Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:26 Jón sagði alrangt að það væri stefnan að „hræða fólk frá“ en sagði á sama tíma að fólk kæmi til Íslands vegna þess að það fengi betri mótttökur hér en annars staðar. Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í Pallborðinu fyrir helgi, þar sem rætt var um útlendingamálin og stöðu fólksins sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi en situr fast á Gasa. Með Jóni í Pallborðinu voru Nína Helgadóttir, sviðsstjóri málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Arndís sagði í Pallborðinu að það væri hreinlega stefna stjórnvalda hérlendis að herða reglur til að fæla fólk frá því að koma en Jón mótmælti þessu harðlega og sagði ríkisstjórnina bara vera að fylgja eftir Norðurlöndunum og öðrum ríkjum. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu fleiri hlutfallslega, flóttamenn, heldur en til annarra landa? Er það útaf veðrinu eða legu landsins eða... hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa, fyrir alla þá sem til þekkja, að það er vegna þess að í kerfinu okkar eru seglar þar sem fólk fær betri meðferð; fær meira fyrir að koma hingað. Eða til að mynda þeir sem hyggja á fjölskyldu sameiningu... af hverju skyldu þeir ekki koma til Íslands frekar en Danmerkur? Þegar það er þannig að fjölskyldumeðlimurinn sem er að sækja um fjölskyldusameiningu við fjölskylduna sína fær vernd og getur sama daginn sótt um fjölskyldusameiningu. Í Danmörku, þá þarf hann að vera þar í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskyldusameiningu,“ sagði Jón. Spurður að því hvort það væri mannúðlegt svaraði Jón að hann væri einfaldlega að svara því hvers vegna fjöldinn væri meiri hér en annars staðar. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru hefði verið að herða löggjöfina í málaflokknum. Núverandi löggjöf á Íslandi væri „langt frá þessum löndum“ og þess vegna sæktu menn hingað. Jón sagði fólk hafa getað dvalið hér mun lengur en annars staðar, til að mynda þegar Venesúelabúum hefði verið veitt viðbótarvernd, og því væri ekki skrýtið að það veldi að koma hingað. Fólk „streymdi“ hingað vegna þess að reglurnar væru rýmri. „Og að kalla það einhverja mannvonsku að vilja breyta þessu til samræmis við þau lönd sem við berum okkur saman við í öllu tilliti; mannréttindalöggjöf okkar er byggð á löggjöf þessara landa, og svo framvegis og svo framvegis...“ Þá væru ónefnd kostnaðurinn og álag á innviði landsins. Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í Pallborðinu fyrir helgi, þar sem rætt var um útlendingamálin og stöðu fólksins sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi en situr fast á Gasa. Með Jóni í Pallborðinu voru Nína Helgadóttir, sviðsstjóri málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Arndís sagði í Pallborðinu að það væri hreinlega stefna stjórnvalda hérlendis að herða reglur til að fæla fólk frá því að koma en Jón mótmælti þessu harðlega og sagði ríkisstjórnina bara vera að fylgja eftir Norðurlöndunum og öðrum ríkjum. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu fleiri hlutfallslega, flóttamenn, heldur en til annarra landa? Er það útaf veðrinu eða legu landsins eða... hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa, fyrir alla þá sem til þekkja, að það er vegna þess að í kerfinu okkar eru seglar þar sem fólk fær betri meðferð; fær meira fyrir að koma hingað. Eða til að mynda þeir sem hyggja á fjölskyldu sameiningu... af hverju skyldu þeir ekki koma til Íslands frekar en Danmerkur? Þegar það er þannig að fjölskyldumeðlimurinn sem er að sækja um fjölskyldusameiningu við fjölskylduna sína fær vernd og getur sama daginn sótt um fjölskyldusameiningu. Í Danmörku, þá þarf hann að vera þar í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskyldusameiningu,“ sagði Jón. Spurður að því hvort það væri mannúðlegt svaraði Jón að hann væri einfaldlega að svara því hvers vegna fjöldinn væri meiri hér en annars staðar. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru hefði verið að herða löggjöfina í málaflokknum. Núverandi löggjöf á Íslandi væri „langt frá þessum löndum“ og þess vegna sæktu menn hingað. Jón sagði fólk hafa getað dvalið hér mun lengur en annars staðar, til að mynda þegar Venesúelabúum hefði verið veitt viðbótarvernd, og því væri ekki skrýtið að það veldi að koma hingað. Fólk „streymdi“ hingað vegna þess að reglurnar væru rýmri. „Og að kalla það einhverja mannvonsku að vilja breyta þessu til samræmis við þau lönd sem við berum okkur saman við í öllu tilliti; mannréttindalöggjöf okkar er byggð á löggjöf þessara landa, og svo framvegis og svo framvegis...“ Þá væru ónefnd kostnaðurinn og álag á innviði landsins.
Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira