Talsverð gasmengun mældist í Grindavík síðdegis í dag samkvæmt því er segir á vef Veðurstofunnar. Snúast mun í austan- og suðaustanátt í kvöld að mati veðurvaktarinnar og því berist mengunin norður til Reykjanesbæjar.
Lögreglan segir að fólk í Sandgerði og Garðinum gæti hugsanlega fundið fyrir menguninni í kvöld.
Annað kvöld lægir og þá er ekki líklegt að gasmengun berist til byggða langt frá gosstöðvunum.