Íslenska liðið nýtti aðeins 21 af 34 vítaköstum sínum á mótinu sem gerir tæplega 62 prósent vítanýtingu.
Þetta er næstum því tuttugu prósent lægri vítanýting á mótinu 2022 þegar liðið skoraði úr 81 prósent víta sinna.
Íslenska liðið klúðraði alls þrettán vítum á mótinu eða 1,9 að meðaltali í leik. Mest áður hafði íslenska liðið klikkað á ellefu vítaköstum á einu Evrópumóti en það var á EM í Svíþjóð 2002. Íslenska liðið lék samt einum leik fleira á því móti.
Ómar Ingi Magnússon nýtti aðeins 53 prósent vítaskota sinna sem er næstversta vítanýting íslensk leikmanns á EM af þeim sem hafa tekið sex víti eða fleiri á einu móti. Metið óvinsæla á enn Arnór Þór Gunnarsson sem nýtti aðeins fimm af tíu vítum sínum á EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð árið 2020.
Ómar Ingi er þó ekki sá sem hefur klúðrað flestum vítaskotum á einu Evrópumóti en Ólafur Stefánsson klúðraði átta vítum á EM 2002. Ólafur skoraði hins vegar úr átján vítum og nýtt því 69 prósent víta sinna.
Vítanýting Ómars Inga hrundi á milli Evrópumóta því hann var með 84 prósent vítanýtingu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum þegar hann skilaði 21 af 25 vítum í mark andstæðinganna.
Þetta slæma þróun í vítanýtingu gerist á fyrsta stórmóti íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem sjálfur nýtti vítin sín best af öllum íslenskum leikmönnum í sögu EM eða 79 prósent. Enginn af þeim sem hafa tekið fleiri en átta vítaköst fyrir Ísland á EM eru með betri vítanýtingu en Snorri.
- Lélegasta vítanýting Íslands á einu EM:
- 61,8% - EM í Þýskalandi 2024 (34/21)
- 66,7& - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020 (27/18)
- 67,6% - EM í Svíþjóð 2002 (34/23)
- 67,9% - EM í Noregi 2008 (28/19)
- Flest vítaklúður á einu EM:
- 13 - EM í Þýskalandi 2024
- 11 - EM í Svíþjóð 2022
- 9 - EM í Noregi 2008
- 9 - EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð 2020
- Flest víti fengin að meðatali:
- 5,3 - EM í Svíþjóð 2022
- 5,3 - EM í Sviss 2006
- 5,2 - EM í Króatíu 2000
- 4,9 - EM í Þýskalandi 2024
- 4,7 - EM í Póllandi 2016
- Versta vítanýting leikmanns á einu EM:
- (Lágmark sex víti tekin)
- 50% - Arnór Þór Gunnarsson á EM 2020 (10/5)
- 53% - Ómar Ingi Magnússon á EM 2024 (15/8)
- 57% - Ólafur Stefánsson á EM 2006 (7/4)
- 67% - Guðjón Valur Sigurðsson á EM 2008 (9/6)
- 67% - Snorri Steinn Guðjónsson á EM 2008 (9/6)
- 67% - Bjarki Már Elísson á EM 2022 (6/4)
- 69% - Ólafur Stefánsson á EM 2002 (26/18)