Ísland ekki nógu spennandi áfangastaður fyrir Ryanair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 14:54 Michael O'Leary forstjóri Ryanair segir Keflavíkurflugvöll allt of dýran. Getty/Horacio Villalobos Forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair segir Keflavíkurflugvöll of dýran og Ísland ekki nógu spennandi áfangastað til þess að félagið geri landið að einum áfangastaða. Ryanair er það flugfélag sem flytur flesta farþega innan Evrópu. Félagið hefur hátt í áttatíu starfsstöðvar um alla álfuna en Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem félagið flýgur ekki til. Möguleikar þess efnis hafa verið kannaðir, eins og rakið er í frétt FF7 um málið, en ekkert orðið úr þeim athugunum. Blaðamaður FF7 sótti í síðustu viku ráðstefnu evrópskra flugfélaga, þar sem hann fékk að ræða stuttlega við Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, og spurði hvers vegna félagið flygi ekki hingað til lands. „Ég millilenti einu sinni á Íslandi á leið heim með nýja þotu frá Boeing. Klukkan var 7 um morgun og ég hélt við hefðum lent á myrku hlið mánans,“ svaraði O'Leary. Hann hélt svo áfram og sagði Keflavíkurflugvöll of dýran. Það væri til þess að standa vörð um Icelandair og „þau“ vilji Ryanair ekki inn á markaðinn til að veita almennilega samkeppni. „Í öðru lagi er of langt að fljúga þangað og markaðurinn býður ekki upp á mikinn fjölda farþega. Við erum meira fyrir styttri flugleiðir þar sem farþegahópurinn er stór,“ segir O'Leary í samtali við FF7. Lýsir blaðamaðurinn því næst að O'Leary hafi fullyrt að íslensku flugfélögin fljúgi aðeins til Dyflinar einu sinni í viku, sem er fjarri sanni. Hann hafi rekið upp undrunaróp þegar blaðamaðurinn fullyrti að íslensku flugfélögin fljúgi daglega til Dyflinar, hvort um sig. Að lokum hafi O'Leary snúið sér að blaðamanni FF7 og sagt í kveðjuskyni um Ísland: „Á markaðssvæði okkar eru einfaldlega miklu meira spennandi áfangastaðir, sem við viljum heldur fljúga til.“ Fréttir af flugi Írland Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Ryanair er það flugfélag sem flytur flesta farþega innan Evrópu. Félagið hefur hátt í áttatíu starfsstöðvar um alla álfuna en Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem félagið flýgur ekki til. Möguleikar þess efnis hafa verið kannaðir, eins og rakið er í frétt FF7 um málið, en ekkert orðið úr þeim athugunum. Blaðamaður FF7 sótti í síðustu viku ráðstefnu evrópskra flugfélaga, þar sem hann fékk að ræða stuttlega við Michael O'Leary, forstjóra Ryanair, og spurði hvers vegna félagið flygi ekki hingað til lands. „Ég millilenti einu sinni á Íslandi á leið heim með nýja þotu frá Boeing. Klukkan var 7 um morgun og ég hélt við hefðum lent á myrku hlið mánans,“ svaraði O'Leary. Hann hélt svo áfram og sagði Keflavíkurflugvöll of dýran. Það væri til þess að standa vörð um Icelandair og „þau“ vilji Ryanair ekki inn á markaðinn til að veita almennilega samkeppni. „Í öðru lagi er of langt að fljúga þangað og markaðurinn býður ekki upp á mikinn fjölda farþega. Við erum meira fyrir styttri flugleiðir þar sem farþegahópurinn er stór,“ segir O'Leary í samtali við FF7. Lýsir blaðamaðurinn því næst að O'Leary hafi fullyrt að íslensku flugfélögin fljúgi aðeins til Dyflinar einu sinni í viku, sem er fjarri sanni. Hann hafi rekið upp undrunaróp þegar blaðamaðurinn fullyrti að íslensku flugfélögin fljúgi daglega til Dyflinar, hvort um sig. Að lokum hafi O'Leary snúið sér að blaðamanni FF7 og sagt í kveðjuskyni um Ísland: „Á markaðssvæði okkar eru einfaldlega miklu meira spennandi áfangastaðir, sem við viljum heldur fljúga til.“
Fréttir af flugi Írland Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira