Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2024 15:01 Elliði Snær Viðarsson ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í Köln í dag. VÍSIR/VILHELM „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. Elliði og félagar í landsliðinu ræddu við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Köln í hádeginu. Menn tóku sér skiljanlega sinn tíma í að melta tapið gegn Þýskalandi í gærkvöld: „Við tókum fund hérna og borðuðum svo saman, og svo fóru einhverjir að sofa, einhverjir í meðhöndlun og einhverjir að spjalla uppi á herbergjum. Bara eins og gengur að gerast.“ Óþolandi að hafa ekki fengið nein stig Elliði segir erfitt að kyngja tapinu, og þeirri staðreynd að Ísland sé enn án stiga í milliriðlinum. „Já, klárlega. Á sama tíma var þetta góð frammistaða í gær og ég er ánægður með að við spiluðum góðan leik. En það er óþolandi að hafa ekki fengið nein stig út úr þessu. Í fyrsta lagi vildum við taka stig með okkur inn í milliriðilinn, og svo fannst mér við eiga að vinna í gær miðað við frammistöðu. Það er vel frústrerandi að vera ekki komnir með nein stig.“ Klippa: Elliði tók lítið eftir fjöldanum Vonandi meiri læti í næstu leikjum Þeir 150 stuðningsmenn Íslands sem voru í Lanxess-höllinni í gær máttu sín lítils gegn tæplega 20 þúsund Þjóðverjum en hvernig var að spila við þessar aðstæður? „Maður tók svo sem ekki mikið eftir því að það væru tuttugu þúsund manns í höllinni. Það voru ekkert rosa mikil læti, ekki eins og maður hafði búist við. Mér fannst við ná líka að halda þeim ágætlega í skefjum með okkar frammistöðu. Það verða vonandi meiri læti í næstu leikjum,“ segir Elliði sem nú þarf að vera klár í leik við eitt allra besta landslið heims, Frakka, á morgun klukkan 14.30. „Það leggst ótrúlega vel í mig. Við erum svo sem ekkert búnir að fara yfir þá en ef við höldum áfram því sama og í gær þá munum við gefa þeim góðan leik, og vonandi dettur hann fyrir okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01 Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Elliði og félagar í landsliðinu ræddu við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Köln í hádeginu. Menn tóku sér skiljanlega sinn tíma í að melta tapið gegn Þýskalandi í gærkvöld: „Við tókum fund hérna og borðuðum svo saman, og svo fóru einhverjir að sofa, einhverjir í meðhöndlun og einhverjir að spjalla uppi á herbergjum. Bara eins og gengur að gerast.“ Óþolandi að hafa ekki fengið nein stig Elliði segir erfitt að kyngja tapinu, og þeirri staðreynd að Ísland sé enn án stiga í milliriðlinum. „Já, klárlega. Á sama tíma var þetta góð frammistaða í gær og ég er ánægður með að við spiluðum góðan leik. En það er óþolandi að hafa ekki fengið nein stig út úr þessu. Í fyrsta lagi vildum við taka stig með okkur inn í milliriðilinn, og svo fannst mér við eiga að vinna í gær miðað við frammistöðu. Það er vel frústrerandi að vera ekki komnir með nein stig.“ Klippa: Elliði tók lítið eftir fjöldanum Vonandi meiri læti í næstu leikjum Þeir 150 stuðningsmenn Íslands sem voru í Lanxess-höllinni í gær máttu sín lítils gegn tæplega 20 þúsund Þjóðverjum en hvernig var að spila við þessar aðstæður? „Maður tók svo sem ekki mikið eftir því að það væru tuttugu þúsund manns í höllinni. Það voru ekkert rosa mikil læti, ekki eins og maður hafði búist við. Mér fannst við ná líka að halda þeim ágætlega í skefjum með okkar frammistöðu. Það verða vonandi meiri læti í næstu leikjum,“ segir Elliði sem nú þarf að vera klár í leik við eitt allra besta landslið heims, Frakka, á morgun klukkan 14.30. „Það leggst ótrúlega vel í mig. Við erum svo sem ekkert búnir að fara yfir þá en ef við höldum áfram því sama og í gær þá munum við gefa þeim góðan leik, og vonandi dettur hann fyrir okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01 Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01
Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02
EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00
„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00
Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01