Littler bárust fjölmargar kveðjur á samfélagsmiðlum í tilefni afmælisins, meðal annars frá kærustu sinni, hinni 21 árs Eloise Milburn.
„Bestu hamingjuóskir til þessa! Njóttu besta dagsins, elska þig,“ skrifaði Milburn í færslu á Instagram.
Littler skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann varð í 2. sæti á heimsmeistaramótinu í pílukasti um jólin.
Littler heldur áfram að hamra járnið meðan það er heitt og á föstudaginn vann hann Bahrain Masters, sitt fyrsta mót á vegum PDC-samtakanna.
Ekki nóg með það heldur vann Littler fyrsta legginn í viðureigninni gegn Nathan Aspinall með aðeins níu pílum. Hann er sá yngsti sem hefur átt níu pílna legg í leik í sjónvarpi.