Varúð: Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi! Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 8. janúar 2024 08:00 Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni. Það er vel óhætt að taka undir með Þórarni enda væri áfengi sjálfsagt flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag. Nú virðist hins vegar full seint í rassinn gripið að gera slíkar breytingar þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Telja má þó víst að talsverður fjöldi fólks eigi í erfiðleikum með löglega vímu- og fíkniefnið áfengi. Dágóður hópur gengst við vandanum og fer jafnvel í áfengismeðferð. Í gæðauppgjöri fyrir sjúkrahúsið Vog kemur fram að það voru„2755 innlagnarbeiðnir“ í fyrra, sem svarar til 7-8 beiðnum á dag, og segir þar jafnframt að „vandi af áfengisdrykkju [fari] síst minnkandi.“ Víðar er hægt að sækja áfengismeðferð, t.d. á Landspítalann, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík, en sum láta sér duga að fara beint í tólf spora samtök eða ná að hætta með eigin viljastyrk að vopni. Þau eru þó trúlega einnig nokkuð mörg sem gangast ekki við alkóhólismanum og telja sig því ekki eiga í vanda þrátt fyrir að fara illa með áfengi. Gjarnan bendir einhver á að afar margt fólk kunni með áfengi að fara og að það sé ósanngjarnt að takmarka aðgengið vegna einhverra örfárra sem kunni sér ekki hóf. Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum. Til dæmis má ætla að æði mörg þeirra ofbeldismála sem rata í fjölmiðla tengist neyslu vímuefna, löglegra og ólöglegra. Sömuleiðis og enn fremur má velta því fyrir sér hvort manneskjur sem „kunna að drekka áfengi“ geti ekki bara látið það vera. Nóg er úrvalið af áfengislausum drykkjum sem verða æ fleiri og fjölbreyttari. Ef hins vegar er verið að leita eftir vímunni, sem er gjarnan kallað „að finna á sér,“ þá vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna svo sé. Sum vilja gera skýran greinarmun á áfengi annars vegar og öðrum og ólöglegum, vímuefnum hins vegar. Vissulega er einhver munur á öllum þessum efnum en þó svo að finna megi sterkari vímugjafa þá hefst svaðilförin oftar en ekki með áfengisdrykkjunni. Áfengi er langalgengasta og útbreiddasta vímuefnið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur gefið það út að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Þá sýna glænýjar upplýsingar frá sömu stofnun fram á að áfengisneysla getur stuðlað að sjö tegundum krabbameina og þarf ekkert óhóf til. Samt þykir það svo sjálfsagt mál að vera með áfengi við hönd að stúdentshúfum fylgir kampavínsglas. Nú útskrifast margir nemendur 19 ára gamlir og því vart við hæfi að halda að þeim vínglasi. Þá er einnig svo komið að aðgengi að áfengi hefur verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur lagastoð. Ýmsar vefverslanir bjóða nú upp á sölu áfengis án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fá að líðast. Nú er svo komið að formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni í veikri von um að brugðist verði við. Það verður fróðlegt að fylgjast með því máli. Þá skýtur skökku við að sjá stirna á áfengisflöskurnar sem eru gjarna fyrir allra augum á veitingastöðunum á meðan tóbakið, annar skaðvaldur, er vandlega falið. Starfsmaður á kassa þarf að seilast undir borð til að ná í sígarettupakkann eða sækja hann í læsta hirslu á meðan skömmustulegur tóbaksfíkilinn tvístígur vandræðalegur með hnussandi fólk í röð fyrir aftan sig. Á sígarettupökkunum blasa síðan við ískyggilegar viðvaranir, á borð við: „Verndaðu börnin - láttu þau ekki anda að sér tóbaksreyk“ og „Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða.“ Það veitir heldur ekkert af að minna á skaðsemi tóbaksins. Fyrst að það er ekki í sjónmáli að gera áfengi ólöglegt, eins og önnur fíkni- og vímuefni, þá væri í það minnsta hægt að merkja flöskurnar með viðlíka viðvörunum og fylgja tóbakinu. Dæmi um slík varúðarorð gætu verið: „Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“ Hvað sem öllum lagabókstaf líður er í það minnsta þarft að líta áfengið réttum augum. Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni. Það er vel óhætt að taka undir með Þórarni enda væri áfengi sjálfsagt flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag. Nú virðist hins vegar full seint í rassinn gripið að gera slíkar breytingar þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Telja má þó víst að talsverður fjöldi fólks eigi í erfiðleikum með löglega vímu- og fíkniefnið áfengi. Dágóður hópur gengst við vandanum og fer jafnvel í áfengismeðferð. Í gæðauppgjöri fyrir sjúkrahúsið Vog kemur fram að það voru„2755 innlagnarbeiðnir“ í fyrra, sem svarar til 7-8 beiðnum á dag, og segir þar jafnframt að „vandi af áfengisdrykkju [fari] síst minnkandi.“ Víðar er hægt að sækja áfengismeðferð, t.d. á Landspítalann, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík, en sum láta sér duga að fara beint í tólf spora samtök eða ná að hætta með eigin viljastyrk að vopni. Þau eru þó trúlega einnig nokkuð mörg sem gangast ekki við alkóhólismanum og telja sig því ekki eiga í vanda þrátt fyrir að fara illa með áfengi. Gjarnan bendir einhver á að afar margt fólk kunni með áfengi að fara og að það sé ósanngjarnt að takmarka aðgengið vegna einhverra örfárra sem kunni sér ekki hóf. Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum. Til dæmis má ætla að æði mörg þeirra ofbeldismála sem rata í fjölmiðla tengist neyslu vímuefna, löglegra og ólöglegra. Sömuleiðis og enn fremur má velta því fyrir sér hvort manneskjur sem „kunna að drekka áfengi“ geti ekki bara látið það vera. Nóg er úrvalið af áfengislausum drykkjum sem verða æ fleiri og fjölbreyttari. Ef hins vegar er verið að leita eftir vímunni, sem er gjarnan kallað „að finna á sér,“ þá vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna svo sé. Sum vilja gera skýran greinarmun á áfengi annars vegar og öðrum og ólöglegum, vímuefnum hins vegar. Vissulega er einhver munur á öllum þessum efnum en þó svo að finna megi sterkari vímugjafa þá hefst svaðilförin oftar en ekki með áfengisdrykkjunni. Áfengi er langalgengasta og útbreiddasta vímuefnið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur gefið það út að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Þá sýna glænýjar upplýsingar frá sömu stofnun fram á að áfengisneysla getur stuðlað að sjö tegundum krabbameina og þarf ekkert óhóf til. Samt þykir það svo sjálfsagt mál að vera með áfengi við hönd að stúdentshúfum fylgir kampavínsglas. Nú útskrifast margir nemendur 19 ára gamlir og því vart við hæfi að halda að þeim vínglasi. Þá er einnig svo komið að aðgengi að áfengi hefur verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur lagastoð. Ýmsar vefverslanir bjóða nú upp á sölu áfengis án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fá að líðast. Nú er svo komið að formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni í veikri von um að brugðist verði við. Það verður fróðlegt að fylgjast með því máli. Þá skýtur skökku við að sjá stirna á áfengisflöskurnar sem eru gjarna fyrir allra augum á veitingastöðunum á meðan tóbakið, annar skaðvaldur, er vandlega falið. Starfsmaður á kassa þarf að seilast undir borð til að ná í sígarettupakkann eða sækja hann í læsta hirslu á meðan skömmustulegur tóbaksfíkilinn tvístígur vandræðalegur með hnussandi fólk í röð fyrir aftan sig. Á sígarettupökkunum blasa síðan við ískyggilegar viðvaranir, á borð við: „Verndaðu börnin - láttu þau ekki anda að sér tóbaksreyk“ og „Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða.“ Það veitir heldur ekkert af að minna á skaðsemi tóbaksins. Fyrst að það er ekki í sjónmáli að gera áfengi ólöglegt, eins og önnur fíkni- og vímuefni, þá væri í það minnsta hægt að merkja flöskurnar með viðlíka viðvörunum og fylgja tóbakinu. Dæmi um slík varúðarorð gætu verið: „Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“ Hvað sem öllum lagabókstaf líður er í það minnsta þarft að líta áfengið réttum augum. Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun