Fellaini leggur skóna á hilluna Siggeir Ævarsson skrifar 3. febrúar 2024 13:01 Marouane Fellaini fagnar marki með Robin van Persie Vísir/Getty Hinn 36 ára Marouane Fellaini hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en þessi fyrrum leikmaður Manchester United og Everton hefur leikið í Kína síðan 2019. Fellaini hóf feril sinn í ensku úrvalsdeildinni hjá Everton þar sem hann lék 141 deildarleik. Þegar David Moyes færði sig um set frá Everton og tók við stjórnartaumunum hjá United var Fellaini fyrsti leikmaðurinn sem hann bætti í hópinn fyrir 27,5 milljónir punda haustið 2013. Reyndust þetta reyndar einu kaup Moyes í þeim sumarglugga. Fellani lék alls sex tímabil með United, 119 deildarleiki og skoraði tólf mörk. Stuðningsmenn United voru mishrifnir af frammistöðu hans og þá ekki síst þegar stjórar liðsins ákváðu að henda honum í framlínu liðsins undir lok leikja í þeirri veiku von að hann gæti skallað boltann í rétta átt. Fellaini átti engu að síður hlut í nokkrum af þeim fáu titlum sem United hafa náð í hús á síðustu árum og vann Evrópudeildina, bikarinn og deildarbikarinn með liðinu. Eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liði United lék Fellaini aðeins samtals 31 mínútu undir hans stjórn og var síðan seldur til Shandong Luneng í Kína fyrir um 10 milljónir punda. Þar lék hann 114 deildarleiki og skoraði í þeim 40 mörk. Shandong Luneng urðu þrisvar sinnum bikarmeistar á þessum tíma og lyftu meistaratitlinum einu sinni. Fellaini kvaddi formlega með löngum pósti á Instagram sem má lesa hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Marouane Fellaini (@fellaini) Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Fellaini hóf feril sinn í ensku úrvalsdeildinni hjá Everton þar sem hann lék 141 deildarleik. Þegar David Moyes færði sig um set frá Everton og tók við stjórnartaumunum hjá United var Fellaini fyrsti leikmaðurinn sem hann bætti í hópinn fyrir 27,5 milljónir punda haustið 2013. Reyndust þetta reyndar einu kaup Moyes í þeim sumarglugga. Fellani lék alls sex tímabil með United, 119 deildarleiki og skoraði tólf mörk. Stuðningsmenn United voru mishrifnir af frammistöðu hans og þá ekki síst þegar stjórar liðsins ákváðu að henda honum í framlínu liðsins undir lok leikja í þeirri veiku von að hann gæti skallað boltann í rétta átt. Fellaini átti engu að síður hlut í nokkrum af þeim fáu titlum sem United hafa náð í hús á síðustu árum og vann Evrópudeildina, bikarinn og deildarbikarinn með liðinu. Eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liði United lék Fellaini aðeins samtals 31 mínútu undir hans stjórn og var síðan seldur til Shandong Luneng í Kína fyrir um 10 milljónir punda. Þar lék hann 114 deildarleiki og skoraði í þeim 40 mörk. Shandong Luneng urðu þrisvar sinnum bikarmeistar á þessum tíma og lyftu meistaratitlinum einu sinni. Fellaini kvaddi formlega með löngum pósti á Instagram sem má lesa hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Marouane Fellaini (@fellaini)
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira