VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2024 11:08 Bræðurnir hafa vakið mikla athygli fyrir skrautlegt atriði í Söngvakeppninni. Tvíeykið í VÆB, bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir ætla einir keppenda að flytja lag sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar um helgina. Þeir segjast ekki geta beðið eftir keppninni þar sem þeir munu stíga fyrstir á svið. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bræðurnir munu flytja lag sitt Bíómynd í keppninni á laugardag. Þeir segjast vera sérstaklega nánir í dag eftir að hafa byrjað að búa til tónlist saman. „Ég var alltaf að búa til einhver bíts og þessi kall hérna var alltaf eitthvað að raula yfir þau. Ég að búa til lög og hann að syngja,“ segir Hálfdán Helgi. Matthías segir báða bræðurna rappa. Af hverju VÆB? Hvaðan kemur það nafn? „Upprunalega vantaði okkur bara eitthvað nafn og hugsuðum að við þyrftum nafn sem útskýrir tónlistina okkar. VÆB! Bara væba. Til að chilla með. Eftir á höfum við breytt aðeins þýðingunni og erum komnir með merkingu fyrir VÆB. Þetta er semsagt skammstöfun. Hvað þýðir þetta Matti?“ spyr Hálfdán. „Þetta þýðir: Virðing, æðruleysi og bullandi stemning! Það er konseptið.“ Með sólgleraugun hvert sem þeir fara Bræðurnir mættu með sólgleraugu í stúdíó Bylgjunnar sem bræðurnir hafa á sér á sviði í Söngvakeppninni. Þeir segjast hvergi fara án þeirra og eru með sömu týpu. „Okkur var bara sagt að vera með þessi gleraugu,“ segir Matthías hlæjandi. Hann segir stílista þeirra bræðra hana Sylvíu hafa sagt þeim að hafa þau á sér hvar sem er. Þeir bræður segja gleðina skipta mestu í sínu lagi. Jákvæð orka sömuleiðis. Streymiskóngar Þið eruð streymiskóngar Söngvakeppninnar? „Heyrðu, það passar. Það er hárrétt! Saman eru bæði lögin okkar, íslenska útgáfan og enska útgáfan með yfir hundrað þúsund spilanir, á stuttum tíma. Það er ruglað.“ Þeir bræður segja þátttöku sína í Söngvakeppninni vera það besta sem þeir hafi gert. Það skemmtilegasta sem hafi komið fyrir þá. Ætla að sjá til með Eurovision Ætlið þið að fara í Eurovision? „Við erum náttúrulega fyrst og fremst að einblína bara á Söngvakeppnina. Við ætlum að byrja á því bara. Síðan taka bara samtalið við RÚV ef það kemur að því skilurðu. Það þarf ekkert að hugsa þetta lengra,“ segir Matthías. Þeir bræður munu opna Söngvakeppnina á laugardag. Þeir segja það algjöran heiður, þeir segjast ætla að byrja keppnina vel. „Það er strax byrjað að bóka okkur út um allt í sumar. Þetta er algjör veisla,“ segja bræðurnir. Þeir hafa spilað lengi saman og voru meðal annars í Kringlunni um daginn þar sem allt var krökkt af æstum aðdáendum. Syngja einir á íslensku Reglan í Söngvakeppninni hefur verið sú að keppendur þurfa að flytja lag sitt fyrst á íslensku. Síðan megja þeir flytja það á ensku en í ár eru Væb bræður þeir einu sem munu flytja sitt lag á íslensku, jafnvel þó það sé til á ensku. „Við erum búnir að hugsa þetta vel og við höfum tekið stöðuna. Við ætlum að taka þetta á íslensku alla leið,“ segja þeir bræður. Þeir myndu taka það á íslensku í Eurovision sömuleiðis. „Lagið er samið á íslensku. Íslenska er besta tungumálið. Flottasta tungumálið í heiminum. Og við ætlum bara að taka þetta þannig.“ Bræðurnir hafa einnig gert remix af laginu sínu. Eurovision Tónlist Íslensk tunga Tengdar fréttir Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. 27. febrúar 2024 11:18 Stjörnulífið: Frumsýningarpartý, Söngvakeppnin og konudagurinn Liðin var var svo sannarlega viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Konudagurinn, Söngvakeppni sjónvarpsins og frumsýningarpartý bar þar hæst. 26. febrúar 2024 10:42 Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. 26. febrúar 2024 02:10 Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti báða foreldra sína með þriggja daga millibili Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bræðurnir munu flytja lag sitt Bíómynd í keppninni á laugardag. Þeir segjast vera sérstaklega nánir í dag eftir að hafa byrjað að búa til tónlist saman. „Ég var alltaf að búa til einhver bíts og þessi kall hérna var alltaf eitthvað að raula yfir þau. Ég að búa til lög og hann að syngja,“ segir Hálfdán Helgi. Matthías segir báða bræðurna rappa. Af hverju VÆB? Hvaðan kemur það nafn? „Upprunalega vantaði okkur bara eitthvað nafn og hugsuðum að við þyrftum nafn sem útskýrir tónlistina okkar. VÆB! Bara væba. Til að chilla með. Eftir á höfum við breytt aðeins þýðingunni og erum komnir með merkingu fyrir VÆB. Þetta er semsagt skammstöfun. Hvað þýðir þetta Matti?“ spyr Hálfdán. „Þetta þýðir: Virðing, æðruleysi og bullandi stemning! Það er konseptið.“ Með sólgleraugun hvert sem þeir fara Bræðurnir mættu með sólgleraugu í stúdíó Bylgjunnar sem bræðurnir hafa á sér á sviði í Söngvakeppninni. Þeir segjast hvergi fara án þeirra og eru með sömu týpu. „Okkur var bara sagt að vera með þessi gleraugu,“ segir Matthías hlæjandi. Hann segir stílista þeirra bræðra hana Sylvíu hafa sagt þeim að hafa þau á sér hvar sem er. Þeir bræður segja gleðina skipta mestu í sínu lagi. Jákvæð orka sömuleiðis. Streymiskóngar Þið eruð streymiskóngar Söngvakeppninnar? „Heyrðu, það passar. Það er hárrétt! Saman eru bæði lögin okkar, íslenska útgáfan og enska útgáfan með yfir hundrað þúsund spilanir, á stuttum tíma. Það er ruglað.“ Þeir bræður segja þátttöku sína í Söngvakeppninni vera það besta sem þeir hafi gert. Það skemmtilegasta sem hafi komið fyrir þá. Ætla að sjá til með Eurovision Ætlið þið að fara í Eurovision? „Við erum náttúrulega fyrst og fremst að einblína bara á Söngvakeppnina. Við ætlum að byrja á því bara. Síðan taka bara samtalið við RÚV ef það kemur að því skilurðu. Það þarf ekkert að hugsa þetta lengra,“ segir Matthías. Þeir bræður munu opna Söngvakeppnina á laugardag. Þeir segja það algjöran heiður, þeir segjast ætla að byrja keppnina vel. „Það er strax byrjað að bóka okkur út um allt í sumar. Þetta er algjör veisla,“ segja bræðurnir. Þeir hafa spilað lengi saman og voru meðal annars í Kringlunni um daginn þar sem allt var krökkt af æstum aðdáendum. Syngja einir á íslensku Reglan í Söngvakeppninni hefur verið sú að keppendur þurfa að flytja lag sitt fyrst á íslensku. Síðan megja þeir flytja það á ensku en í ár eru Væb bræður þeir einu sem munu flytja sitt lag á íslensku, jafnvel þó það sé til á ensku. „Við erum búnir að hugsa þetta vel og við höfum tekið stöðuna. Við ætlum að taka þetta á íslensku alla leið,“ segja þeir bræður. Þeir myndu taka það á íslensku í Eurovision sömuleiðis. „Lagið er samið á íslensku. Íslenska er besta tungumálið. Flottasta tungumálið í heiminum. Og við ætlum bara að taka þetta þannig.“ Bræðurnir hafa einnig gert remix af laginu sínu.
Eurovision Tónlist Íslensk tunga Tengdar fréttir Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. 27. febrúar 2024 11:18 Stjörnulífið: Frumsýningarpartý, Söngvakeppnin og konudagurinn Liðin var var svo sannarlega viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Konudagurinn, Söngvakeppni sjónvarpsins og frumsýningarpartý bar þar hæst. 26. febrúar 2024 10:42 Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. 26. febrúar 2024 02:10 Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Missti báða foreldra sína í vikunni Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Signature opnar nýjan sýningarsal á rótgrónum stað Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti báða foreldra sína með þriggja daga millibili Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Sjá meira
Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. 27. febrúar 2024 11:18
Stjörnulífið: Frumsýningarpartý, Söngvakeppnin og konudagurinn Liðin var var svo sannarlega viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Konudagurinn, Söngvakeppni sjónvarpsins og frumsýningarpartý bar þar hæst. 26. febrúar 2024 10:42
Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. 26. febrúar 2024 02:10