Kristófer Acox er eins og flestir vita margreyndur landsliðsmaður í körfubolta og einn af bestu leikmönnum Subway-deildar karla. Nablinn hefur getið sér gott orð sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og ekki síst fyrir skemmtileg innslög þar sem húmorinn er í aðalhlutverki.
Í innslaginu sem sýnt var í gær kíkir Nablinn í heimsókn á æfingu hjá meistaraflokki Vals og skorar á Kristófer í „einn á einn“ leik í körfubolta. Að sjálfsögðu var lagt undir. Ef Kristófer færi með sigur af hólmi mátti hann óáreittur troða yfir Nablann en verður að lána Nablanum Mustanginn sinn í viku ef hann tapar.
Viðureignin var spennandi en Nablinn var með skýra leikáætlun sem gekk út á að gefa Kristófer löng skot en verjast vel inni í teignum. Sjálfur ætlaði Nablinn að raða niður þristum en tvö stig voru gefin fyrir körfur utan teigs en eitt stig innan teigs.
Sjón er sögu ríkari en VAR-þurfti meðal annars að grípa inn í leikinn og það er spurning hvort stigin hafi verið rétt talin í lokin.