„Héldum að við værum of kúl til að klára þetta á fullu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. janúar 2024 19:52 Viðar Örn Hafsteinsson var vægast sagt ósáttur við spilamennsku sinna manna í fjórða leikhluta gegn Blikum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var hóflega sáttur með sigur sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. Hattarmenn höfðu öll völd á vellinum stærstan hluta leiksins og náðu yfir tuttugu stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta. Liðið var svo með 27 stiga forskot þegar komið var að fjórða og síðasta leikhluta leiksins, en þá hleyptu Hattarmenn Blikum inn í leikinn og niðurstaðan varð óþarflega naumur átta stiga sigur Hattar, 78-86. „Þetta var bara lélegur fjórði leikhluti, en ég er að reyna að vera ánægður með sigurinn. Frammistaðan í þrjá leikhluta var algjörlega til fyrirmyndar, bæði í vörn og sókn, en ég er virkilega ósáttur við mína menn hvernig við nálguðumst þetta í fjórða leikhluta og héldum að við værum eitthvað of kúl til að klára þetta á fullu sem var bara lélegt,“ sagði Viðar í leikslok. Hann segir að hægt sé að skrifa lokaleikhlutann að miklu leyti á kæruleysi sinna manna. „Menn héldu bara að þeir gætu slakað á. Það er miklu skemmtilegra þegar menn eru á fullu og gera þetta af krafti. Ég er bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni í fjórða leikhluta.“ Viðar segist þó geta horft jákvæðum augum á hina þrjá leikhluta leiksins. „Ég er auðvitað ánægður að vinna. Þetta snýst um það og er keppni í því. Ég er bara ánægður með sigur hérna á móti Breiðabliki því það er ekkert auðvelt að spila á móti þeim.“ „Við vorum komnir í fjórða leikhluta og það er alveg sama hvort þeir séu 30 stigum yfir eða 30 stigum undir, þeir halda alltaf áfram. Þeir henda upp skotum og halda áfram að ráðast á þig. Um leið og þú verður kærulaus þá rugga þeir þér og þeir gerðu það mjög vel. En þrír leikhlutar voru góðir og það er eitthvað til að byggja á. Þannig ég er ánægður með það,“ sagði Viðar að lokum. Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40 Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Hattarmenn höfðu öll völd á vellinum stærstan hluta leiksins og náðu yfir tuttugu stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta. Liðið var svo með 27 stiga forskot þegar komið var að fjórða og síðasta leikhluta leiksins, en þá hleyptu Hattarmenn Blikum inn í leikinn og niðurstaðan varð óþarflega naumur átta stiga sigur Hattar, 78-86. „Þetta var bara lélegur fjórði leikhluti, en ég er að reyna að vera ánægður með sigurinn. Frammistaðan í þrjá leikhluta var algjörlega til fyrirmyndar, bæði í vörn og sókn, en ég er virkilega ósáttur við mína menn hvernig við nálguðumst þetta í fjórða leikhluta og héldum að við værum eitthvað of kúl til að klára þetta á fullu sem var bara lélegt,“ sagði Viðar í leikslok. Hann segir að hægt sé að skrifa lokaleikhlutann að miklu leyti á kæruleysi sinna manna. „Menn héldu bara að þeir gætu slakað á. Það er miklu skemmtilegra þegar menn eru á fullu og gera þetta af krafti. Ég er bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni í fjórða leikhluta.“ Viðar segist þó geta horft jákvæðum augum á hina þrjá leikhluta leiksins. „Ég er auðvitað ánægður að vinna. Þetta snýst um það og er keppni í því. Ég er bara ánægður með sigur hérna á móti Breiðabliki því það er ekkert auðvelt að spila á móti þeim.“ „Við vorum komnir í fjórða leikhluta og það er alveg sama hvort þeir séu 30 stigum yfir eða 30 stigum undir, þeir halda alltaf áfram. Þeir henda upp skotum og halda áfram að ráðast á þig. Um leið og þú verður kærulaus þá rugga þeir þér og þeir gerðu það mjög vel. En þrír leikhlutar voru góðir og það er eitthvað til að byggja á. Þannig ég er ánægður með það,“ sagði Viðar að lokum.
Subway-deild karla Höttur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40 Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. 11. janúar 2024 19:40
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti