Spá því að ársverðbólga verði 5,9 prósent í apríl Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 11:16 Útsölur og lækkun flugfargjalda á að vega á móti gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi um áramót. Útsölur eru í flestum verslunum þessa dagana. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldi áfram að hjaðna og verði komin í sex prósent í apríl. En til að það gerist þarf íbúðamarkaður „að vera til friðs“ og krónan að haldast stöðug. Þetta kemur fram í nýjustu spá deildarinnar sem birt var í dag. „Í desember síðastliðnum hjaðnaði verðbólga þvert á spár og mælist ársverðbólga nú 7,7%. Við erum nokkuð bjartsýn á verðbólguhorfur og teljum að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu mánuðum og það nokkuð hratt. Helsta ástæða þess er að stórir hækkunarmánuðir á fyrri hluta síðasta árs eru að detta út úr 12 mánaða mælingunni,“ segir í spá Greiningar Íslandsbanka en höfundur hennar er Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur. Samkvæmt bráðabirgðaspá deildarinnar verður ársverðbólga 5,9 prósent í apríl gangi spáin eftir. Það sé talsverð óvissa og stærsti óvissuþátturinn sé verðþróun á íbúðamarkaði og gengi krónunnar. Bráðabirgðaspá þar til í apríl: Febrúar 0,8% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok helstu áhrif Mars 0,5% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok teygjast fram í mars Apríl 0,6% – ársverðbólga mælist 5,9%: Árstíðabundin hækkun flugfargjalda Í spá Greiningar kemur einnig fram að deildin spáir 0,4 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í janúar. Ýmsar gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramót að vanda auk þess sem ýmis gjöld hækkuðu á milli mánaða. Hækkanir á bílum vega þar þyngst vegna niðurfellingar virðisaukaskatts á nýjum rafmagns- og vetnisbílum. Þess í stað er veittur styrkur úr Orkusjóði vegna kaupa á slíkum bílum sem kosta undir 10 milljónum króna sem á að draga aðeins úr hækkuninni. Greining hjá Íslandsbanka spáir því að þessi breyting muni hækka verð á bílum um 6,5 prósent á milli mánaða. Áfengi og tóbak hækkar samkvæmt spánni um 3,5 prósent og eldsneyti um 1,6 prósent. Hvort tveggja er að mestu vegna hækkana á krónutölugjöldum um áramót. Einnig hækka matar- og drykkjarvörur í verði um 0,6 prósent samkvæmt spá Íslandsbanka. Þar vegi þyngst hækkanir á mjólkurvörum um 0,06 prósent en Verðlagsnefnd búvara tilkynnti hækkanir sem tóku gildi nú í janúar. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða eru tómstundir og menning ásamt annarri vöru og þjónustu Verð á fötum og skóm lækkar um 8,5 prósent Í spá Greiningar segir að á móti þessu vegi útsölur og lækkun á flugfargjöldum. Samkvæmt mælingu Íslandsbanka lækkar verð á fötum og skóm um 8,5 prósent og húsgögnum og heimilisbúnaði um 5 prósent. Flugfargjöld lækka einnig í mánuðinum en þó talsvert minna en venjan er þar sem flugverð hækkaði minna en vant er í desember. Samkvæmt spá þeirra munu flugfargjöld lækka um 5 prósent Íbúðamarkaður heilbrigðari Fjallað erum stöðu íbúðamarkaðarins í spánni en þar segir að hann hafi róast heilmikið og sé orðinn talsvert heilbrigðari en hann var fyrir rúmu ári síðan. Árshækkun íbúðaverðs mældist 4,2 prósent í desember síðastliðnum en til samanburðar mældist árshækkun mest 25 prósent sumarið 2022. „Íbúðaverð hefur þó verið að sveiflast nokkuð til og erfitt hefur reynst að spá fyrir um einstaka mánaðarbreytingar. Þótt ekki sé hægt að útiloka áframhaldandi sveiflur teljum við að þróunin til meðallangs tíma verði með þeim hætti að íbúðamarkaður verði rólegur og árshækkun haldi áfram að mælast lág,“ segir í spánni. Þá er því spáð að reiknaða húsaleigan hækki um 0,6 prósent í janúar á milli mánaða. Vaxtaþátturinn skýri hækkunina að mestu, eða 0,5 prósent á meðan íbúðaverð skýrir 0,1 prósent. Hægt er að kynna sér spána hér. Efnahagsmál Verðlag Íslandsbanki Íslenska krónan Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
„Í desember síðastliðnum hjaðnaði verðbólga þvert á spár og mælist ársverðbólga nú 7,7%. Við erum nokkuð bjartsýn á verðbólguhorfur og teljum að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu mánuðum og það nokkuð hratt. Helsta ástæða þess er að stórir hækkunarmánuðir á fyrri hluta síðasta árs eru að detta út úr 12 mánaða mælingunni,“ segir í spá Greiningar Íslandsbanka en höfundur hennar er Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur. Samkvæmt bráðabirgðaspá deildarinnar verður ársverðbólga 5,9 prósent í apríl gangi spáin eftir. Það sé talsverð óvissa og stærsti óvissuþátturinn sé verðþróun á íbúðamarkaði og gengi krónunnar. Bráðabirgðaspá þar til í apríl: Febrúar 0,8% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok helstu áhrif Mars 0,5% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok teygjast fram í mars Apríl 0,6% – ársverðbólga mælist 5,9%: Árstíðabundin hækkun flugfargjalda Í spá Greiningar kemur einnig fram að deildin spáir 0,4 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í janúar. Ýmsar gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramót að vanda auk þess sem ýmis gjöld hækkuðu á milli mánaða. Hækkanir á bílum vega þar þyngst vegna niðurfellingar virðisaukaskatts á nýjum rafmagns- og vetnisbílum. Þess í stað er veittur styrkur úr Orkusjóði vegna kaupa á slíkum bílum sem kosta undir 10 milljónum króna sem á að draga aðeins úr hækkuninni. Greining hjá Íslandsbanka spáir því að þessi breyting muni hækka verð á bílum um 6,5 prósent á milli mánaða. Áfengi og tóbak hækkar samkvæmt spánni um 3,5 prósent og eldsneyti um 1,6 prósent. Hvort tveggja er að mestu vegna hækkana á krónutölugjöldum um áramót. Einnig hækka matar- og drykkjarvörur í verði um 0,6 prósent samkvæmt spá Íslandsbanka. Þar vegi þyngst hækkanir á mjólkurvörum um 0,06 prósent en Verðlagsnefnd búvara tilkynnti hækkanir sem tóku gildi nú í janúar. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða eru tómstundir og menning ásamt annarri vöru og þjónustu Verð á fötum og skóm lækkar um 8,5 prósent Í spá Greiningar segir að á móti þessu vegi útsölur og lækkun á flugfargjöldum. Samkvæmt mælingu Íslandsbanka lækkar verð á fötum og skóm um 8,5 prósent og húsgögnum og heimilisbúnaði um 5 prósent. Flugfargjöld lækka einnig í mánuðinum en þó talsvert minna en venjan er þar sem flugverð hækkaði minna en vant er í desember. Samkvæmt spá þeirra munu flugfargjöld lækka um 5 prósent Íbúðamarkaður heilbrigðari Fjallað erum stöðu íbúðamarkaðarins í spánni en þar segir að hann hafi róast heilmikið og sé orðinn talsvert heilbrigðari en hann var fyrir rúmu ári síðan. Árshækkun íbúðaverðs mældist 4,2 prósent í desember síðastliðnum en til samanburðar mældist árshækkun mest 25 prósent sumarið 2022. „Íbúðaverð hefur þó verið að sveiflast nokkuð til og erfitt hefur reynst að spá fyrir um einstaka mánaðarbreytingar. Þótt ekki sé hægt að útiloka áframhaldandi sveiflur teljum við að þróunin til meðallangs tíma verði með þeim hætti að íbúðamarkaður verði rólegur og árshækkun haldi áfram að mælast lág,“ segir í spánni. Þá er því spáð að reiknaða húsaleigan hækki um 0,6 prósent í janúar á milli mánaða. Vaxtaþátturinn skýri hækkunina að mestu, eða 0,5 prósent á meðan íbúðaverð skýrir 0,1 prósent. Hægt er að kynna sér spána hér.
Efnahagsmál Verðlag Íslandsbanki Íslenska krónan Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira