Hollur bragðarefur fyrir helgina að hætti Röggu nagla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 16:57 Ragga er þekkt fyrir að deila heilbrigðum lífsstíl og heilræðum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm/Instagram Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur. Uppistaðan í uppskriftinni er mysuprótín, kúrbítur og spínat. „Mörg hafa spurt um uppskrift að hnausþykka prótínbúðingnum sem Naglinn slafrar eftir æfingu ásamt súkkulaðihrískökum til að hefja prótínmyndun og viðgerðarferli eftir átökin við járnið. Þessum dúndur búðingi er líka slátrað fyrir svefninn í kvöldsnæðingi svo amínósýrurnar flæði um skrokkinn í lengsta föstuástandi sólarhringsins,“ skrifar Ragga meðal annars við færsluna. View this post on Instagram A post shared by ragnhildur thordar (@ragganagli) Hollur bragðarefur Hráefni: 1 skófla súkkulaði mysuprótín 1 tsk xanthan gum þykkingarefni - algjör nauðsyn Handfylli af niðursneiddum kúrbít Handfylli spínat 1-2 tsk skyndikaffiduft 50-60 ml möndlumjólk 10 klakar, í klakaboxastærð, eða tvö handfylli Aðferð: Skella klökum í blandara og mylja mjölið smærra. Hella þá vatninu, svo prótíndufti, kaffidufti, xanthan gum. Ofan á það kemur kúrbítur og spínat. Hræra svo á hægustu stillingu blandarans. Þar sem massinn er hnausþykkur og lítill vökvi þarf stundum að stoppa og skrapa niður. Það er eðlilegt. Hræra svo í 2-3 mínútur þar til allt er orðið vel blandað saman og þú sérð hnausþykkan búðing í blandaranum. Hægt er að sáldra sweet like sugar erythritol yfir til að fá desertafíling í gleðina. „Gúrmeti með muldum súkkulaðihrískökum eftir æfingu eða með hnetusmjörssósu fyrir svefninn í kvöldsnæðing,“ segir Ragga. Heilsa Uppskriftir Tengdar fréttir Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02 Segir þakklæti bóluefni við kvíða og depurð „Að skilja hvernig taugakerfið þitt vinnur og virkar er ein dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið heilsunni. Með því að hlusta þegar það er tjúnað og tjúllað og nota þá aðferðir sem virka til að dúndra því niður í sefkerfið,“ skrifar sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í pistli á Facebook. 10. júlí 2023 17:01 „Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku“ Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, talar um mikilvægi þess hvernig fullorðnir tala um líkama sinn og mat, sérstaklega í návist barna, í pistli á samfélagsmiðlunum Facebook. 3. júlí 2023 12:52 Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Uppistaðan í uppskriftinni er mysuprótín, kúrbítur og spínat. „Mörg hafa spurt um uppskrift að hnausþykka prótínbúðingnum sem Naglinn slafrar eftir æfingu ásamt súkkulaðihrískökum til að hefja prótínmyndun og viðgerðarferli eftir átökin við járnið. Þessum dúndur búðingi er líka slátrað fyrir svefninn í kvöldsnæðingi svo amínósýrurnar flæði um skrokkinn í lengsta föstuástandi sólarhringsins,“ skrifar Ragga meðal annars við færsluna. View this post on Instagram A post shared by ragnhildur thordar (@ragganagli) Hollur bragðarefur Hráefni: 1 skófla súkkulaði mysuprótín 1 tsk xanthan gum þykkingarefni - algjör nauðsyn Handfylli af niðursneiddum kúrbít Handfylli spínat 1-2 tsk skyndikaffiduft 50-60 ml möndlumjólk 10 klakar, í klakaboxastærð, eða tvö handfylli Aðferð: Skella klökum í blandara og mylja mjölið smærra. Hella þá vatninu, svo prótíndufti, kaffidufti, xanthan gum. Ofan á það kemur kúrbítur og spínat. Hræra svo á hægustu stillingu blandarans. Þar sem massinn er hnausþykkur og lítill vökvi þarf stundum að stoppa og skrapa niður. Það er eðlilegt. Hræra svo í 2-3 mínútur þar til allt er orðið vel blandað saman og þú sérð hnausþykkan búðing í blandaranum. Hægt er að sáldra sweet like sugar erythritol yfir til að fá desertafíling í gleðina. „Gúrmeti með muldum súkkulaðihrískökum eftir æfingu eða með hnetusmjörssósu fyrir svefninn í kvöldsnæðing,“ segir Ragga.
Heilsa Uppskriftir Tengdar fréttir Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02 Segir þakklæti bóluefni við kvíða og depurð „Að skilja hvernig taugakerfið þitt vinnur og virkar er ein dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið heilsunni. Með því að hlusta þegar það er tjúnað og tjúllað og nota þá aðferðir sem virka til að dúndra því niður í sefkerfið,“ skrifar sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í pistli á Facebook. 10. júlí 2023 17:01 „Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku“ Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, talar um mikilvægi þess hvernig fullorðnir tala um líkama sinn og mat, sérstaklega í návist barna, í pistli á samfélagsmiðlunum Facebook. 3. júlí 2023 12:52 Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02
Segir þakklæti bóluefni við kvíða og depurð „Að skilja hvernig taugakerfið þitt vinnur og virkar er ein dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið heilsunni. Með því að hlusta þegar það er tjúnað og tjúllað og nota þá aðferðir sem virka til að dúndra því niður í sefkerfið,“ skrifar sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir í pistli á Facebook. 10. júlí 2023 17:01
„Líkurnar á átröskun margfaldast eins og maurar á hálfétinni samloku“ Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, talar um mikilvægi þess hvernig fullorðnir tala um líkama sinn og mat, sérstaklega í návist barna, í pistli á samfélagsmiðlunum Facebook. 3. júlí 2023 12:52
Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. 19. maí 2023 21:00