Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 10:02 Alfreð Gíslason mætir Degi Sigurðssyni í öðrum leik þess síðarnefnda með króatíska landsliðið. Mikið verður undir í leiknum. Samsett/Getty Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. Dagur hætti nýverið með japanska landsliðið sem hann hafði stýrt frá 2017 sem kom á óvart þar sem liðið var á leið á Ólympíuleikana í París í sumar. Hann söðlaði um og tók við Króatíu og mætir beint í umspil um sæti á leikunum. Það kemur Alfreð ekki á óvart að Dagur hafi tekið þetta skref. „Ég skil hann mjög vel, fyrst hann fær þennan möguleika að taka við Króötunum. Í fyrsta lagi að vera nær Íslandi og annars vegar er Króatarnir með virkilega efnilegt lið. Þeir eru með þrjá til fjóra heimsklassa eldri leikmenn eins og Duvnjak, Cindric og Karacic. En að öðru leyti með mjög efnilegt lið sem verður bara betra og betra,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. Umdeilt í Króatíu Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu króatíska liðsins sem var misvel tekið heima fyrir. „Kröfurnar sem gerðar eru í Króatíu eru miklar. Maður tók eftir því að um leið og gengið var frá þessu, þá risu allir gömlu heims- og Evrópumeistararnir upp og vældu yfir því að það væri útlendingur í fyrsta skipti ráðinn sem landsliðsþjálfari sem væri vantraust á þá alla,“ „Ég held þetta hafi verið mjög gott dæmi hjá Króötunum að gera þetta,“ segir Alfreð. Verður athyglisvert að mæta Degi Það er því pressa sem fylgir þessu fyrsta verkefni en Þýskaland og Króatía eru saman í fjögurra liða riðli í umspilinu þar sem tvö komast á leikana í París. Vegna pressunnar segir Alfreð ágætt fyrir Dag að riðilinn sé leikinn í Þýskalandi. „Það verður mjög gott að vera ekki allan tímann í Króatíu eða þá að skilja ekki málið upp á allt þarna. Þetta er mjög blóðheitt og mikil handboltahefð í Króatíu.“ Eftir fyrsta leik á morgun mætast Króatía og Þýskaland á laugardag. Alfreð er spenntur fyrir því að mæta Degi sem hefur skamman tíma með liðinu fyrir fyrsta verkefnið. „Ég geri ekki ráð fyrir að Dagur kollsteypi leik króatíska liðsins á fjórum dögum, það væri ekki mjög gáfulegt. En þetta verður mjög athyglisvert og örugglega mjög skemmtilegt fyrir hann,“ segir Alfreð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Dagur hætti nýverið með japanska landsliðið sem hann hafði stýrt frá 2017 sem kom á óvart þar sem liðið var á leið á Ólympíuleikana í París í sumar. Hann söðlaði um og tók við Króatíu og mætir beint í umspil um sæti á leikunum. Það kemur Alfreð ekki á óvart að Dagur hafi tekið þetta skref. „Ég skil hann mjög vel, fyrst hann fær þennan möguleika að taka við Króötunum. Í fyrsta lagi að vera nær Íslandi og annars vegar er Króatarnir með virkilega efnilegt lið. Þeir eru með þrjá til fjóra heimsklassa eldri leikmenn eins og Duvnjak, Cindric og Karacic. En að öðru leyti með mjög efnilegt lið sem verður bara betra og betra,“ segir Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands. Umdeilt í Króatíu Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu króatíska liðsins sem var misvel tekið heima fyrir. „Kröfurnar sem gerðar eru í Króatíu eru miklar. Maður tók eftir því að um leið og gengið var frá þessu, þá risu allir gömlu heims- og Evrópumeistararnir upp og vældu yfir því að það væri útlendingur í fyrsta skipti ráðinn sem landsliðsþjálfari sem væri vantraust á þá alla,“ „Ég held þetta hafi verið mjög gott dæmi hjá Króötunum að gera þetta,“ segir Alfreð. Verður athyglisvert að mæta Degi Það er því pressa sem fylgir þessu fyrsta verkefni en Þýskaland og Króatía eru saman í fjögurra liða riðli í umspilinu þar sem tvö komast á leikana í París. Vegna pressunnar segir Alfreð ágætt fyrir Dag að riðilinn sé leikinn í Þýskalandi. „Það verður mjög gott að vera ekki allan tímann í Króatíu eða þá að skilja ekki málið upp á allt þarna. Þetta er mjög blóðheitt og mikil handboltahefð í Króatíu.“ Eftir fyrsta leik á morgun mætast Króatía og Þýskaland á laugardag. Alfreð er spenntur fyrir því að mæta Degi sem hefur skamman tíma með liðinu fyrir fyrsta verkefnið. „Ég geri ekki ráð fyrir að Dagur kollsteypi leik króatíska liðsins á fjórum dögum, það væri ekki mjög gáfulegt. En þetta verður mjög athyglisvert og örugglega mjög skemmtilegt fyrir hann,“ segir Alfreð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. 6. mars 2024 08:00