Fabrizio Romano sagður fá borgað fyrir að tjá sig um ákveðna aðila Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 22:15 Fabrizio Romano þekkja flest þau sem fylgjast með knattspyrnu enda verið gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðlum undanfarin ár. B/R Football Fabrizio Romano, maðurinn sem er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum innan knattspyrnuheimsins, er sagður bjóða liðum og leikmönnum umfjöllun gegn greiðslu. Er hann sakaður um að dreifa því sem kalla mætti „falsfréttir“ svo lengi sem hann fær borgað. Það er Tipsbladet í Danmörku sem greinir frá þessu en ástæðan fyrir umfjöllun blaðsins um starfsemi Romano er umfjöllun hans um sænska undrabarnið Roony Bardghji hjá FC Kaupmannahöfn. Sá skoraði til að mynda sigurmark í ótrúlegum 3-2 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan. Roony hefur hins vegar ekki átt upp á dekk hjá Jacob Neestrup, þjálfara FCK, eftir að danska deildin sneri til baka eftir jólafrí. Roony kom inn af bekknum í 2-0 tapinu gegn Midtjylland í gær, föstudag, en þurfti að sætta sig við að bekkjarsetu í sigrum á Nordsjælland og Silkeborg sem og tapi gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Romano tjáði sig nýverið um stöðu Roony í Kaupmannahöfn og sagði hann sitja á bekknum þar sem vængmaðurinn neitaði að framlengja samning sinn í höfuðborg Danmerkur. Núverandi samningur hins 18 ára gamla Roony rennur út sumarið 2025. Roony Bardghji, strange case for one of best talents in Europe. From being top scorer with 10 goals for Copenhagen to zero minutes in first games of 2024.Reason is that Bardghji has no intention to sign new long term deal from the summer, he will only have 18 months pic.twitter.com/Ywed0GVJch— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2024 Forráðamenn FCK hafa opinberlega neitað þessum ásökunum en óvænt umfjöllun Romano um mál Roony fékk Troels Bager Thogersen hjá Tipsbladet, til að hefja rannsókn á Romano og teymi hans. Thogersen segir að Romano, og þeir sem með honum vinna, hafi verið í sambandi við lið og leikmenn í von um að fá borgað verði leikmaðurinn, eða félagið, nefndur á samfélagsmiðlum Romano. Þá segir Thogersen það ljóst að umboðskrifstofa Roony hafi „plantað“ orðræðunni um samningsmál leikmannsins og bekkjarsetu hans. „Ég veit að Romano er líkt og guð á samfélagsmiðlum. Ég veit líka að oft fær hann upplýsingar sínar frá umboðsmönnum og er í raun bara að básúna þeirra hagsmunum. Það er mjög svo staðan í máli Roony. Þetta er ekki blaðamennska og það er helsti punkturinn hér. Það sem virðist vera blaðamennska er rekið af áfram af fjárhagslegum ávinningi.“ Þá hafa norskir fjölmiðlar einnig fjallað um málið. Á vef Idrettspolitikk segir að Romano hafi í gegnum þriðja aðila boðið norska knattspyrnufélaginu Vålerenga umfjöllun, og orðróma, um ákveðna leikmenn gegn greiðslu. Did Fabrizio Romano approach Valerenga via a third party to spread rumours about players in return for money?@aselliaas with more, via @Idrettspolitik1.https://t.co/jM8G6PPqdz— Samindra Kunti (@samindrakunti) March 1, 2024 Tipsbladet hefur boðið hinum 31 árs gamla Romano að segja sína hlið en hann hefur ekki viljað veita viðtal. Fótbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Er hann sakaður um að dreifa því sem kalla mætti „falsfréttir“ svo lengi sem hann fær borgað. Það er Tipsbladet í Danmörku sem greinir frá þessu en ástæðan fyrir umfjöllun blaðsins um starfsemi Romano er umfjöllun hans um sænska undrabarnið Roony Bardghji hjá FC Kaupmannahöfn. Sá skoraði til að mynda sigurmark í ótrúlegum 3-2 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan. Roony hefur hins vegar ekki átt upp á dekk hjá Jacob Neestrup, þjálfara FCK, eftir að danska deildin sneri til baka eftir jólafrí. Roony kom inn af bekknum í 2-0 tapinu gegn Midtjylland í gær, föstudag, en þurfti að sætta sig við að bekkjarsetu í sigrum á Nordsjælland og Silkeborg sem og tapi gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Romano tjáði sig nýverið um stöðu Roony í Kaupmannahöfn og sagði hann sitja á bekknum þar sem vængmaðurinn neitaði að framlengja samning sinn í höfuðborg Danmerkur. Núverandi samningur hins 18 ára gamla Roony rennur út sumarið 2025. Roony Bardghji, strange case for one of best talents in Europe. From being top scorer with 10 goals for Copenhagen to zero minutes in first games of 2024.Reason is that Bardghji has no intention to sign new long term deal from the summer, he will only have 18 months pic.twitter.com/Ywed0GVJch— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 28, 2024 Forráðamenn FCK hafa opinberlega neitað þessum ásökunum en óvænt umfjöllun Romano um mál Roony fékk Troels Bager Thogersen hjá Tipsbladet, til að hefja rannsókn á Romano og teymi hans. Thogersen segir að Romano, og þeir sem með honum vinna, hafi verið í sambandi við lið og leikmenn í von um að fá borgað verði leikmaðurinn, eða félagið, nefndur á samfélagsmiðlum Romano. Þá segir Thogersen það ljóst að umboðskrifstofa Roony hafi „plantað“ orðræðunni um samningsmál leikmannsins og bekkjarsetu hans. „Ég veit að Romano er líkt og guð á samfélagsmiðlum. Ég veit líka að oft fær hann upplýsingar sínar frá umboðsmönnum og er í raun bara að básúna þeirra hagsmunum. Það er mjög svo staðan í máli Roony. Þetta er ekki blaðamennska og það er helsti punkturinn hér. Það sem virðist vera blaðamennska er rekið af áfram af fjárhagslegum ávinningi.“ Þá hafa norskir fjölmiðlar einnig fjallað um málið. Á vef Idrettspolitikk segir að Romano hafi í gegnum þriðja aðila boðið norska knattspyrnufélaginu Vålerenga umfjöllun, og orðróma, um ákveðna leikmenn gegn greiðslu. Did Fabrizio Romano approach Valerenga via a third party to spread rumours about players in return for money?@aselliaas with more, via @Idrettspolitik1.https://t.co/jM8G6PPqdz— Samindra Kunti (@samindrakunti) March 1, 2024 Tipsbladet hefur boðið hinum 31 árs gamla Romano að segja sína hlið en hann hefur ekki viljað veita viðtal.
Fótbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira