Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 10:40 Frá handtöku í Rússlandi í gærkvöldi. AP Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. Þá voru að minnsta kosti hundrað manns handtekin í átta borgum í Rússlandi í gær, eftir að þau lögðu blóm við minnisvarða í minningu Navalnís, samkvæmt OVD-Info samtökunum, sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök sem vakta mótmæli í Rússlandi. Lögregluþjónar hafa einnig meinað fólki aðgang að minnisvörðum í Rússlandi. Handtökur virðast hafa haldið áfram í Rússlandi í morgun. : SOTAvision pic.twitter.com/weoXena9vx— SOTA (@Sota_Vision) February 17, 2024 Á sama tíma hafa ríkismiðlar Rússlands lítið sem ekkert fjallað um dauða Navalnís en ef það hefur verið gert hefur ekki verið sýnd mynd af honum og hefur hann ekki verið nefndur á nafn heldur kallaður fangi, samkvæmt blaðamanni BBC sem fylgist með rússneskum fjölmiðlum. An impromptu Moscow memorial to Navalny swept by masked men pic.twitter.com/X0MqWbRMm3— OVD-Info English (@ovdinfo_en) February 17, 2024 Sagður hafa dáið eftir göngutúr Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Dauði hans hefur verið staðfestur af móður hans og starfsmönnum, sem krefjast þess að fá lík hans afhent. Ekki er vitað hvar lík hans er en samkvæmt aðstandendum var það ekki í líkhúsinu sem embættismenn segja það hafa verið sent. Alexey's lawyer and his mother have arrived at the Salekhard morgue. It's closed, however, the colony has assured them it's working and Navalny's body is there. The lawyer called the phone number which was on the door. He was told he was the seventh caller today. Alexey's body is pic.twitter.com/CsPbONUBrn— (@Kira_Yarmysh) February 17, 2024 Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Fjölmiðlar hafa borið kennsl á starfsmenn FSB sem taldir eru hafa eitrað fyrir Navalní. Hann var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann náði sér á endanum. Navalní sneri þó aftur til Rússlands, þar sem hann var strax handtekinn fyrir að hafa rofið skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Hann rauf skilorðið með því að vera fluttur í dái til Þýskalands Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Eftir að hann var handtekinn var hann fangelsaður í tvö og hálft ár en í kjölfarið var hann ákærður fyrir ýmiss önnur brot og fangelsisvist hans ítrekað lengd. Hann var meðal annars dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að stofna og fjármagna öfgasamtök. Þar er um að ræða áðurnefnd and-spillingarsamtök sem yfirvöld í Rússlandi skilgreindu sem öfgasamtök mörgum árum eftir að þau voru stofnuð. Kona í Pétursborg heldur á smáu plakati sem á stendur: „Dó ekki, heldur myrtur“.AP Eftir að refsing hans var þyngd síðast sagðist Navalní átta sig á því að hann væri í lífstíðarfangelsi. Fangelsisvist hans myndi annað hvort enda með dauða hans eða dauða ríkisstjórnar Pútíns. Lögunum sem sú skilgreining byggir á hefur verið beitt gegn fjölda mannréttinda- og hjálparsamtaka í Rússlandi á undanförnum árum. Svipuðum lögum hefur verið beitt til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi í massavís. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, hélt ræðu í Munchen í gær, þar sem hún sagði meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Þá voru að minnsta kosti hundrað manns handtekin í átta borgum í Rússlandi í gær, eftir að þau lögðu blóm við minnisvarða í minningu Navalnís, samkvæmt OVD-Info samtökunum, sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök sem vakta mótmæli í Rússlandi. Lögregluþjónar hafa einnig meinað fólki aðgang að minnisvörðum í Rússlandi. Handtökur virðast hafa haldið áfram í Rússlandi í morgun. : SOTAvision pic.twitter.com/weoXena9vx— SOTA (@Sota_Vision) February 17, 2024 Á sama tíma hafa ríkismiðlar Rússlands lítið sem ekkert fjallað um dauða Navalnís en ef það hefur verið gert hefur ekki verið sýnd mynd af honum og hefur hann ekki verið nefndur á nafn heldur kallaður fangi, samkvæmt blaðamanni BBC sem fylgist með rússneskum fjölmiðlum. An impromptu Moscow memorial to Navalny swept by masked men pic.twitter.com/X0MqWbRMm3— OVD-Info English (@ovdinfo_en) February 17, 2024 Sagður hafa dáið eftir göngutúr Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að Navalní hefði dáið eftir göngutúr í fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Hann var sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúrinn og eiga endurlífgunartilraunir ekki að hafa borið árangur. Sjá einnig: Navalní sagður hafa dáið í fangelsi Dauði hans hefur verið staðfestur af móður hans og starfsmönnum, sem krefjast þess að fá lík hans afhent. Ekki er vitað hvar lík hans er en samkvæmt aðstandendum var það ekki í líkhúsinu sem embættismenn segja það hafa verið sent. Alexey's lawyer and his mother have arrived at the Salekhard morgue. It's closed, however, the colony has assured them it's working and Navalny's body is there. The lawyer called the phone number which was on the door. He was told he was the seventh caller today. Alexey's body is pic.twitter.com/CsPbONUBrn— (@Kira_Yarmysh) February 17, 2024 Navalní var 47 ára gamall og einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Hann hafði reynt að bjóða sig fram til forseta en var meinað það og hann stofnaði á árum áður samtök sem opinberuðu spillingu embættis- og stjórnmálamanna í Rússlandi. Árið 2020 var eitrað fyrir Navalní í Rússlandi með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var af rússneska hernum. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi að útsendarar FSB, stofnuninni sem tók við af KGB, hefðu elt Navalní á þeim tíma þegar eitrað var fyrir honum. Fjölmiðlar hafa borið kennsl á starfsmenn FSB sem taldir eru hafa eitrað fyrir Navalní. Hann var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann náði sér á endanum. Navalní sneri þó aftur til Rússlands, þar sem hann var strax handtekinn fyrir að hafa rofið skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Hann rauf skilorðið með því að vera fluttur í dái til Þýskalands Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Eftir að hann var handtekinn var hann fangelsaður í tvö og hálft ár en í kjölfarið var hann ákærður fyrir ýmiss önnur brot og fangelsisvist hans ítrekað lengd. Hann var meðal annars dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að stofna og fjármagna öfgasamtök. Þar er um að ræða áðurnefnd and-spillingarsamtök sem yfirvöld í Rússlandi skilgreindu sem öfgasamtök mörgum árum eftir að þau voru stofnuð. Kona í Pétursborg heldur á smáu plakati sem á stendur: „Dó ekki, heldur myrtur“.AP Eftir að refsing hans var þyngd síðast sagðist Navalní átta sig á því að hann væri í lífstíðarfangelsi. Fangelsisvist hans myndi annað hvort enda með dauða hans eða dauða ríkisstjórnar Pútíns. Lögunum sem sú skilgreining byggir á hefur verið beitt gegn fjölda mannréttinda- og hjálparsamtaka í Rússlandi á undanförnum árum. Svipuðum lögum hefur verið beitt til að loka sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi í massavís. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, hélt ræðu í Munchen í gær, þar sem hún sagði meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún.
Rússland Mál Alexei Navalní Vladimír Pútín Tengdar fréttir Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01 Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Syrgja Navalní í dag „en baráttan heldur áfram á morgun“ Hópur fólks mætti á minningarstund vegna andláts Alexei Navalní við rússneska sendiráðið í dag. Einn syrgjenda segir andlátið óhugsanlegt. 16. febrúar 2024 23:01
Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta. 16. febrúar 2024 15:07