Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 06:47 Haley hefur nú lagt Trump í Vermont og Washington D.C. en hún hét því að halda áfram í forvalinu að minnsta kosti fram yfir Ofur-þriðjudag. Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. Báðir tryggðu sér kjörmenn Kaliforníu, Virginíu, Norður-Karólínu, Maine, Massachusetts, Oklahoma, Tennessee, Texas, Arkansas, Alabama, Colorado og Minnesota. Biden sigraði einnig í forvali Demókrata í Iowa og Vermont en tapaði í Bandaríska Samoa fyrir Jason Palmer, lítið þekktum frambjóðanda sem er aðeins á kjörseðli í sextán ríkjum. Það sem kom hins vegar ef til vill á óvart er að Trump laut í lægra haldi fyrir Nikki Haley í Vermont. Enn sem komið er hefur hvorki Biden né Trump tryggt sér útnefningu flokks síns fyrir forestakosningarnar í nóvember en gera má ráð fyrir að það gerist á næstu tveimur vikum. Báðir skutu á hinn í yfirlýsingum og ræðum í gær og Biden sagði Trump meðal annars knúinn af hefndarþorsta. Þá væri hann staðráðinn í að eyðileggja lýðræðið. „Eftir úrslit kvöldsins standa Bandaríkjamann frammi fyrir augljósum valkostum: Ætlum við að halda áfram að horfa fram á við eða ætlum við að leyfa Donald Trump að draga okkur afturábak í glundroðann, sundrungina og myrkrið sem einkenndu embættistíð hans?“ sagði Biden. Trump fagnaði árangri sínum og sagði annað eins aldrei hafa sést. Skaut hann að innflytjendum og sagði borgir landsins að sökkva í glæpafen innflytjenda. Biden hefur tryggt sér um það bil 1.600 kjörmenn en þarf 1.968 til að tryggja sér útnefninguna. Hann gæti náði því marki 19. mars, þegar forval fer fram í Flórída, Illinois, Kansas og Ohio. Trump hefur tryggt sér yfir þúsund kjörmenn en þarf 1.215. Hann á sömuleiðis möguleika á að klára málið 19. mars, þegar forval Repúblikana fer fram í sömu fjóru fyrrnefndu ríkjum auk Arizona. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Báðir tryggðu sér kjörmenn Kaliforníu, Virginíu, Norður-Karólínu, Maine, Massachusetts, Oklahoma, Tennessee, Texas, Arkansas, Alabama, Colorado og Minnesota. Biden sigraði einnig í forvali Demókrata í Iowa og Vermont en tapaði í Bandaríska Samoa fyrir Jason Palmer, lítið þekktum frambjóðanda sem er aðeins á kjörseðli í sextán ríkjum. Það sem kom hins vegar ef til vill á óvart er að Trump laut í lægra haldi fyrir Nikki Haley í Vermont. Enn sem komið er hefur hvorki Biden né Trump tryggt sér útnefningu flokks síns fyrir forestakosningarnar í nóvember en gera má ráð fyrir að það gerist á næstu tveimur vikum. Báðir skutu á hinn í yfirlýsingum og ræðum í gær og Biden sagði Trump meðal annars knúinn af hefndarþorsta. Þá væri hann staðráðinn í að eyðileggja lýðræðið. „Eftir úrslit kvöldsins standa Bandaríkjamann frammi fyrir augljósum valkostum: Ætlum við að halda áfram að horfa fram á við eða ætlum við að leyfa Donald Trump að draga okkur afturábak í glundroðann, sundrungina og myrkrið sem einkenndu embættistíð hans?“ sagði Biden. Trump fagnaði árangri sínum og sagði annað eins aldrei hafa sést. Skaut hann að innflytjendum og sagði borgir landsins að sökkva í glæpafen innflytjenda. Biden hefur tryggt sér um það bil 1.600 kjörmenn en þarf 1.968 til að tryggja sér útnefninguna. Hann gæti náði því marki 19. mars, þegar forval fer fram í Flórída, Illinois, Kansas og Ohio. Trump hefur tryggt sér yfir þúsund kjörmenn en þarf 1.215. Hann á sömuleiðis möguleika á að klára málið 19. mars, þegar forval Repúblikana fer fram í sömu fjóru fyrrnefndu ríkjum auk Arizona.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira