélaginu hér á landi og í borg englanna. „Los Angeles er mjög stór borg og svolítið klikkuð. Ég elska að búa hér og að vera alltaf örugg. Fyrir utan fólkið auðvitað þá finnst mér allt annað frábært. Þetta er staður þar sem mig langar að stofna fjölskyldu í framtíðinni og staður sem er á undan flestum öðrum hvað varðar skilning á því að ég eigi kærustu. Að mér líði þannig að ég geti verið ég sjálf á hverjum degi. Svo margir hlutir varðandi landið gera það svo auðvelt og öruggt að búa hérna.“ Þegar Dani sneri aftur til að spila með Grindavík haustið 2022 hafði hún ekki spilað körfubolta í tvö tímabil þar á undan. Körfuboltaskórnir voru þó aldrei langt undan. „Árið sem ég þjálfaði var ég aðeins á æfingum með liðinu sem ég þjálfaði. Það var háskólalið og skipað leikmönnum á aldrinum 18 til 23 ára. Síðan æfði ég sjálf í líkamsræktarstöð nálægt heimili mínu og spilaði þar gegn karlmönnum. Þeir voru ekki atvinnumenn en þetta voru strákar og karlmenn sem ég spilaði við til að koma mér aftur í leikform.“ Fegin að þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu Hún segir nýfenginn ríkisborgararétt breyta ýmsu fyrir sig. „Körfubolti er ekki heilsársíþrótt. Ég get ekki fengið vinnu utan körfuboltans og þetta hjálpar mér að komast betur inn í samfélagið. Að fá venjulega vinnu á sumrin er erfiðasti hlutinn því ég hef bara þjálfunina,“ en Dani hefur verið viðloðandi þjálfun yngri landsliða Íslands og einnig komið að þjálfun í körfuboltabúðum sem haldnar hafa verið hér á landi. „Það myndi hjálpa mér mikið að geta fengið mér vinnu og þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu í hvert sinn sem ég kem. Það er ýmislegt svona sem gerir hlutina auðveldari en fyrst og fremst er þetta mikill heiður og það að ég get sest að hér og þarf ekki að hafa áhyggjur af hlutum í framtíðinni sem gætu gert mér erfiðara fyrir.“ „Í sumar var ég aðalþjálfari U16-ára landsliðs kvenna og var boðin staða á ný næsta sumar. Það hefur verið erfitt fyrir mig að vera hér á sumrin þar sem ég hef ekki getað fengið neina vinnu fyrir utan þjálfunina. Ég þarf að borga af húsi og það var ekki nóg fyrir mig að lifa bara á þjálfaralaununum. Ég þurfti því að gefa það frá mér að sinni.“ Dani segist kunna afar vel að vinna með ungum leikmönnum. „Ég elska það. Mér finnst það frábært og ég elska að vinna með ungum leikmönnum. Það er frábært að geta gefið til baka til leikmanna sem eru að koma upp í landsliðunum.“ Hefur rætt við landsliðsþjálfarann Þar sem Dani er nú orðin íslenskur ríkisborgari er hún gjaldgeng í íslenska landsliðið í körfubolta. Hún segist munu gefa kost á sér verði hún valin en Dani hefur verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar hér á landi síðan hún kom hingað fyrst. „Ég myndi elska að spila fyrir hönd Íslands og spila ef ég tækifærið kemur og ég verð valin,“ segir Dani en bætir við að hún hafi ekkert rætt við Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfara síðan hún fékk ríkisborgararéttinn. „Við ræddum möguleikann ef þetta myndi gerast. Þetta hefur tekið svolítið langan tíma því við sendum umsókn í apríl og bjuggumst við að fá svar í maí. Það dróst þangað til nú í desember en við vorum búin að ræða möguleikann ef við myndum fá svar í maí, hvort ég myndi spila í landsliðsglugganum sem var þá framundan. Næsti gluggi er ekki fyrr en í nóvember og við höfum ekkert rætt þetta nýlega.“ Seinni hluti viðtalsins við Dani Rodriguez birtist á Vísi á morgun Grindavík UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Danielle Rodriguez kom fyrst til Íslands árið árið 2016. Hún er nú á sínu öðru tímabili með Grindavík. Í desember var hún ein þeirra sem Alþingi veitti íslenskan ríkisborgararétt og er Dani, eins og hún er oftast kölluð, því orðin Íslendingur og gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Ég er mjög þakklát og mér finnst þetta mjög mikill heiður. Þegar ég kom hingað fyrst árið 2016 þá var ég mjög hrifinn af landinu og fólkinu hérna. Ég er afar þakklát,“ segir Dani í samtali við Vísi. „Elska að búa hér og vera örugg“ Hún segist upphaflega hafa komið til Íslands því það var það eina sem henni hafði boðist. „Ég var að byrja minn feril sem atvinnumaður og þetta var eina tilboðið sem ég fékk, eini staðurinn sem ég gat spilað á. Ég kom með þau markmið að byrja af krafti, búa til ferilskrá og fara síðan eitthvað annað,“ en Dani lék í þrjú ár með Stjörnunni og eitt ár með KR áður en hún lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna vorið 2020 og varð hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla og kvenna hjá Stjörnunni. Ári seinna hélt Dani síðan til Bandaríkjanna þar sem hún fékk starf sem þjálfari hjá háskólaliði San Diego. „Ég fór í eitt ár því mér bauðst frábært tækifæri sem þjálfari. Þar fékk ég dýrmæta reynslu og gat gert meira hvað varðar körfuboltann. Ég kom aftur því ég á líf hér og fjölskyldu hérna núna.“ Dani ólst upp í Los Angeles og segir mikinn mun á samfélaginu hér á landi og í borg englanna. „Los Angeles er mjög stór borg og svolítið klikkuð. Ég elska að búa hér og að vera alltaf örugg. Fyrir utan fólkið auðvitað þá finnst mér allt annað frábært. Þetta er staður þar sem mig langar að stofna fjölskyldu í framtíðinni og staður sem er á undan flestum öðrum hvað varðar skilning á því að ég eigi kærustu. Að mér líði þannig að ég geti verið ég sjálf á hverjum degi. Svo margir hlutir varðandi landið gera það svo auðvelt og öruggt að búa hérna.“ Þegar Dani sneri aftur til að spila með Grindavík haustið 2022 hafði hún ekki spilað körfubolta í tvö tímabil þar á undan. Körfuboltaskórnir voru þó aldrei langt undan. „Árið sem ég þjálfaði var ég aðeins á æfingum með liðinu sem ég þjálfaði. Það var háskólalið og skipað leikmönnum á aldrinum 18 til 23 ára. Síðan æfði ég sjálf í líkamsræktarstöð nálægt heimili mínu og spilaði þar gegn karlmönnum. Þeir voru ekki atvinnumenn en þetta voru strákar og karlmenn sem ég spilaði við til að koma mér aftur í leikform.“ Fegin að þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu Hún segir nýfenginn ríkisborgararétt breyta ýmsu fyrir sig. „Körfubolti er ekki heilsársíþrótt. Ég get ekki fengið vinnu utan körfuboltans og þetta hjálpar mér að komast betur inn í samfélagið. Að fá venjulega vinnu á sumrin er erfiðasti hlutinn því ég hef bara þjálfunina,“ en Dani hefur verið viðloðandi þjálfun yngri landsliða Íslands og einnig komið að þjálfun í körfuboltabúðum sem haldnar hafa verið hér á landi. „Það myndi hjálpa mér mikið að geta fengið mér vinnu og þurfa ekki að spá í leyfum og pappírsvinnu í hvert sinn sem ég kem. Það er ýmislegt svona sem gerir hlutina auðveldari en fyrst og fremst er þetta mikill heiður og það að ég get sest að hér og þarf ekki að hafa áhyggjur af hlutum í framtíðinni sem gætu gert mér erfiðara fyrir.“ „Í sumar var ég aðalþjálfari U16-ára landsliðs kvenna og var boðin staða á ný næsta sumar. Það hefur verið erfitt fyrir mig að vera hér á sumrin þar sem ég hef ekki getað fengið neina vinnu fyrir utan þjálfunina. Ég þarf að borga af húsi og það var ekki nóg fyrir mig að lifa bara á þjálfaralaununum. Ég þurfti því að gefa það frá mér að sinni.“ Dani segist kunna afar vel að vinna með ungum leikmönnum. „Ég elska það. Mér finnst það frábært og ég elska að vinna með ungum leikmönnum. Það er frábært að geta gefið til baka til leikmanna sem eru að koma upp í landsliðunum.“ Hefur rætt við landsliðsþjálfarann Þar sem Dani er nú orðin íslenskur ríkisborgari er hún gjaldgeng í íslenska landsliðið í körfubolta. Hún segist munu gefa kost á sér verði hún valin en Dani hefur verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar hér á landi síðan hún kom hingað fyrst. „Ég myndi elska að spila fyrir hönd Íslands og spila ef ég tækifærið kemur og ég verð valin,“ segir Dani en bætir við að hún hafi ekkert rætt við Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfara síðan hún fékk ríkisborgararéttinn. „Við ræddum möguleikann ef þetta myndi gerast. Þetta hefur tekið svolítið langan tíma því við sendum umsókn í apríl og bjuggumst við að fá svar í maí. Það dróst þangað til nú í desember en við vorum búin að ræða möguleikann ef við myndum fá svar í maí, hvort ég myndi spila í landsliðsglugganum sem var þá framundan. Næsti gluggi er ekki fyrr en í nóvember og við höfum ekkert rætt þetta nýlega.“ Seinni hluti viðtalsins við Dani Rodriguez birtist á Vísi á morgun
Grindavík UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn