„Verður ekki aftur snúið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 23:30 Jón Arnór Stefánsson þekkir vel þörfina fyrir nýja þjóðarhöll. vísir/Arnar Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. Fjölmennt var í Laugardalshöll í dag er tilkynnt var um að auglýsing um útboð hefði verið send út um gjörvallt EES-svæðið. Jón Arnór Stefánsson var á meðal þeirra sem tók til máls en hann er formaður Þjóðarhallar ehf. Hann einn besti körfuboltamaður í sögu þjóðar og þekkja fáir betur en hann þörfina á nýrri höll. „Eins mikið og okkur þykir auðvitað vænt um þessa Laugardalshöll, þetta glæsilega mannvirki, sem hefur þjónað þjóðinni vel þá uppfyllir hún engan veginn kröfur sem eru gerðar í alþjóðakeppni,“ „Við eigum það skilið, afreksíþróttafólkið okkar og landsliðin, að spila sína heimaleiki hér á Íslandi. Ég held það hafi enginn áhuga á því að sækja heimaleiki Íslands eitthvað annað,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Þetta er mjög brýnt og mikilvægt verkefni.“ En hvaða þýðingu hefur skrefið sem tekið var í dag? „Þetta eru risastór tímamót vegna þess að það er búið auglýsa forval fyrir samkeppnisútboð. Þá er þetta ferli farið af stað og verður ekki aftur snúið. Þetta eru ákveðin tímamót. Það er eitthvað gerast í þessu verkefni, sem hefur verið stopp svolítið lengi, það er ástæðan fyrir því að maður tekur svoleiðis til orða,“ segir Jón Arnór. Ásmundur Einar Daðason er staðráðinn í að sjá nýja þjóðarhöll byrja að rísa á næsta ári, og að allt verði klárt fyrir HM í handbolta 2029 eða 2031.vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi við endanlegan hönnunar- og framkvæmdaraðila í lok árs. „Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það. Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála. Fjármálaráðherra mætti og sýndi stuðning Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, var ekki á meðal auglýstra framsögumanna í boði á blaðamannafundinn en hún var mætt á svæðið og tók til máls. Hún lýsti formlega yfir stuðningi ráðuneytisins við verkefnið. Slík yfirlýsing hefur ekki komið úr fjármálaráðuneytinu í ferlinu sem stendur yfir. En hvenær verður svo fyrsta skóflustungan? „Við erum að stefna að því að skóflustungan verði árið 2025. Auðvitað gætu aðstæður komið upp sem eru óviðráðanlegar þannig að þetta muni eitthvað teygjast. En við erum að setja stefnuna á verklok í lok árs 2027 eða ársbyrjun 2028,“ segir Jón Arnór. Körfubolti Handbolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Fjölmennt var í Laugardalshöll í dag er tilkynnt var um að auglýsing um útboð hefði verið send út um gjörvallt EES-svæðið. Jón Arnór Stefánsson var á meðal þeirra sem tók til máls en hann er formaður Þjóðarhallar ehf. Hann einn besti körfuboltamaður í sögu þjóðar og þekkja fáir betur en hann þörfina á nýrri höll. „Eins mikið og okkur þykir auðvitað vænt um þessa Laugardalshöll, þetta glæsilega mannvirki, sem hefur þjónað þjóðinni vel þá uppfyllir hún engan veginn kröfur sem eru gerðar í alþjóðakeppni,“ „Við eigum það skilið, afreksíþróttafólkið okkar og landsliðin, að spila sína heimaleiki hér á Íslandi. Ég held það hafi enginn áhuga á því að sækja heimaleiki Íslands eitthvað annað,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Þetta er mjög brýnt og mikilvægt verkefni.“ En hvaða þýðingu hefur skrefið sem tekið var í dag? „Þetta eru risastór tímamót vegna þess að það er búið auglýsa forval fyrir samkeppnisútboð. Þá er þetta ferli farið af stað og verður ekki aftur snúið. Þetta eru ákveðin tímamót. Það er eitthvað gerast í þessu verkefni, sem hefur verið stopp svolítið lengi, það er ástæðan fyrir því að maður tekur svoleiðis til orða,“ segir Jón Arnór. Ásmundur Einar Daðason er staðráðinn í að sjá nýja þjóðarhöll byrja að rísa á næsta ári, og að allt verði klárt fyrir HM í handbolta 2029 eða 2031.vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi við endanlegan hönnunar- og framkvæmdaraðila í lok árs. „Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það. Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála. Fjármálaráðherra mætti og sýndi stuðning Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, var ekki á meðal auglýstra framsögumanna í boði á blaðamannafundinn en hún var mætt á svæðið og tók til máls. Hún lýsti formlega yfir stuðningi ráðuneytisins við verkefnið. Slík yfirlýsing hefur ekki komið úr fjármálaráðuneytinu í ferlinu sem stendur yfir. En hvenær verður svo fyrsta skóflustungan? „Við erum að stefna að því að skóflustungan verði árið 2025. Auðvitað gætu aðstæður komið upp sem eru óviðráðanlegar þannig að þetta muni eitthvað teygjast. En við erum að setja stefnuna á verklok í lok árs 2027 eða ársbyrjun 2028,“ segir Jón Arnór.
Körfubolti Handbolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira