Sherman var á sínum tíma frábær varnarmaður, hann eyddi ellefu tímabilum í NFL deildinni með San Francisco 49ers, Tampa Bay Buccaneers og Seattle Seahawks. Bestum árangri náði hann með Seahawks þegar þeir unnu Ofurskálina árið 2013.
Í dag starfar hann hjá Amazon Prime sem sérfræðingur í setti á fimmtudagskvöldum (e. Thursday Night Football).
Hann var handtekinn rétt áður en klukkan gekk fimm, að staðartíma, í nótt. Eins og staðan er verður hann ekki látinn laus gegn tryggingu, en engar ákærur liggja heldur fyrir.
Confirmed by WSP: Richard Sherman was arrested for DUI and was booked in the King County Jail around 4am.
— Aaron Levine (@AaronLevine_) February 24, 2024
Per WSP, this under investigation so no other details can be released until the prosecutor’s office files the case.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sherman er tekinn fyrir ölvunarakstur. Hann var handtekinn árið 2021 fyrir ölvunarakstur og aðra smáglæpi, hann gekkst við tveimur ákærum og sinnti samfélagsþjónustu.