Kvikmyndirnar sem beðið er eftir Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. janúar 2024 06:01 Fjórar af þeim fjölmörgu myndum sem koma út á árinu. Uppi til vinstri eru Lady Gaga og Joaquin Phoenix í Joker-framhaldi, hægra megin við þau graðir tenniskeppendur, þar fyrir neðan Dúnubúar og svo Anya Taylor-Joy sem Fúríósa. Vísir hefur tekið saman lista yfir 25 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Árið í ár er sannarlega ár framhaldsmynda en inn á milli eru líka góðir frumlegir molar. Listinn hefst á myndum sem komu út í fyrra erlendis en lenda í bíóhúsum hérlendis í janúar og febrúar. Eftir það koma myndirnar í þeirri röð sem þær eiga að koma út og síðustu myndirnar á listanum eru ekki enn komnar með útgáfudag. Það er ekki hægt að fjalla um allar myndirnar sem koma út og því aragrúi mynda sem komust ekki á blað. Þar má nefna fellibyljaframhaldsmyndina Twisters, þriðju myndina um broddgöltinn Sonic, dystópíuna Civil War í leikstjórn Alex Garland, Ghost Busters: Frozen Empire og nýja teiknimynd um köttinn Gretti. Poor Things Nýjasta mynd hins gríska Yorgos Lanthimos sem er þekktastur fyrir The Favourite, The Killing of a Sacred Deer og The Lobster. Poor Things gerist á Viktoríutímabilinu í Lundúnum og fjallar um Bellu Baxter (Emma Stone) sem er endurlífguð af vísindamanninum God-win (Willem Defoe) í Frankenstein-stíl. Vísindamaðurinn vill ráðskast með Emmu sem flýr á brott með lögfræðingi (Mark Ruffalo). Við tekur ævintýraferð þar sem þau ferðast milli landa og Bella uppgötvar heiminn og sjálfa sig. Líkt og í fyrri verkum Lanthimos mega áhorfendur eiga von á óþægindum og absúrdhúmor. Blaðamanni var tjáð að myndin væri ekki fyrir viðkvæma þar sem hún er uppfull af bæði kynlífssenum og ógeðslegum kjötsenum hvað svo sem það þýðir. Priscilla Sofia Coppola leikstýrir Cailee Spainey og ungstirninu Jacob Elordi í mynd um Priscillu Presley og samband hennar við Elvis. Myndin byggir á ævisögu Priscillu, Elvis and Me, og dregur upp aðra mynd en Elvis-mynd Baz Luhrmann gerði af rokkstjörnunni 2022. Hér birtist heldur drungalegri Elvis, maðurinn sem fékk áhuga á táningsstelpu og einsetti sér að vinna ást hennar. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og Smárabíó í byrjun febrúar. Perfect Days Það er ekki á hverjum degi sem Wim Wenders sendir frá sér nýja mynd en Perfect Days segir frá japönskum húsverði sem flakkar á milli starfstöðva sinna og hlustar á rokktónlist. Aðalleikarinn, Koji Yakusho, var valinn besti aðalleikarinn á Cannes 2023 og er myndin framlag Japans til óskarsverðlaunanna 2024. Mean Girls Unglingamyndin Mean Girls sló í gegn árið 2004 og varð síðar að söngleik á Broadway. Nú er búið að gera þann söngleik að mynd, tuttugu árum eftir að fyrsta myndin kom út. Hvað gæti farið úrskeiðis? Mjög margt og sennilega verður þessi nýja útgáfa ekki jafn góð og upprunalega myndin. Tina Fey sem skrifaði handrit fyrri myndarinnar (og lék eftirminnilega í henni) skrifaði líka handrit endurgerðarinnar sem gefur góð fyrirheit. Stundum er líka gaman að fá uppfærða útgáfa af sígildu verki bara til að sjá hvernig það virkar í nútímanum. Þegar þessi grein birtist verður Mean Girls komin í bíó af því hún var frumsýnd 12. janúar síðastliðinn við mikinn skvísufögnuð. Madame Web Casandra Webb (mest lýsandi karakteranafn síðan Remus Lupin) er sjúkraliði sem getur skyndilega séð inn í framtíðina og þarf að nýta skyggnigáfu sína til að bjarga þremur ungum konum með ofurkrafta frá dularfullu illmenni. Sydney Sweeney ku leika Köngulóarkonuna í Madame Web Madame Web er nýjasta Köngulóarmannstengda ofurhetjumyndin frá Sony en síðasta myndin af því tagi sem kom frá þeim var ofur-floppið Morbius svo vonandi verður þessi ekki jafnslæm. Hugmyndin er spennandi og með hlutverk í myndinni fara Dakota Johnson, Sydney Sweeney og Emma Roberts. Stiklan sem kom út fyrir myndina í fyrra virkaði hins vegar mjög ósannfærandi. Þá var mikið gert grín að stirðum leik Johnson, sérstaklega þegar hún fór með línuna „Hann var í Amazon-skóginum með mömmu minni þegar hún var að rannsaka köngulær rétt áður en hún dó“. Drive-Away Dolls Eftir að Coen-bræður hættu að gera myndir saman hefur lítið sést frá þeim. Joel gerði The Tragedy of Macbeth árið 2021 en það hefur ekkert heyrst frá Ethan fyrir utan litla heimildamynd um Jerry Lee Lewis. Þangað til núna í ár. Drive-Away Dolls fjallar um tvær vinkonur sem fara í ferðalag til Tallahassee í Flórída. Í klassískum buddy-myndastíl eru þær algjörar andstæður, önnur er frjáls í fasi en hin stirð og siðprúð. Þær lenda svo auðvitað í vandræðum, verða á vegi krimma sem eru að klaufskir að Coen-hætti. Dune: Part Two Framhald Dune sem kom út 2021 og sló þá rækilega í gegn. Myndin tekur fyrir seinni hluta bókarinnar þar sem Paul Atreides ræðst í blóðugan hefndarleiðangur gegn Harkonnen-fjölskyldunni. Að sögn Denis Villeneuve, leikstjóra myndarinnar, er miklu meiri hasar í nýju myndinni. Sandormarnir sem komu bara stuttlega fyrir í fyrri hlutanum eru sömuleiðis fyrirferðarmeiri sem ætti að gleðja ormadýrkendur. Ungstirnið Zendaya sem var í mýflugumynd í fyrri myndinni er núna í aðalhlutverki með Timothee Chalamet Þar fyrir utan er myndin stjörnum prýdd með leikurum á borð við Florence Pugh, Christopher Walken og Austin Butler. Myndin er frumsýnd 1. mars í Sambíóunum Kung Fu Panda 4 Fjórða myndin um matgæðinginn Po Ping (Jack Black) sem hefur náðargáfu fyrir kung fu. Í þetta sinn er farið að síga á seinni hluta bardagaferils pandabjarnarins sem þarf að þjálfa næsta drekastríðsmann. Það kemur babb í bátinn þegar kameljónsnorn endurlífgar gamla óvini Po úr fyrri myndum til að geta stolið kröftum þeirra. Po og lærisveinn hans, Zhen, þurfa að safna liði til að berjast við nornina og bjarga deginum. Challengers Plakatið fyrir Challengers er helvíti flott.MGM Ítalski Íslandsvinurinn Luca Guadagnino hefur getið sér gott orð fyrir kvikmyndir á borð við Call Me By Your Name, Suspiria og Bones and All. Í Challengers endurvekur Guadagnino kynferðistrylli tíunda áratugarins með tennismynd sem fjallar um ástarþríhyrning milli þriggja tenniskeppenda. Zendaya leikur upprennandi tennisstjörnuna Tashi Duncan sem kynnist tveimur vinum. Það hitnar í kolunum og vinirnir tveir bítast um ást Duncan. Annar þeirra verður á endanum fyrir valinu sem leiðir til vinslita. Mörgum árum síðar keppa vinirnir, sem áður kepptu um ást Duncan, nú á tennisvellinum. Árið í ár verður stórt fyrir Zendayu, sem er líka framleiðandi að myndinni, en auk Challengers þá verður hún í burðarhlutverki í þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Euphoria og í stórmyndinni Dune 2 (eins og kom fram hér fyrir ofan). The Fall Guy Ryan Gosling sló í gegn á síðasta ári sem dúkkan Ken og fylgir þeirri frammistöðu eftir með hasargrínmyndinni The Fall Guy, einni dýrustu mynd ársins 2024. The Fall Guy byggir á samnefndum sjónvarpsþáttum frá níunda áratugnum og Gosling leikur áhættuleikarann Colt Seavers sem er að vinna við kvikmynd með stærsta hasarleikara Hollywood. Þegar stórstjarnan hverfur fer allt í uppnám og Colt þarf að bregða sér í hlutverk spæjara í von um að bjarga myndinni. Karakter Ryan Gosling í myndinni minnir um margt á lánlausan karakter hans úr spæjaramyndinni The Nice Guys sem gleður eflaust einhverja aðdáendur hennar. Von er á myndinni í bíó í upphafi sumars. Furiosa: A Mad Max Saga Forleikur að Mad Max: Fury Road sem rekur sögu stríðskonunnar Furíósu áður en hún kynnist Max. Charlize Theron lék Fúríósu á fullorðinsárum í Fury Road en hér bregður Anya Taylor-Joy sér í hlutverk yngri útgáfu stríðskonunnar. Miðað við yfirgengilegan og stanslausan hasar fyrri myndarinnar og stikluna fyrir Fúríósu mega hasaradáendur eiga von á góðum adrenalínskammti. Kingdom of the Planet of the Apes Tíunda myndin um Apaplánetuna og framhald af trílógíunni sem kom út frá 2011 til 2017. Myndin gerist 300 árum eftir atburði War of the Planet of the Apes þar sem aparnir drottna yfir villtum mönnunum og segir frá ferðalagi ungs simpansa og manns inn í rústir siðmenningar. Inside Out 2 Enn ein framhaldsmyndin sem Pixar sendir frá sér. Hins vegar hefur sennilega ekki verið jafnmikil innistæða eða spenna fyrir Pixar-framhaldsmynd síðan Toy Story 2 kom út fyrir kvartöld. Framhald hinnar gríðarvinsælu Inside Out sem kom út 2015 og fjallaði um tilfinningalíf stelpunnar Riley og hvernig persónugerðar tilfinningar hennar tókust á við umbreytingar í lífi hennar. Nú er Riley orðinn unglingur og unglingsárunum fylgir ný tilfinning, kvíði. Það verður gaman að sjá hvernig hinum tilfinningunum gengur að vinna með þessari erfiðu tilfinningu. Aulinn ég 4 Frá því Aulinn ég kom út fyrir fjórtán árum hafa tvær framhaldsmyndir um ofur-illmennið Gru komið út auk tveggja mynda um gulu skósveina hans. Nú er von á Aulanum mér 4 sem fjallar um áframhaldandi ævintýri Gru og fjölskyldu hans. Það er lítið annað vitað um myndina en aðdáendur mega þó væntanlega eiga von á krúttlegum gulum skósveinum og einhvers konar illmennamakki. Trap Eftir gríðarsterka byrjun á ferlinum (Sixth Sense, Unbreakable, Signs og The Village) lenti M. Night Shyamalan í algjöru listrænu niðurbroti með röð ansi lélegra mynda. Hvort hann náði botninum með The Last Airbender árið 2010 eða After Earth þremur árum síðar skal ekki segja. Hann var allavega á vondum stað. Hann náði þó að spyrna sig frá botninum og hefur verið á góðu róli frá árinu 2016 þegar Split kom út. Þremur árum síðar kom út myndin Glass sem var framhald af bæði Split og Unbreakable. Þar á eftir kom út Old sem fjallaði um elli-ströndina ógurlegu og svo heimsendamyndin Knock at the Cabin. Í ár er von á nýjum spennutrylli frá Shyamalaan sem heitir Trap og ku gerast á tónleikum. Lítið annað er vitað um myndina nema að Josh Hartnett og Saleka Shyamalan, elsta dóttir leikstjórans, leika í myndinni. Deadpool 3 Ótrúlegt en satt þá kemur bara ein mynd frá Marvel á árinu, þ.e.a.s. úr hinum svokallaða kvikmyndaheimi Marvel (e. Marvel Cinematic Universe). Þar spila inn í verkföll í Hollywood en vafalaust líka lélegt gengi stúdíósins undanfarin tvö ár. Myndin sem um ræðir er þriðja myndin um óþolandi andhetjuna Deadpool sem Ryan Reynolds leikur. Fyrri Deadpool-myndirnar tvær voru á vegum Fox eins og aðrar myndir um X-mennina. En eftir að Disney keypti Fox árið 2019 hefur fyrirtækið unnið að því að innlima myndir Fox inn í kvikmyndaheim Marvel. Söguþráður myndarinnar er ekki á tæru en talið er að X-mennirnir muni formlega bætast inn í margheim Marvel (e. multiverse) í myndinni. Lesendur afsaka vonandi hvað þetta er allt ruglingslegt en ruglingur virðist vera aðalsmerki ofurhetjumynda þessa dagana. Allavega mun Hugh Jackman bregða sér í hlutverk Jarfa (e. Wolverine) á ný sem gleður eflaust einhverja. Deadpool og Wolverine munu eflaust bralla eitthvað skemmtilegt saman í myndinni.Marvel Borderlands Það hefur ekki farið mikið fyrir hryllingsleikstjóranum Eli Roth undanfarin ár (það voru ekki margir sem sáu Disney-myndina House With the Clocks in the Walls eða endurgerð Roth á Death Wish með Bruce Willis í aðalhlutverki). Hins vegar sló hryllingsmyndin Thanksgiving nokkuð óvænt í gegn í fyrra. Næsta mynd Roth er Borderlands, sem byggir á samnefndri tölvuleikjaseríu. Um er að ræða sæfæ-hasargrínmynd sem gerist á plánetunni Pandóru og fjallar um ólíka furðulegra karaktera sem hópa sig saman til að leita að týndri stúlku. Myndir sem byggja á tölvuleikjum vilja oft verða ansi slappar og Eli Roth á ekki beint glæstam feril að baki. Hins vegar er leikhópur myndarinnar stjörnum hlaðinn, þar má nefna Cate Blanchett, Jack Black, Kevin Hart, Jaime Lee Curtis, Gina Gershon og Bobby Lee. Skuggamyndir af aðalpersónum Borderlands . Alien: Romulus Eftir að Ridley Scott sneri aftur bak við stýri geimveruskútunnar með tveimur forleiksmyndum, Prometheus og Alien: Covenant, ákváðu 20th Century Studios að það væri kominn tími á eitthvað nýtt. Á plakatinu virðist geimveran koma í stað úlfamóðurinnar sem fóstraði Rómúlus og Remus. Níunda myndin um óhuggulegu geimveruna (hér eru Alien vs Predator taldar með) er því sú fyrsta í nokkuð langan tíma sem á að standa ein og sér, laus undan syndum fyrri mynda. Spænski hryllingsleikstjórinn Fede Álvarez sem endurgerði Evil Dead árið 2013 og leikstýrði Don‘t Breathe hefur verið fengin til að stýra skútunni og Cailee Spaeny (sem leikur Priscillu Presley í Priscillu) verður í aðalhlutverki. Myndin á að gerast einhvern tímann á þeim 57 árum sem líða á milli Alien-myndar Ridley Scott og framhaldsins, Aliens, sem James Cameron leikstýrði. Þá er titill myndarinnar vísun í Rómulus úr rómverskri goðafræði en hann á að hafa drepið tvíburabróður sinn Remus, reist borgina Róm og verið fyrsti konungur hennar. Joker: Folie à Deux Sálfræðitryllirinn Joker naut mikilla vinsælda fyrir fimm árum með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki og í ár er von á framhaldi. Stóru fréttirnar eru að myndin er söngleikur og Lady Gaga deilir skjánum með Phoenix. Gaga leikur sálfræðinginn Harley Quinn sem í teiknimyndasögunum fær Jókerinn á heilann og verður ástfangin af honum. Það er spurning hvernig það verður útfært í myndinni en „folie à deux“ vísar í tegund af geðröskun sem er betur þekkt sem „shared delusional disorder“ eða hugvilluröskun sem „smitast“ frá einum einstakling til annars. Fyrri myndin stal óspart frá bæði Taxi Driver og The King of Comedy svo það er spurning hvort leitað verði eftir innblæstri í einu söngleikjamynd Martin Scorsese, New York, New York. Eða kannski víkka þau sjóndeildarhringinn út fyrir Scorsese, leita til Regnhlífanna í Cherbourg eða einhverra annarra sígildra söngleikjamynda. Lady Gaga og Joaquin Phoenix leika ástföngnu andhetjurnar Harley Quinn og Arthur Fleck. Gladiator 2 Hinn 86 ára Ridley Scott ætlar ekki að hætta að gera myndir fyrr en hann geispar golunni. Í fyrra gerði hann Napóleon og tveimur árum fyrr komu út bæði The Last Duel og House of Gucci. Í ár er von á framhaldi af sverð-og-sandala-epík hans frá 2000. Myndin fjallar um Lúsíus, litla frænda keisarans Kommódusar, sem Maxímus (persóna Russell Crowe) bjargaði í fyrstu myndinni. Lúsíus er leikinn af hinum írska Paul Mescal en auk hans leika Pedro Pascal, Barry Keoghan og Denzel Washington, sem leikur þræl sem hefur gerst vopnasali, í myndinni. Myndir Scott hafa verið upp og ofan undanfarin ár, Napóleon og House of Gucci fengu mjög misjafna dóma á meðan The Last Duel var mjög vel tekið. Scott hefur sömuleiðis bara einu sinni áður gert framhald að eigin mynd, fyrra skiptið var Alien: Covenant. Vonandi tekst honum betur til í þetta skiptið. Wicked Wicked hefur verið ævintýralega vinsæll söngleikur á Broadway frá því hann var settur á svið fyrir tuttugu árum. Söngleikurinn byggir á Galdrakallinum í Oz og rekur sögu nornanna tveggja, Glindu hinnar góðu og Elphöbu, illu nornarinnar í vestri, frá því þær kynnast sem ungar stúlkur og þar til þær breytast í nornirnar sem þær eru þegar Dórótea kynnist þeim. Leikhópurinn er nokkuð vel mannaður, poppsöngkonan Ariana Grande leikur Glindu á meðan Cynthia Erivo leikur Elphöbu. Þar að auki er Jeff Goldblum í hlutverki galdrakallsins í Oz og Michelle Yeoh leikur skólastýru. Söngleikurinn telur um 150 mínútur á svið og því hefur verið ákveðið að skipta myndinni í tvennt. Fyrri myndin kemur út í nóvember á þessu ári en sú seinni ári síðar. Nosferatu Þriðja útgáfa Nosferatu, sem var upprunalega óopinber aðlögun á Drakúla, lítur dagsins ljós á jóladag. Fyrsta myndin var þýsk og þögul og kom út 1922 í leikstjórn F.W. Murnau með Max Schreck í aðalhlutverki. Werner Herzog endurgerði myndina síðan 1979 með sínum helsta samstarfsmanni, Klaus Kinski. Nú ætlar Robert Eggers að gera sína eigin útgáfu af vampírumyndinni. Eggers er ekki ókunnur hryllingi, hóf ferilinn á hrollvekjunni The Witch, gerði svo sálfræðitryllinn The Light House og loks víkingamyndina The Northman sem var hasarmynd með hryllingsívafi. Bill Skårsgard leikur Orlok greifa í nýju myndinni og honum til halds og trausts verða Lily-Rose Depp, Nicholas Hoult og Willem Dafoe (sem lék Max Schrek í myndinni Shadow of a Vampire sem fjallaði um gerð Nosferatu frá 1922). Lily-Rose Depp leikur Ellen Hutter sem Orlok greifi er ástfanginn af.Focus Features Ónefnd mynd Jordan Peele Það styttist í næstu mynd hryllingsmeistaarans Jordan Peele sem sendi síðast frá sér sæfæ-kúrekahryllinginn Nope og þar áður Us og Get Out. Þessi nýja mynd átti að koma út á sama tíma og Nosferatu, á jóladag en vegna verkfallsins sem lamaði Hollywood í fyrra er orðið ansi ólíklegt að myndin komi út í ár. Hún ætti því í raun ekki að vera á listanum. En fyrst það er ekki kominn nýr frumsýningardagur þá leyfum við henni að fljóta með. Hins vegar er bókstaflega ekkert vitað um myndina, hvorki titill hennar, né vísir að söguþræði eða mögulegir leikarar. Þó er talið að myndin verði í svipuðum dúr og Us og Get Out, einhvers konar félags-hryllingur (e. socio-horror) þar sem Peele hefur lýst yfir áhuga sínum á að gera fleiri myndir af því tagi. Maxxxine Endirinn á hryllingstrílógíu Ti West sem hófst á slægjumyndinni X og var fylgt eftir með forleiknum Pearl. Myndin er beint framhald af X en þeir sem hafa ekki séð hana ættu að sleppa því að lesa áfram. Áhorfendur fylgjast með Maxine (Mia Goth) þar sem hún er komin til Los Angeles níunda áratugarins til að lifa drauminn og verða stórstjarna. Miðað við blóðböð fyrri myndinna er von á því að slóð Maxine verði blóði drifin. Auk Miu Goth leikur tónlistarkonan Halsey í myndinni. Goth hefur sérhæft sig í hryllingi frá því hún hóf feril sinn í Nymphomaniac árið 2013. Fyrir utan þessa trílógíu hefur hún leikið í endurgerðinni á Suspiriu, sálfræðitryllinum A Cure for Wellness, sæfæ-hryllingnum High Life, líkamshrollvekjunni Infinity Pool. Næstu tvær myndir hennar eru Frankenstein-mynd Guillermo del Toro og Blade. Hún er því sannkölluð öskurdrottning (e. scream queen). Mickey 17 Nýjasta myndin frá kóreska leikstjóranum Bong Joon-Ho sem sló rækilega í gegn með Parasite árið 2019. Hann er kominn aftur í sæfæ-gírinn sem hann var í fyrri myndum sínum á borð við Okja og Snowpiercer. Þessi mynd er eiginlega það eina sem hefur sést um Mickey 17.Warner Bros Robert Pattinson, sem hefur farið í gegnum endurnýjun lífdaga á undanförnum árum, leikur aðalhlutverk myndarinnar. Myndin byggir á vísindaskáldsögunni Mickey 7 sem fjallar um geimfara sem er sendur til að stofna nýlendu á óbyggilegri plánetu. Mickey er óvenjulegur að því leyti að þegar hann deyr þá er hann endurlífgaður nema hann heldur minningum sínum. Það er lítið annað vitað um myndina nema Mark Ruffalo leysti nýlega frá skjóðunni um hlutverk sitt í myndinni og lýsti karakter sínum sem „andstyggilegum einræðisherra, fasista og narsisista“. Myndin átti að koma út í mars en er núna í lausu lofti eftir að henni var frestað ótímabundið. Bíó og sjónvarp Hollywood Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Listinn hefst á myndum sem komu út í fyrra erlendis en lenda í bíóhúsum hérlendis í janúar og febrúar. Eftir það koma myndirnar í þeirri röð sem þær eiga að koma út og síðustu myndirnar á listanum eru ekki enn komnar með útgáfudag. Það er ekki hægt að fjalla um allar myndirnar sem koma út og því aragrúi mynda sem komust ekki á blað. Þar má nefna fellibyljaframhaldsmyndina Twisters, þriðju myndina um broddgöltinn Sonic, dystópíuna Civil War í leikstjórn Alex Garland, Ghost Busters: Frozen Empire og nýja teiknimynd um köttinn Gretti. Poor Things Nýjasta mynd hins gríska Yorgos Lanthimos sem er þekktastur fyrir The Favourite, The Killing of a Sacred Deer og The Lobster. Poor Things gerist á Viktoríutímabilinu í Lundúnum og fjallar um Bellu Baxter (Emma Stone) sem er endurlífguð af vísindamanninum God-win (Willem Defoe) í Frankenstein-stíl. Vísindamaðurinn vill ráðskast með Emmu sem flýr á brott með lögfræðingi (Mark Ruffalo). Við tekur ævintýraferð þar sem þau ferðast milli landa og Bella uppgötvar heiminn og sjálfa sig. Líkt og í fyrri verkum Lanthimos mega áhorfendur eiga von á óþægindum og absúrdhúmor. Blaðamanni var tjáð að myndin væri ekki fyrir viðkvæma þar sem hún er uppfull af bæði kynlífssenum og ógeðslegum kjötsenum hvað svo sem það þýðir. Priscilla Sofia Coppola leikstýrir Cailee Spainey og ungstirninu Jacob Elordi í mynd um Priscillu Presley og samband hennar við Elvis. Myndin byggir á ævisögu Priscillu, Elvis and Me, og dregur upp aðra mynd en Elvis-mynd Baz Luhrmann gerði af rokkstjörnunni 2022. Hér birtist heldur drungalegri Elvis, maðurinn sem fékk áhuga á táningsstelpu og einsetti sér að vinna ást hennar. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og Smárabíó í byrjun febrúar. Perfect Days Það er ekki á hverjum degi sem Wim Wenders sendir frá sér nýja mynd en Perfect Days segir frá japönskum húsverði sem flakkar á milli starfstöðva sinna og hlustar á rokktónlist. Aðalleikarinn, Koji Yakusho, var valinn besti aðalleikarinn á Cannes 2023 og er myndin framlag Japans til óskarsverðlaunanna 2024. Mean Girls Unglingamyndin Mean Girls sló í gegn árið 2004 og varð síðar að söngleik á Broadway. Nú er búið að gera þann söngleik að mynd, tuttugu árum eftir að fyrsta myndin kom út. Hvað gæti farið úrskeiðis? Mjög margt og sennilega verður þessi nýja útgáfa ekki jafn góð og upprunalega myndin. Tina Fey sem skrifaði handrit fyrri myndarinnar (og lék eftirminnilega í henni) skrifaði líka handrit endurgerðarinnar sem gefur góð fyrirheit. Stundum er líka gaman að fá uppfærða útgáfa af sígildu verki bara til að sjá hvernig það virkar í nútímanum. Þegar þessi grein birtist verður Mean Girls komin í bíó af því hún var frumsýnd 12. janúar síðastliðinn við mikinn skvísufögnuð. Madame Web Casandra Webb (mest lýsandi karakteranafn síðan Remus Lupin) er sjúkraliði sem getur skyndilega séð inn í framtíðina og þarf að nýta skyggnigáfu sína til að bjarga þremur ungum konum með ofurkrafta frá dularfullu illmenni. Sydney Sweeney ku leika Köngulóarkonuna í Madame Web Madame Web er nýjasta Köngulóarmannstengda ofurhetjumyndin frá Sony en síðasta myndin af því tagi sem kom frá þeim var ofur-floppið Morbius svo vonandi verður þessi ekki jafnslæm. Hugmyndin er spennandi og með hlutverk í myndinni fara Dakota Johnson, Sydney Sweeney og Emma Roberts. Stiklan sem kom út fyrir myndina í fyrra virkaði hins vegar mjög ósannfærandi. Þá var mikið gert grín að stirðum leik Johnson, sérstaklega þegar hún fór með línuna „Hann var í Amazon-skóginum með mömmu minni þegar hún var að rannsaka köngulær rétt áður en hún dó“. Drive-Away Dolls Eftir að Coen-bræður hættu að gera myndir saman hefur lítið sést frá þeim. Joel gerði The Tragedy of Macbeth árið 2021 en það hefur ekkert heyrst frá Ethan fyrir utan litla heimildamynd um Jerry Lee Lewis. Þangað til núna í ár. Drive-Away Dolls fjallar um tvær vinkonur sem fara í ferðalag til Tallahassee í Flórída. Í klassískum buddy-myndastíl eru þær algjörar andstæður, önnur er frjáls í fasi en hin stirð og siðprúð. Þær lenda svo auðvitað í vandræðum, verða á vegi krimma sem eru að klaufskir að Coen-hætti. Dune: Part Two Framhald Dune sem kom út 2021 og sló þá rækilega í gegn. Myndin tekur fyrir seinni hluta bókarinnar þar sem Paul Atreides ræðst í blóðugan hefndarleiðangur gegn Harkonnen-fjölskyldunni. Að sögn Denis Villeneuve, leikstjóra myndarinnar, er miklu meiri hasar í nýju myndinni. Sandormarnir sem komu bara stuttlega fyrir í fyrri hlutanum eru sömuleiðis fyrirferðarmeiri sem ætti að gleðja ormadýrkendur. Ungstirnið Zendaya sem var í mýflugumynd í fyrri myndinni er núna í aðalhlutverki með Timothee Chalamet Þar fyrir utan er myndin stjörnum prýdd með leikurum á borð við Florence Pugh, Christopher Walken og Austin Butler. Myndin er frumsýnd 1. mars í Sambíóunum Kung Fu Panda 4 Fjórða myndin um matgæðinginn Po Ping (Jack Black) sem hefur náðargáfu fyrir kung fu. Í þetta sinn er farið að síga á seinni hluta bardagaferils pandabjarnarins sem þarf að þjálfa næsta drekastríðsmann. Það kemur babb í bátinn þegar kameljónsnorn endurlífgar gamla óvini Po úr fyrri myndum til að geta stolið kröftum þeirra. Po og lærisveinn hans, Zhen, þurfa að safna liði til að berjast við nornina og bjarga deginum. Challengers Plakatið fyrir Challengers er helvíti flott.MGM Ítalski Íslandsvinurinn Luca Guadagnino hefur getið sér gott orð fyrir kvikmyndir á borð við Call Me By Your Name, Suspiria og Bones and All. Í Challengers endurvekur Guadagnino kynferðistrylli tíunda áratugarins með tennismynd sem fjallar um ástarþríhyrning milli þriggja tenniskeppenda. Zendaya leikur upprennandi tennisstjörnuna Tashi Duncan sem kynnist tveimur vinum. Það hitnar í kolunum og vinirnir tveir bítast um ást Duncan. Annar þeirra verður á endanum fyrir valinu sem leiðir til vinslita. Mörgum árum síðar keppa vinirnir, sem áður kepptu um ást Duncan, nú á tennisvellinum. Árið í ár verður stórt fyrir Zendayu, sem er líka framleiðandi að myndinni, en auk Challengers þá verður hún í burðarhlutverki í þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Euphoria og í stórmyndinni Dune 2 (eins og kom fram hér fyrir ofan). The Fall Guy Ryan Gosling sló í gegn á síðasta ári sem dúkkan Ken og fylgir þeirri frammistöðu eftir með hasargrínmyndinni The Fall Guy, einni dýrustu mynd ársins 2024. The Fall Guy byggir á samnefndum sjónvarpsþáttum frá níunda áratugnum og Gosling leikur áhættuleikarann Colt Seavers sem er að vinna við kvikmynd með stærsta hasarleikara Hollywood. Þegar stórstjarnan hverfur fer allt í uppnám og Colt þarf að bregða sér í hlutverk spæjara í von um að bjarga myndinni. Karakter Ryan Gosling í myndinni minnir um margt á lánlausan karakter hans úr spæjaramyndinni The Nice Guys sem gleður eflaust einhverja aðdáendur hennar. Von er á myndinni í bíó í upphafi sumars. Furiosa: A Mad Max Saga Forleikur að Mad Max: Fury Road sem rekur sögu stríðskonunnar Furíósu áður en hún kynnist Max. Charlize Theron lék Fúríósu á fullorðinsárum í Fury Road en hér bregður Anya Taylor-Joy sér í hlutverk yngri útgáfu stríðskonunnar. Miðað við yfirgengilegan og stanslausan hasar fyrri myndarinnar og stikluna fyrir Fúríósu mega hasaradáendur eiga von á góðum adrenalínskammti. Kingdom of the Planet of the Apes Tíunda myndin um Apaplánetuna og framhald af trílógíunni sem kom út frá 2011 til 2017. Myndin gerist 300 árum eftir atburði War of the Planet of the Apes þar sem aparnir drottna yfir villtum mönnunum og segir frá ferðalagi ungs simpansa og manns inn í rústir siðmenningar. Inside Out 2 Enn ein framhaldsmyndin sem Pixar sendir frá sér. Hins vegar hefur sennilega ekki verið jafnmikil innistæða eða spenna fyrir Pixar-framhaldsmynd síðan Toy Story 2 kom út fyrir kvartöld. Framhald hinnar gríðarvinsælu Inside Out sem kom út 2015 og fjallaði um tilfinningalíf stelpunnar Riley og hvernig persónugerðar tilfinningar hennar tókust á við umbreytingar í lífi hennar. Nú er Riley orðinn unglingur og unglingsárunum fylgir ný tilfinning, kvíði. Það verður gaman að sjá hvernig hinum tilfinningunum gengur að vinna með þessari erfiðu tilfinningu. Aulinn ég 4 Frá því Aulinn ég kom út fyrir fjórtán árum hafa tvær framhaldsmyndir um ofur-illmennið Gru komið út auk tveggja mynda um gulu skósveina hans. Nú er von á Aulanum mér 4 sem fjallar um áframhaldandi ævintýri Gru og fjölskyldu hans. Það er lítið annað vitað um myndina en aðdáendur mega þó væntanlega eiga von á krúttlegum gulum skósveinum og einhvers konar illmennamakki. Trap Eftir gríðarsterka byrjun á ferlinum (Sixth Sense, Unbreakable, Signs og The Village) lenti M. Night Shyamalan í algjöru listrænu niðurbroti með röð ansi lélegra mynda. Hvort hann náði botninum með The Last Airbender árið 2010 eða After Earth þremur árum síðar skal ekki segja. Hann var allavega á vondum stað. Hann náði þó að spyrna sig frá botninum og hefur verið á góðu róli frá árinu 2016 þegar Split kom út. Þremur árum síðar kom út myndin Glass sem var framhald af bæði Split og Unbreakable. Þar á eftir kom út Old sem fjallaði um elli-ströndina ógurlegu og svo heimsendamyndin Knock at the Cabin. Í ár er von á nýjum spennutrylli frá Shyamalaan sem heitir Trap og ku gerast á tónleikum. Lítið annað er vitað um myndina nema að Josh Hartnett og Saleka Shyamalan, elsta dóttir leikstjórans, leika í myndinni. Deadpool 3 Ótrúlegt en satt þá kemur bara ein mynd frá Marvel á árinu, þ.e.a.s. úr hinum svokallaða kvikmyndaheimi Marvel (e. Marvel Cinematic Universe). Þar spila inn í verkföll í Hollywood en vafalaust líka lélegt gengi stúdíósins undanfarin tvö ár. Myndin sem um ræðir er þriðja myndin um óþolandi andhetjuna Deadpool sem Ryan Reynolds leikur. Fyrri Deadpool-myndirnar tvær voru á vegum Fox eins og aðrar myndir um X-mennina. En eftir að Disney keypti Fox árið 2019 hefur fyrirtækið unnið að því að innlima myndir Fox inn í kvikmyndaheim Marvel. Söguþráður myndarinnar er ekki á tæru en talið er að X-mennirnir muni formlega bætast inn í margheim Marvel (e. multiverse) í myndinni. Lesendur afsaka vonandi hvað þetta er allt ruglingslegt en ruglingur virðist vera aðalsmerki ofurhetjumynda þessa dagana. Allavega mun Hugh Jackman bregða sér í hlutverk Jarfa (e. Wolverine) á ný sem gleður eflaust einhverja. Deadpool og Wolverine munu eflaust bralla eitthvað skemmtilegt saman í myndinni.Marvel Borderlands Það hefur ekki farið mikið fyrir hryllingsleikstjóranum Eli Roth undanfarin ár (það voru ekki margir sem sáu Disney-myndina House With the Clocks in the Walls eða endurgerð Roth á Death Wish með Bruce Willis í aðalhlutverki). Hins vegar sló hryllingsmyndin Thanksgiving nokkuð óvænt í gegn í fyrra. Næsta mynd Roth er Borderlands, sem byggir á samnefndri tölvuleikjaseríu. Um er að ræða sæfæ-hasargrínmynd sem gerist á plánetunni Pandóru og fjallar um ólíka furðulegra karaktera sem hópa sig saman til að leita að týndri stúlku. Myndir sem byggja á tölvuleikjum vilja oft verða ansi slappar og Eli Roth á ekki beint glæstam feril að baki. Hins vegar er leikhópur myndarinnar stjörnum hlaðinn, þar má nefna Cate Blanchett, Jack Black, Kevin Hart, Jaime Lee Curtis, Gina Gershon og Bobby Lee. Skuggamyndir af aðalpersónum Borderlands . Alien: Romulus Eftir að Ridley Scott sneri aftur bak við stýri geimveruskútunnar með tveimur forleiksmyndum, Prometheus og Alien: Covenant, ákváðu 20th Century Studios að það væri kominn tími á eitthvað nýtt. Á plakatinu virðist geimveran koma í stað úlfamóðurinnar sem fóstraði Rómúlus og Remus. Níunda myndin um óhuggulegu geimveruna (hér eru Alien vs Predator taldar með) er því sú fyrsta í nokkuð langan tíma sem á að standa ein og sér, laus undan syndum fyrri mynda. Spænski hryllingsleikstjórinn Fede Álvarez sem endurgerði Evil Dead árið 2013 og leikstýrði Don‘t Breathe hefur verið fengin til að stýra skútunni og Cailee Spaeny (sem leikur Priscillu Presley í Priscillu) verður í aðalhlutverki. Myndin á að gerast einhvern tímann á þeim 57 árum sem líða á milli Alien-myndar Ridley Scott og framhaldsins, Aliens, sem James Cameron leikstýrði. Þá er titill myndarinnar vísun í Rómulus úr rómverskri goðafræði en hann á að hafa drepið tvíburabróður sinn Remus, reist borgina Róm og verið fyrsti konungur hennar. Joker: Folie à Deux Sálfræðitryllirinn Joker naut mikilla vinsælda fyrir fimm árum með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki og í ár er von á framhaldi. Stóru fréttirnar eru að myndin er söngleikur og Lady Gaga deilir skjánum með Phoenix. Gaga leikur sálfræðinginn Harley Quinn sem í teiknimyndasögunum fær Jókerinn á heilann og verður ástfangin af honum. Það er spurning hvernig það verður útfært í myndinni en „folie à deux“ vísar í tegund af geðröskun sem er betur þekkt sem „shared delusional disorder“ eða hugvilluröskun sem „smitast“ frá einum einstakling til annars. Fyrri myndin stal óspart frá bæði Taxi Driver og The King of Comedy svo það er spurning hvort leitað verði eftir innblæstri í einu söngleikjamynd Martin Scorsese, New York, New York. Eða kannski víkka þau sjóndeildarhringinn út fyrir Scorsese, leita til Regnhlífanna í Cherbourg eða einhverra annarra sígildra söngleikjamynda. Lady Gaga og Joaquin Phoenix leika ástföngnu andhetjurnar Harley Quinn og Arthur Fleck. Gladiator 2 Hinn 86 ára Ridley Scott ætlar ekki að hætta að gera myndir fyrr en hann geispar golunni. Í fyrra gerði hann Napóleon og tveimur árum fyrr komu út bæði The Last Duel og House of Gucci. Í ár er von á framhaldi af sverð-og-sandala-epík hans frá 2000. Myndin fjallar um Lúsíus, litla frænda keisarans Kommódusar, sem Maxímus (persóna Russell Crowe) bjargaði í fyrstu myndinni. Lúsíus er leikinn af hinum írska Paul Mescal en auk hans leika Pedro Pascal, Barry Keoghan og Denzel Washington, sem leikur þræl sem hefur gerst vopnasali, í myndinni. Myndir Scott hafa verið upp og ofan undanfarin ár, Napóleon og House of Gucci fengu mjög misjafna dóma á meðan The Last Duel var mjög vel tekið. Scott hefur sömuleiðis bara einu sinni áður gert framhald að eigin mynd, fyrra skiptið var Alien: Covenant. Vonandi tekst honum betur til í þetta skiptið. Wicked Wicked hefur verið ævintýralega vinsæll söngleikur á Broadway frá því hann var settur á svið fyrir tuttugu árum. Söngleikurinn byggir á Galdrakallinum í Oz og rekur sögu nornanna tveggja, Glindu hinnar góðu og Elphöbu, illu nornarinnar í vestri, frá því þær kynnast sem ungar stúlkur og þar til þær breytast í nornirnar sem þær eru þegar Dórótea kynnist þeim. Leikhópurinn er nokkuð vel mannaður, poppsöngkonan Ariana Grande leikur Glindu á meðan Cynthia Erivo leikur Elphöbu. Þar að auki er Jeff Goldblum í hlutverki galdrakallsins í Oz og Michelle Yeoh leikur skólastýru. Söngleikurinn telur um 150 mínútur á svið og því hefur verið ákveðið að skipta myndinni í tvennt. Fyrri myndin kemur út í nóvember á þessu ári en sú seinni ári síðar. Nosferatu Þriðja útgáfa Nosferatu, sem var upprunalega óopinber aðlögun á Drakúla, lítur dagsins ljós á jóladag. Fyrsta myndin var þýsk og þögul og kom út 1922 í leikstjórn F.W. Murnau með Max Schreck í aðalhlutverki. Werner Herzog endurgerði myndina síðan 1979 með sínum helsta samstarfsmanni, Klaus Kinski. Nú ætlar Robert Eggers að gera sína eigin útgáfu af vampírumyndinni. Eggers er ekki ókunnur hryllingi, hóf ferilinn á hrollvekjunni The Witch, gerði svo sálfræðitryllinn The Light House og loks víkingamyndina The Northman sem var hasarmynd með hryllingsívafi. Bill Skårsgard leikur Orlok greifa í nýju myndinni og honum til halds og trausts verða Lily-Rose Depp, Nicholas Hoult og Willem Dafoe (sem lék Max Schrek í myndinni Shadow of a Vampire sem fjallaði um gerð Nosferatu frá 1922). Lily-Rose Depp leikur Ellen Hutter sem Orlok greifi er ástfanginn af.Focus Features Ónefnd mynd Jordan Peele Það styttist í næstu mynd hryllingsmeistaarans Jordan Peele sem sendi síðast frá sér sæfæ-kúrekahryllinginn Nope og þar áður Us og Get Out. Þessi nýja mynd átti að koma út á sama tíma og Nosferatu, á jóladag en vegna verkfallsins sem lamaði Hollywood í fyrra er orðið ansi ólíklegt að myndin komi út í ár. Hún ætti því í raun ekki að vera á listanum. En fyrst það er ekki kominn nýr frumsýningardagur þá leyfum við henni að fljóta með. Hins vegar er bókstaflega ekkert vitað um myndina, hvorki titill hennar, né vísir að söguþræði eða mögulegir leikarar. Þó er talið að myndin verði í svipuðum dúr og Us og Get Out, einhvers konar félags-hryllingur (e. socio-horror) þar sem Peele hefur lýst yfir áhuga sínum á að gera fleiri myndir af því tagi. Maxxxine Endirinn á hryllingstrílógíu Ti West sem hófst á slægjumyndinni X og var fylgt eftir með forleiknum Pearl. Myndin er beint framhald af X en þeir sem hafa ekki séð hana ættu að sleppa því að lesa áfram. Áhorfendur fylgjast með Maxine (Mia Goth) þar sem hún er komin til Los Angeles níunda áratugarins til að lifa drauminn og verða stórstjarna. Miðað við blóðböð fyrri myndinna er von á því að slóð Maxine verði blóði drifin. Auk Miu Goth leikur tónlistarkonan Halsey í myndinni. Goth hefur sérhæft sig í hryllingi frá því hún hóf feril sinn í Nymphomaniac árið 2013. Fyrir utan þessa trílógíu hefur hún leikið í endurgerðinni á Suspiriu, sálfræðitryllinum A Cure for Wellness, sæfæ-hryllingnum High Life, líkamshrollvekjunni Infinity Pool. Næstu tvær myndir hennar eru Frankenstein-mynd Guillermo del Toro og Blade. Hún er því sannkölluð öskurdrottning (e. scream queen). Mickey 17 Nýjasta myndin frá kóreska leikstjóranum Bong Joon-Ho sem sló rækilega í gegn með Parasite árið 2019. Hann er kominn aftur í sæfæ-gírinn sem hann var í fyrri myndum sínum á borð við Okja og Snowpiercer. Þessi mynd er eiginlega það eina sem hefur sést um Mickey 17.Warner Bros Robert Pattinson, sem hefur farið í gegnum endurnýjun lífdaga á undanförnum árum, leikur aðalhlutverk myndarinnar. Myndin byggir á vísindaskáldsögunni Mickey 7 sem fjallar um geimfara sem er sendur til að stofna nýlendu á óbyggilegri plánetu. Mickey er óvenjulegur að því leyti að þegar hann deyr þá er hann endurlífgaður nema hann heldur minningum sínum. Það er lítið annað vitað um myndina nema Mark Ruffalo leysti nýlega frá skjóðunni um hlutverk sitt í myndinni og lýsti karakter sínum sem „andstyggilegum einræðisherra, fasista og narsisista“. Myndin átti að koma út í mars en er núna í lausu lofti eftir að henni var frestað ótímabundið.
Bíó og sjónvarp Hollywood Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira