Appelsínu súkkulaðiskífur með klesstum döðlum og sjávarsalti
Innihaldsefni:
Steinlausar döðlur
Dökkt gæða súkkulaði
Appelsínubörkur af lífrænni appelsínu
Sjávarsalt
Aðferð:
Bræðið súkkulaðið og setjið eina tsk/msk á bökunarpappír
Setjið eina steinlausa döðlu ofan á súkkulaðið
Raspið appelsínubörk yfir og sjávarsalt
Frystið og njótið.
Hér má sjá fleiri uppskriftir frá Jönu.