Sveindís Jane byrjaði á hægri kantinum hjá Wolfsburg á meðan Karólína var á miðri miðjunni hjá Leverskusen en það var Wolfsburg sem náði forystunni í leiknum en það gerðist á 37. mínútu þegar Alexandra Popp skoraði. Staðan var 0-1 í hálfleik.
Emilie Bragstad náði að jafna metin fyrir Leverkusen á 73. mínútu, staðan orðin 1-1 og það urðu lokatölur. Sveindís Jane spilaði 64. mínútur fyrir Wolfsburg á meðan Karólína spilaði allan leikinn fyrir Leverkusen.
Eftir leikinn er Wolfsburg enn í efsta sæti deidarinnar með 29 stig á meðan Leverkusen er í sjötta sætinu með 17 stig.