Varúð: Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi! Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 8. janúar 2024 08:00 Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni. Það er vel óhætt að taka undir með Þórarni enda væri áfengi sjálfsagt flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag. Nú virðist hins vegar full seint í rassinn gripið að gera slíkar breytingar þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Telja má þó víst að talsverður fjöldi fólks eigi í erfiðleikum með löglega vímu- og fíkniefnið áfengi. Dágóður hópur gengst við vandanum og fer jafnvel í áfengismeðferð. Í gæðauppgjöri fyrir sjúkrahúsið Vog kemur fram að það voru„2755 innlagnarbeiðnir“ í fyrra, sem svarar til 7-8 beiðnum á dag, og segir þar jafnframt að „vandi af áfengisdrykkju [fari] síst minnkandi.“ Víðar er hægt að sækja áfengismeðferð, t.d. á Landspítalann, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík, en sum láta sér duga að fara beint í tólf spora samtök eða ná að hætta með eigin viljastyrk að vopni. Þau eru þó trúlega einnig nokkuð mörg sem gangast ekki við alkóhólismanum og telja sig því ekki eiga í vanda þrátt fyrir að fara illa með áfengi. Gjarnan bendir einhver á að afar margt fólk kunni með áfengi að fara og að það sé ósanngjarnt að takmarka aðgengið vegna einhverra örfárra sem kunni sér ekki hóf. Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum. Til dæmis má ætla að æði mörg þeirra ofbeldismála sem rata í fjölmiðla tengist neyslu vímuefna, löglegra og ólöglegra. Sömuleiðis og enn fremur má velta því fyrir sér hvort manneskjur sem „kunna að drekka áfengi“ geti ekki bara látið það vera. Nóg er úrvalið af áfengislausum drykkjum sem verða æ fleiri og fjölbreyttari. Ef hins vegar er verið að leita eftir vímunni, sem er gjarnan kallað „að finna á sér,“ þá vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna svo sé. Sum vilja gera skýran greinarmun á áfengi annars vegar og öðrum og ólöglegum, vímuefnum hins vegar. Vissulega er einhver munur á öllum þessum efnum en þó svo að finna megi sterkari vímugjafa þá hefst svaðilförin oftar en ekki með áfengisdrykkjunni. Áfengi er langalgengasta og útbreiddasta vímuefnið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur gefið það út að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Þá sýna glænýjar upplýsingar frá sömu stofnun fram á að áfengisneysla getur stuðlað að sjö tegundum krabbameina og þarf ekkert óhóf til. Samt þykir það svo sjálfsagt mál að vera með áfengi við hönd að stúdentshúfum fylgir kampavínsglas. Nú útskrifast margir nemendur 19 ára gamlir og því vart við hæfi að halda að þeim vínglasi. Þá er einnig svo komið að aðgengi að áfengi hefur verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur lagastoð. Ýmsar vefverslanir bjóða nú upp á sölu áfengis án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fá að líðast. Nú er svo komið að formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni í veikri von um að brugðist verði við. Það verður fróðlegt að fylgjast með því máli. Þá skýtur skökku við að sjá stirna á áfengisflöskurnar sem eru gjarna fyrir allra augum á veitingastöðunum á meðan tóbakið, annar skaðvaldur, er vandlega falið. Starfsmaður á kassa þarf að seilast undir borð til að ná í sígarettupakkann eða sækja hann í læsta hirslu á meðan skömmustulegur tóbaksfíkilinn tvístígur vandræðalegur með hnussandi fólk í röð fyrir aftan sig. Á sígarettupökkunum blasa síðan við ískyggilegar viðvaranir, á borð við: „Verndaðu börnin - láttu þau ekki anda að sér tóbaksreyk“ og „Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða.“ Það veitir heldur ekkert af að minna á skaðsemi tóbaksins. Fyrst að það er ekki í sjónmáli að gera áfengi ólöglegt, eins og önnur fíkni- og vímuefni, þá væri í það minnsta hægt að merkja flöskurnar með viðlíka viðvörunum og fylgja tóbakinu. Dæmi um slík varúðarorð gætu verið: „Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“ Hvað sem öllum lagabókstaf líður er í það minnsta þarft að líta áfengið réttum augum. Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni. Það er vel óhætt að taka undir með Þórarni enda væri áfengi sjálfsagt flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag. Nú virðist hins vegar full seint í rassinn gripið að gera slíkar breytingar þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Telja má þó víst að talsverður fjöldi fólks eigi í erfiðleikum með löglega vímu- og fíkniefnið áfengi. Dágóður hópur gengst við vandanum og fer jafnvel í áfengismeðferð. Í gæðauppgjöri fyrir sjúkrahúsið Vog kemur fram að það voru„2755 innlagnarbeiðnir“ í fyrra, sem svarar til 7-8 beiðnum á dag, og segir þar jafnframt að „vandi af áfengisdrykkju [fari] síst minnkandi.“ Víðar er hægt að sækja áfengismeðferð, t.d. á Landspítalann, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík, en sum láta sér duga að fara beint í tólf spora samtök eða ná að hætta með eigin viljastyrk að vopni. Þau eru þó trúlega einnig nokkuð mörg sem gangast ekki við alkóhólismanum og telja sig því ekki eiga í vanda þrátt fyrir að fara illa með áfengi. Gjarnan bendir einhver á að afar margt fólk kunni með áfengi að fara og að það sé ósanngjarnt að takmarka aðgengið vegna einhverra örfárra sem kunni sér ekki hóf. Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum. Til dæmis má ætla að æði mörg þeirra ofbeldismála sem rata í fjölmiðla tengist neyslu vímuefna, löglegra og ólöglegra. Sömuleiðis og enn fremur má velta því fyrir sér hvort manneskjur sem „kunna að drekka áfengi“ geti ekki bara látið það vera. Nóg er úrvalið af áfengislausum drykkjum sem verða æ fleiri og fjölbreyttari. Ef hins vegar er verið að leita eftir vímunni, sem er gjarnan kallað „að finna á sér,“ þá vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna svo sé. Sum vilja gera skýran greinarmun á áfengi annars vegar og öðrum og ólöglegum, vímuefnum hins vegar. Vissulega er einhver munur á öllum þessum efnum en þó svo að finna megi sterkari vímugjafa þá hefst svaðilförin oftar en ekki með áfengisdrykkjunni. Áfengi er langalgengasta og útbreiddasta vímuefnið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur gefið það út að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Þá sýna glænýjar upplýsingar frá sömu stofnun fram á að áfengisneysla getur stuðlað að sjö tegundum krabbameina og þarf ekkert óhóf til. Samt þykir það svo sjálfsagt mál að vera með áfengi við hönd að stúdentshúfum fylgir kampavínsglas. Nú útskrifast margir nemendur 19 ára gamlir og því vart við hæfi að halda að þeim vínglasi. Þá er einnig svo komið að aðgengi að áfengi hefur verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur lagastoð. Ýmsar vefverslanir bjóða nú upp á sölu áfengis án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fá að líðast. Nú er svo komið að formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni í veikri von um að brugðist verði við. Það verður fróðlegt að fylgjast með því máli. Þá skýtur skökku við að sjá stirna á áfengisflöskurnar sem eru gjarna fyrir allra augum á veitingastöðunum á meðan tóbakið, annar skaðvaldur, er vandlega falið. Starfsmaður á kassa þarf að seilast undir borð til að ná í sígarettupakkann eða sækja hann í læsta hirslu á meðan skömmustulegur tóbaksfíkilinn tvístígur vandræðalegur með hnussandi fólk í röð fyrir aftan sig. Á sígarettupökkunum blasa síðan við ískyggilegar viðvaranir, á borð við: „Verndaðu börnin - láttu þau ekki anda að sér tóbaksreyk“ og „Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða.“ Það veitir heldur ekkert af að minna á skaðsemi tóbaksins. Fyrst að það er ekki í sjónmáli að gera áfengi ólöglegt, eins og önnur fíkni- og vímuefni, þá væri í það minnsta hægt að merkja flöskurnar með viðlíka viðvörunum og fylgja tóbakinu. Dæmi um slík varúðarorð gætu verið: „Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“ Hvað sem öllum lagabókstaf líður er í það minnsta þarft að líta áfengið réttum augum. Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun