Einar og Unnsteinna hafa um árabil rekið lögmannsstofu saman sem nú hefur verið sameinuð rekstri Lögmáls.
Í tilkynningu segir að þeir hafi meðal annars unnið að málum á sviði fjármuna- og kröfuréttar, upplýsingatækniréttar, rekstri sakamála, skiptaréttar, skaðabótaréttar, orku- og auðlinda málum, samskiptum við stjórnvöld, samningagerð og málflutningi.
Unnsteinn er með B.A. og meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og LL.M. próf frá Háskólanum í Stokkhólmi. Unnsteinn er með réttindi til að reka mál fyrir Hæstarétti. Einar Oddur er með B.A. og meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og réttindi til að reka mál fyrir héraðsdómstólum.
Lögmannsstofan Lögmál var stofnuð í ársbyrjun 1987, en þar starfa í dag átta manns.