Tilkynnt er um skiptalokin í Lögbirtingablaðinu en þar kemur fram að héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað félagið gjaldþrota 8. mars 2023. Skiptum á búinu lauk svo 11. janúar en lýstar kröfur í félagið námu 158.448.271 krónum.
Ekkert fékk greitt í kröfur, fyrir utan 180 þúsund krónur í svokallaðar búskröfur en þar er um að ræða kostnað við skiptin og kröfur sem búið stofnar til.
Félagið var stofnað í október árið 2018 en dyrnar að Pünk voru svo opnaðar seinni hluta ársins 2019, skömmu áður en heimsfaraldur Covid-19 veirunnar fór af stað. Staðnum var svo lokað skömmu áður en búið var tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt grein mbl.is.
Staðurinn er enn opin en er rekinn af nýjum eigenda, Karli Viggó Vigfússyni.