Åge ánægður með að Gylfi sé óánægður 15. mars 2024 16:35 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, sat fyrir svörum á fjarfundi með blaðamönnum í dag. Þar var hann spurður út í ákvörðun sína að velja Gylfa Þór Sigurðsson ekki í landsliðshópinn fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku. Vísir/Getty Landsliðshópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku var opinberaður í dag. Þar var, eins og hafði áður verið staðfest, ekki að finna nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hefur sjálfur lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun landsliðsþjálfarans Åge Hareide. Norðmaðurinn sat fyrir svörum á fjarfundi með blaðamönnum í dag og var spurður út í ákvörðun sína að velja Gylfa Þór ekki að þessu sinni í landsliðið. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar." En hvernig var samskiptum hans og Gylfa háttað fyrir þetta verkefni? Ég talaði við hann tvisvar en í október hafði hann verið að spila fyrir Lyngby. Menn verða að vera að spila til að vita hvort þeir ráði við leik á svona stigi. Ég held að Gylfi viti það. Hann var ekki einu sinni í liði, áður en hann skrifaði undir hjá Val. Ég vel ekki leikmenn sem hafa ekki spilað í langan tíma. Það hefur hann ekki gert." Gylfi Þór sjálfur er eins og fyrr sagði mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans að velja sig ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael og tjáði sig um ákvörðun Norðmannsins í samtali við DV í gær. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi sem segist vera í betra standi en síðasta haust þegar Hareide valdi hann. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Vinni Ísland umspilið mun liðið leika í E-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Fyrsti leikur yrði gegn Rúmeníu í München á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, svo að íslenskir stuðningsmenn gætu í annað sinn á þessu ári flykkst til München eftir að hafa vakið þar mikla athygli á EM í handbolta í janúar. Leikur tvö yrði gegn Slóvakíu í Düsseldorf 21. júní og þriðji leikur gegn stjörnum prýddu liði Belgíu í Stuttgart 26. júní. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ Sjá meira
„Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn. En Gylfi er mjög góður fótboltamaður og ég óskaði þess að hann hefði haldið áfram eftir leikinn gegn Liechtenstein. Þá væri hann mjög mikilvægur fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og vonandi kemur hann aftur af krafti, svo við getum valið hann fyrr eða síðar." En hvernig var samskiptum hans og Gylfa háttað fyrir þetta verkefni? Ég talaði við hann tvisvar en í október hafði hann verið að spila fyrir Lyngby. Menn verða að vera að spila til að vita hvort þeir ráði við leik á svona stigi. Ég held að Gylfi viti það. Hann var ekki einu sinni í liði, áður en hann skrifaði undir hjá Val. Ég vel ekki leikmenn sem hafa ekki spilað í langan tíma. Það hefur hann ekki gert." Gylfi Þór sjálfur er eins og fyrr sagði mjög svekktur með ákvörðun landsliðsþjálfarans að velja sig ekki í hópinn fyrir umspilsleikinn á móti Ísrael og tjáði sig um ákvörðun Norðmannsins í samtali við DV í gær. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi sem segist vera í betra standi en síðasta haust þegar Hareide valdi hann. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Vinni Ísland umspilið mun liðið leika í E-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar. Fyrsti leikur yrði gegn Rúmeníu í München á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, svo að íslenskir stuðningsmenn gætu í annað sinn á þessu ári flykkst til München eftir að hafa vakið þar mikla athygli á EM í handbolta í janúar. Leikur tvö yrði gegn Slóvakíu í Düsseldorf 21. júní og þriðji leikur gegn stjörnum prýddu liði Belgíu í Stuttgart 26. júní.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti