Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. mars 2024 10:56 Gísli Marteinn í Liverpool í fyrra þegar hann lýsti Eurovision. Vísir/Helena Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við Vísi. Eins og flestir vita tilkynnti Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor og eiginmaður Felix í vikunni um forsetaframboð. Víða má nú sjá auglýsingaskilti með myndum af þeim Baldri og Felix og nöfnum þeirra undir. Baldur hefur þegar safnað meðmælunum 1500 sem þarf til gjaldgengs forsetaframboðs og stefnir í annasamar vikur hjá hjónunum fram að kosningum 1. júní. Rúnar Freyr tekur við „Það er ljóst að um leið og hann tók þessa ákvörðun þá sagði hann sig frá öllum verkefnum sem hann hefur verið að sinna fyrir RÚV, bæði fyrir sjónvarp og útvarp,“ segir Skarphéðinn. Felix Bergsson treður upp í Söngvakeppninni árið 2022 með sínum allra besta manni Gunnari Helgasyni. Vísir/Hulda Margrét Felix hefur undanfarin ár meðal annars starfað í stýrihópi Eurovision keppninnar og komið að upphitunarþáttunum Alla leið í sjónvarpinu. Skarphéðinn segir ljóst að Felix sé hokinn af reynslu en fleiri séu til staðar til að taka við keflinu. Rúnar Freyr Gíslason sem starfað hefur sem fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins undanfarin ár tekur við sem fararstjóri hópsins. Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppni RÚV.Vísir/Daníel Hver verður þá fjölmiðlafulltrúi í stað Rúnars? „Það er ekki frágengið. Það er ekki eins áríðandi og hefur verið allur gangur á því hvernig þeirri stöðu hefur verið háttað undanfarin ár,“ segir Skarphéðinn. Hann segir útfærslur verði teknar fyrir eftir páska. Einbeitingin á atriðinu Spurður hvort von sé á frekari breytingum, meðal annars á starfi kynnis á keppninni, sem Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur gegnt undanfarin ár, segir Skarphéðinn að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það. Miðað við svör Skarphéðins er ekki víst hvort Gísli Marteinn muni verða þulur á Eurovision keppninni í ár líkt og undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Gísli Marteinn hefur grínast með þátttöku Íslands í Eurovision í föstudagsþáttum sínum og verið opinskár vegna hamfaranna fyrir botni Miðjarðarhafs á samfélagsmiðlinum X. Vísir hefur ekki náð tali af Gísla og er ekki kunnugt um hvort sjónvarpsmaðurinn sækist eftir því að kynna keppnina. „Þetta er bara eitt af því sem við erum að vinna núna, að manna stöður. Það er enginn sem á neina stöðu og enginn sem gengur að þessu vísu,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn Guðmundsson á spjalli við Björn Hlyn Haraldsson þegar lokaþættir Verbúðarinnar voru sýndir í febrúar 2022.Vísir/Hulda Margrét „Við vegum og metum árlega hvernig best sé að manna þetta, við erum í því núna og höfum enn tíma. Venjulega gerum við það ekki fyrr en eftir páska. Núna snýr einbeitingin öll að atriðinu.“ Framlag Íslands í Eurovision í Malmö verður flutt á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudagskvöldið 7. maí. Lokakvöldið fer svo fram laugardagskvöldið 11. maí. Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30 Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira
Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við Vísi. Eins og flestir vita tilkynnti Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor og eiginmaður Felix í vikunni um forsetaframboð. Víða má nú sjá auglýsingaskilti með myndum af þeim Baldri og Felix og nöfnum þeirra undir. Baldur hefur þegar safnað meðmælunum 1500 sem þarf til gjaldgengs forsetaframboðs og stefnir í annasamar vikur hjá hjónunum fram að kosningum 1. júní. Rúnar Freyr tekur við „Það er ljóst að um leið og hann tók þessa ákvörðun þá sagði hann sig frá öllum verkefnum sem hann hefur verið að sinna fyrir RÚV, bæði fyrir sjónvarp og útvarp,“ segir Skarphéðinn. Felix Bergsson treður upp í Söngvakeppninni árið 2022 með sínum allra besta manni Gunnari Helgasyni. Vísir/Hulda Margrét Felix hefur undanfarin ár meðal annars starfað í stýrihópi Eurovision keppninnar og komið að upphitunarþáttunum Alla leið í sjónvarpinu. Skarphéðinn segir ljóst að Felix sé hokinn af reynslu en fleiri séu til staðar til að taka við keflinu. Rúnar Freyr Gíslason sem starfað hefur sem fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins undanfarin ár tekur við sem fararstjóri hópsins. Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppni RÚV.Vísir/Daníel Hver verður þá fjölmiðlafulltrúi í stað Rúnars? „Það er ekki frágengið. Það er ekki eins áríðandi og hefur verið allur gangur á því hvernig þeirri stöðu hefur verið háttað undanfarin ár,“ segir Skarphéðinn. Hann segir útfærslur verði teknar fyrir eftir páska. Einbeitingin á atriðinu Spurður hvort von sé á frekari breytingum, meðal annars á starfi kynnis á keppninni, sem Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur gegnt undanfarin ár, segir Skarphéðinn að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það. Miðað við svör Skarphéðins er ekki víst hvort Gísli Marteinn muni verða þulur á Eurovision keppninni í ár líkt og undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Gísli Marteinn hefur grínast með þátttöku Íslands í Eurovision í föstudagsþáttum sínum og verið opinskár vegna hamfaranna fyrir botni Miðjarðarhafs á samfélagsmiðlinum X. Vísir hefur ekki náð tali af Gísla og er ekki kunnugt um hvort sjónvarpsmaðurinn sækist eftir því að kynna keppnina. „Þetta er bara eitt af því sem við erum að vinna núna, að manna stöður. Það er enginn sem á neina stöðu og enginn sem gengur að þessu vísu,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn Guðmundsson á spjalli við Björn Hlyn Haraldsson þegar lokaþættir Verbúðarinnar voru sýndir í febrúar 2022.Vísir/Hulda Margrét „Við vegum og metum árlega hvernig best sé að manna þetta, við erum í því núna og höfum enn tíma. Venjulega gerum við það ekki fyrr en eftir páska. Núna snýr einbeitingin öll að atriðinu.“ Framlag Íslands í Eurovision í Malmö verður flutt á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudagskvöldið 7. maí. Lokakvöldið fer svo fram laugardagskvöldið 11. maí.
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30 Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Sjá meira
„Fólk er að koma út með allskonar og allir með hlaðinn disk af eigin skít“ Hera Björk er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð og tekur þar þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights í maí. 19. mars 2024 10:30
Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13