„Ég gat labbað og þá getur maður hlaupið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 09:00 Alexander Petersson varð bikarmeistari með Val um helgina og fær nú kærkomna hvíld, að minnsta kosti út þessa viku. Vísir/Dúi Alexander Petersson gat varla gengið, vegna ökklameiðsla, dagana fyrir bikarúrslitaleikinn í handbolta um helgina. Hann lét það ekki stöðva sig og stóð uppi sem sigurvegari með liði Vals. Alexander, sem er 43 ára gamall, tók fram skóna síðasta haust til að spila með Val og sér ekki eftir því. Eftir mörg verðlaun sem atvinnu- og landsliðsmaður, var bikarinn sem hann vann á laugardag sá fyrsti sem hann vinnur á Íslandi. „Ég er ekki búinn að sleppa honum [bikarnum] frá því á laugardaginn. Hann er alltaf hjá mér,“ segir Alexander. Útlitið ekki bjart eftir undanúrslitin Alexander meiddist í undanúrslitum bikarsins síðasta miðvikudag, og í raun með ólíkindum að hann hafi getað spilað á laugardaginn. Alexander, sem hafði auk þess skömmu áður meiðst í hné í Evrópuleik, hefur hins vegar fyrir löngu sannað fyrir þjóðinni að hann er mun harðari af sér en flestir. „Þetta leit ekki mjög vel út eftir leikinn á móti Stjörnunni. En svo hafði ég tvo daga á milli til að jafna mig. Ég tók pásu á fimmtudeginum en prófaði aðeins að hlaupa á föstudeginum. Svo tók ég bara þá ákvörðun að spila leikinn og gefa allt í það, og þetta virkað.“ En kom aldrei til greina að hætta við að spila? „Ef ég hefði ekki getað labbað, þá já. En ég gat labbað og þá getur maður hlaupið,“ segir Alexander sem kom þeim skilaboðum því til Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, að á ökklann skyldi reynt þegar leikurinn hæfist. Alexander bruddi verkjatöflur fyrir úrslitaleikinn en segist ekki óttast að líkaminn verði ónýtur þegar ferlinum lýkur. „Nei, nei. Ég gef bara allt í þetta sem ég er að gera. Allt sem kemur á eftir, það kemur bara á eftir. Ég fékk smá af verkjatöflum en svo byrja bara spennan og adrenalínið að kikka inn. Þá gleymir maður meiðslum og hugsar bara um leikinn og bikarinn.“ Meira með þjálfurunum í sigurpartýinu Alexander hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og EM, og á löngum ferli sem atvinnumaður í Þýskalandi, eftir að hafa spilað með Gróttu/KR hér á landi í kringum aldamótin þegar ferillinn var að hefjast. En hvernig var að vinna fyrsta titilinn hér á landi? „Þetta var svakalegt, eins og með alla bikara sem maður hefur unnið. Maður leggur mjög mikið á sig fyrir þá og á endanum, ef maður vinnur, þá er maður bara í skýjunum,“ en gat Alexander tekið þátt í sigurpartýi Valsara? „Já, að sjálfsögðu. Ég var nú meira með þjálfarateyminu, en þetta var mjög gaman og skemmtilegt að geta fagnað með kvennaflokknum líka og öllum hinum,“ sagði Alexander, sem er líklega nær þjálfurum Vals í aldri en mörgum samherja sinna. Benedikt getur komist mjög langt Besti maður Vals á laugardaginn var Benedikt Gunnar Óskarsson, sem skoraði sautján mörk, en það kom Alexander ekki á óvart. „Þetta er frábær leikmaður, og hann er bara á uppleið. Þessi strákur hefur alla möguleika á að komast mjög langt. Hann er með rétt hugarfar og er bara flottur. Ég óska honum góðs gengis í öllu sem hann gerir, og úti í atvinnumennskunni,“ segir Alexander, en Benedikt er einnig nýliði í landsliðshópnum sem spilar brátt tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra: „Hann er alveg tilbúinn í að prófa þetta aðeins, finna lyktina. Svo fer hann út til Noregs [til Kolstad í atvinnumennsku] sem mér finnst rétt skref fyrir hann, í stað þess að byrja strax í þýsku bundesligunni, á toppnum. Hann getur farið mjög langt.“ Valur Handbolti Powerade-bikarinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Alexander, sem er 43 ára gamall, tók fram skóna síðasta haust til að spila með Val og sér ekki eftir því. Eftir mörg verðlaun sem atvinnu- og landsliðsmaður, var bikarinn sem hann vann á laugardag sá fyrsti sem hann vinnur á Íslandi. „Ég er ekki búinn að sleppa honum [bikarnum] frá því á laugardaginn. Hann er alltaf hjá mér,“ segir Alexander. Útlitið ekki bjart eftir undanúrslitin Alexander meiddist í undanúrslitum bikarsins síðasta miðvikudag, og í raun með ólíkindum að hann hafi getað spilað á laugardaginn. Alexander, sem hafði auk þess skömmu áður meiðst í hné í Evrópuleik, hefur hins vegar fyrir löngu sannað fyrir þjóðinni að hann er mun harðari af sér en flestir. „Þetta leit ekki mjög vel út eftir leikinn á móti Stjörnunni. En svo hafði ég tvo daga á milli til að jafna mig. Ég tók pásu á fimmtudeginum en prófaði aðeins að hlaupa á föstudeginum. Svo tók ég bara þá ákvörðun að spila leikinn og gefa allt í það, og þetta virkað.“ En kom aldrei til greina að hætta við að spila? „Ef ég hefði ekki getað labbað, þá já. En ég gat labbað og þá getur maður hlaupið,“ segir Alexander sem kom þeim skilaboðum því til Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, að á ökklann skyldi reynt þegar leikurinn hæfist. Alexander bruddi verkjatöflur fyrir úrslitaleikinn en segist ekki óttast að líkaminn verði ónýtur þegar ferlinum lýkur. „Nei, nei. Ég gef bara allt í þetta sem ég er að gera. Allt sem kemur á eftir, það kemur bara á eftir. Ég fékk smá af verkjatöflum en svo byrja bara spennan og adrenalínið að kikka inn. Þá gleymir maður meiðslum og hugsar bara um leikinn og bikarinn.“ Meira með þjálfurunum í sigurpartýinu Alexander hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og EM, og á löngum ferli sem atvinnumaður í Þýskalandi, eftir að hafa spilað með Gróttu/KR hér á landi í kringum aldamótin þegar ferillinn var að hefjast. En hvernig var að vinna fyrsta titilinn hér á landi? „Þetta var svakalegt, eins og með alla bikara sem maður hefur unnið. Maður leggur mjög mikið á sig fyrir þá og á endanum, ef maður vinnur, þá er maður bara í skýjunum,“ en gat Alexander tekið þátt í sigurpartýi Valsara? „Já, að sjálfsögðu. Ég var nú meira með þjálfarateyminu, en þetta var mjög gaman og skemmtilegt að geta fagnað með kvennaflokknum líka og öllum hinum,“ sagði Alexander, sem er líklega nær þjálfurum Vals í aldri en mörgum samherja sinna. Benedikt getur komist mjög langt Besti maður Vals á laugardaginn var Benedikt Gunnar Óskarsson, sem skoraði sautján mörk, en það kom Alexander ekki á óvart. „Þetta er frábær leikmaður, og hann er bara á uppleið. Þessi strákur hefur alla möguleika á að komast mjög langt. Hann er með rétt hugarfar og er bara flottur. Ég óska honum góðs gengis í öllu sem hann gerir, og úti í atvinnumennskunni,“ segir Alexander, en Benedikt er einnig nýliði í landsliðshópnum sem spilar brátt tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra: „Hann er alveg tilbúinn í að prófa þetta aðeins, finna lyktina. Svo fer hann út til Noregs [til Kolstad í atvinnumennsku] sem mér finnst rétt skref fyrir hann, í stað þess að byrja strax í þýsku bundesligunni, á toppnum. Hann getur farið mjög langt.“
Valur Handbolti Powerade-bikarinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira