Smartland greindi fyrst frá fréttunum en í frétt mbl kemur fram að parið hafi mætt saman á frumsýningu leiksýningarinnar Eddu, sem Þorleifur leikstýrir, í desember.
Athygli vekur að töluverður aldursmunur er á milli þeirra, Þorleifur er 45 ára en Erna Mist 25 ára og því tuttugu ár á milli þeirra.
Erna Mist hefur vakið mikla athygli undanfarið bæði vegna pistlaskrifa sinna á Vísi og í Morgunblaðinu og fyrir málverk sín.
Þorleifur Örn hefur verið einn fremsti leikstjóri Íslands undanfarin áratug og hlotið mikið lof fyrir sýningar sínar hérlendis, í Þýskalandi og víðar. Nýjasta sýning hans, Edda, var jólasýning Þjóðleikhússins á síðasta ári en þar áður hefur hann sett upp sýningar á borð við Rómeo og Júlíu, Guð blessi Ísland og Njálu.