Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 07:53 Palestínumenn flýja eyðilegginguna í Khan Younis í kjölfar árása Ísraelsmanna. AP/Mohammed Dahman Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. Tillögurnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi áttu milligöngu um snérust um sex vikna hlé en á þeim tíma hefðu Hamas-samtökin sleppt um 40 gíslum gegn umtalsverðum fjölda palestínskra fanga í haldi Ísraelsmanna. Hamas-liðar eru hins vegar sagðir hafa dregið sig frá viðræðum um fyrrnefndar tillögur og sett fram kröfur sem Ísraelsmenn neita að ganga að; að Ísrael skuldbindi sig til að láta alfarið af átökum á meðan, eða eftir, að Hamas láta gísla lausa í þremur áföngum. Yfirvöld í Ísrael segjast aðeins vilja einblína á fyrsta skrefið til að byrja með, það er að segja lausn 40 gísla gegn frelsun fjölda palestínskra fanga. Bandaríkin eru sögð styðja þessa afstöðu Ísraelsmanna. Viðræður fara nú fram í Kaíró en sendinefnd Ísraels hefur ekki mætt undanfarna daga vegna nýrra krafna Hamas. Segja þau samkomulag hafa verð í höfn, þar til Hamas hófu að freista þess að ná fram sínum ýtrustu kröfum. Til viðbótar við varanlegt vopnahlé eru Hamas-liðar nú sagðir krefjast þess að Ísraelsher hverfi frá norðurhluta Gasa og að aukinni neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn óttast að það kunni að verða olía á eldinn ef samkomulag næst ekki fyrir Ramadan. Þá segir New York Times að ráðamenn í Ísrael telji að mögulega vilji Hamas-samtökin að til átaka komi á mótmælum sem leiðtogi Hamas í Katar hefur kallað eftir í Jerúsalem á Ramadan. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Tillögurnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi áttu milligöngu um snérust um sex vikna hlé en á þeim tíma hefðu Hamas-samtökin sleppt um 40 gíslum gegn umtalsverðum fjölda palestínskra fanga í haldi Ísraelsmanna. Hamas-liðar eru hins vegar sagðir hafa dregið sig frá viðræðum um fyrrnefndar tillögur og sett fram kröfur sem Ísraelsmenn neita að ganga að; að Ísrael skuldbindi sig til að láta alfarið af átökum á meðan, eða eftir, að Hamas láta gísla lausa í þremur áföngum. Yfirvöld í Ísrael segjast aðeins vilja einblína á fyrsta skrefið til að byrja með, það er að segja lausn 40 gísla gegn frelsun fjölda palestínskra fanga. Bandaríkin eru sögð styðja þessa afstöðu Ísraelsmanna. Viðræður fara nú fram í Kaíró en sendinefnd Ísraels hefur ekki mætt undanfarna daga vegna nýrra krafna Hamas. Segja þau samkomulag hafa verð í höfn, þar til Hamas hófu að freista þess að ná fram sínum ýtrustu kröfum. Til viðbótar við varanlegt vopnahlé eru Hamas-liðar nú sagðir krefjast þess að Ísraelsher hverfi frá norðurhluta Gasa og að aukinni neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn óttast að það kunni að verða olía á eldinn ef samkomulag næst ekki fyrir Ramadan. Þá segir New York Times að ráðamenn í Ísrael telji að mögulega vilji Hamas-samtökin að til átaka komi á mótmælum sem leiðtogi Hamas í Katar hefur kallað eftir í Jerúsalem á Ramadan.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira